Viðskipti innlent

Starfsmönnum WOW air fjölgað um allt að tvö hundruð á næstu misserum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
WOW air fjölgaði nýlega flugleiðum sínum og flýgur nú meðal annars til Bandaríkjanna.
WOW air fjölgaði nýlega flugleiðum sínum og flýgur nú meðal annars til Bandaríkjanna. vísir/vilhelm
Flugfélagið WOW air auglýsir í Fréttablaðinu í dag eftir 50 nýjum flugmönnum til starfa. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, segir í samtali við Vísi að fjölgun flugmanna sé liður í stækkun flugfélagsins sem hefur nýhafið flug til dæmis til Bandaríkjanna og Dublin.

„Nú starfa hjá okkur um þrjátíu flugmenn svo þetta er mikil fjölgun. Þetta ætti að vera gott tækifæri fyrir íslenska flugmenn sem margir hverjir þurfa að starfa erlendis hluta úr ári vegna þess að ekki hefur verið nægt starfsframboð hér á landi,“ segir Svanhvít.

150 flugliðar starfa auk þess hjá WOW, þar af eru 48 sem ráðnir voru inn fyrir sumarvertíðina í ár. Svanhvít segir að viðbúið sé að flugfélagið þurfi að bæta við sig allt að 200 starfsmönnum á næstu misserum; þeim 50 flugmönnum sem auglýst er eftir í dag auk flugliða.

WOW rekur núna sex flugvélar. Félagið á tvær vélar en leigir hinar fjórar. Á næsta ári er ráðgert að bæta við þremur vélum í flotann, að sögn Svanhvítar.


Tengdar fréttir

WOW segir engan í áhöfn hafa brotið trúnað

Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×