Hugum að hjólreiðafólki Finnur Thorlacius skrifar 30. júní 2015 14:53 FÍB í samstarfi við verkefnið Hjólabætum Ísland, kynnti nú í morgun fyrir blaða- og fréttamönnum hið nýja umferðaröryggisátak Hjól í huga. Auk fréttamanna voru viðstaddir kynninguna sjúkraflutningamenn frá slökkviliði höfuðborgarinnar, lögreglumenn sem komu til fundarins á reiðhjólum og mótorhjólum, fulltrúar verkefnisins Hjólabætum Ísland, frá Samgöngustofu og rannsóknanefnd samgönguslysa. Kynningin fór fram í starfsstöð FÍB að Skúlagötu 19 og henni stýrði Kristín Sigurðardóttir slysa- og bráðalæknir, en Kristín situr í stjórn FÍB. Frumsýnt var nýtt myndband sem FÍB sem sýnir á táknrænan hátt hversu viðkvæmir þeir vegfarendur eru sem fara ferða sinna á reiðhjólum og vélhjólum og undirstrikar nauðsyn þess að hinir vörðu vegfarendur í bílunum sýni aðgát og tillitssemi. Mjög athyglivert myndskeið, til kynningar þessu átaki, sést hér að ofan. Bílar video Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent
FÍB í samstarfi við verkefnið Hjólabætum Ísland, kynnti nú í morgun fyrir blaða- og fréttamönnum hið nýja umferðaröryggisátak Hjól í huga. Auk fréttamanna voru viðstaddir kynninguna sjúkraflutningamenn frá slökkviliði höfuðborgarinnar, lögreglumenn sem komu til fundarins á reiðhjólum og mótorhjólum, fulltrúar verkefnisins Hjólabætum Ísland, frá Samgöngustofu og rannsóknanefnd samgönguslysa. Kynningin fór fram í starfsstöð FÍB að Skúlagötu 19 og henni stýrði Kristín Sigurðardóttir slysa- og bráðalæknir, en Kristín situr í stjórn FÍB. Frumsýnt var nýtt myndband sem FÍB sem sýnir á táknrænan hátt hversu viðkvæmir þeir vegfarendur eru sem fara ferða sinna á reiðhjólum og vélhjólum og undirstrikar nauðsyn þess að hinir vörðu vegfarendur í bílunum sýni aðgát og tillitssemi. Mjög athyglivert myndskeið, til kynningar þessu átaki, sést hér að ofan.
Bílar video Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent