Sjáðu Koenigsegg One:1 ná 300 og stöðva á 17,95 sekúndum Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2015 11:42 Sænski bílaframleiðandinn Koenigsegg sló um daginn eigið tímaheimsmet í að ná 300 kílómetra hraða og koma bílnum aftur í kyrrstöðu. Þetta tók Koenigsegg One:1 aðeins 17,95 sekúndur, sem er hreint ótrúlega skammur tími. Fyrra metið átti Koenigsegg Agera R sem náði þessu á 21,19 sekúndum árið 2011, en nú var þetta met bætt um heilar 3,24 sekúndur. Koenigsegg One:1 er 1.341 hestöfl og vegur 1.341 kíló og þaðan er nafn bílsins komið. Það sem meira var við metbætinguna um daginn þá snerti ökumaður One:1 bílsins vart stýrið allan tímann og var það hægt vegna háþróaðs fjöðrunarkerfis bílsins sem inniheldur þriðja demparann að aftan og tengir saman báðar hliðar bílsins. Hér að ofan má sjá þennan ótrúlega bíl frá sænska framleiðandanum Koenigsegg setja þetta met, svo til sjálfakandi. Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent
Sænski bílaframleiðandinn Koenigsegg sló um daginn eigið tímaheimsmet í að ná 300 kílómetra hraða og koma bílnum aftur í kyrrstöðu. Þetta tók Koenigsegg One:1 aðeins 17,95 sekúndur, sem er hreint ótrúlega skammur tími. Fyrra metið átti Koenigsegg Agera R sem náði þessu á 21,19 sekúndum árið 2011, en nú var þetta met bætt um heilar 3,24 sekúndur. Koenigsegg One:1 er 1.341 hestöfl og vegur 1.341 kíló og þaðan er nafn bílsins komið. Það sem meira var við metbætinguna um daginn þá snerti ökumaður One:1 bílsins vart stýrið allan tímann og var það hægt vegna háþróaðs fjöðrunarkerfis bílsins sem inniheldur þriðja demparann að aftan og tengir saman báðar hliðar bílsins. Hér að ofan má sjá þennan ótrúlega bíl frá sænska framleiðandanum Koenigsegg setja þetta met, svo til sjálfakandi.
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent