Sjáðu Koenigsegg One:1 ná 300 og stöðva á 17,95 sekúndum Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2015 11:42 Sænski bílaframleiðandinn Koenigsegg sló um daginn eigið tímaheimsmet í að ná 300 kílómetra hraða og koma bílnum aftur í kyrrstöðu. Þetta tók Koenigsegg One:1 aðeins 17,95 sekúndur, sem er hreint ótrúlega skammur tími. Fyrra metið átti Koenigsegg Agera R sem náði þessu á 21,19 sekúndum árið 2011, en nú var þetta met bætt um heilar 3,24 sekúndur. Koenigsegg One:1 er 1.341 hestöfl og vegur 1.341 kíló og þaðan er nafn bílsins komið. Það sem meira var við metbætinguna um daginn þá snerti ökumaður One:1 bílsins vart stýrið allan tímann og var það hægt vegna háþróaðs fjöðrunarkerfis bílsins sem inniheldur þriðja demparann að aftan og tengir saman báðar hliðar bílsins. Hér að ofan má sjá þennan ótrúlega bíl frá sænska framleiðandanum Koenigsegg setja þetta met, svo til sjálfakandi. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent
Sænski bílaframleiðandinn Koenigsegg sló um daginn eigið tímaheimsmet í að ná 300 kílómetra hraða og koma bílnum aftur í kyrrstöðu. Þetta tók Koenigsegg One:1 aðeins 17,95 sekúndur, sem er hreint ótrúlega skammur tími. Fyrra metið átti Koenigsegg Agera R sem náði þessu á 21,19 sekúndum árið 2011, en nú var þetta met bætt um heilar 3,24 sekúndur. Koenigsegg One:1 er 1.341 hestöfl og vegur 1.341 kíló og þaðan er nafn bílsins komið. Það sem meira var við metbætinguna um daginn þá snerti ökumaður One:1 bílsins vart stýrið allan tímann og var það hægt vegna háþróaðs fjöðrunarkerfis bílsins sem inniheldur þriðja demparann að aftan og tengir saman báðar hliðar bílsins. Hér að ofan má sjá þennan ótrúlega bíl frá sænska framleiðandanum Koenigsegg setja þetta met, svo til sjálfakandi.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent