Rífleg veikindaréttindi auka fjarveru frá vinnu Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júní 2015 23:33 Fjarvera opinberra starfsmanna vegna veikinda er tvöfalt meiri hérlendis en meðal starfsmanna á einkareknum vinnustöðum. Viðskiptaráð Íslands bendir á að veikindaréttur opinberra starfsmanna sé mun ríflegri en annarra. Tölurnar birti Virk starfsendurhæfingarsjóðurinn í síðasta mánuði en samkvæmt þeim má ætla að opinberir starfsmenn séu að meðaltali veikir í heilan mánuð á hverju ári. Veikindadagar starfsmanna á opinberum vinnustöðum mældust 19,5 að meðaltali á ári síðustu þrjú ár en 9,6 á einkareknum vinnustöðum. Hjá þeim opinberu voru menn 7,5% vinnudaga í veikindafjarvist en 3,7 prósent hjá hinum. Virk tekur þó fram að úrtakið var takmarkað og ekki hægt að yfirfæra niðurstöður á allan vinnumarkaðinn.Viðskiptaráð vakti athygli á þessum tölum í dag og birti um leið súlurit sem sýnir að veikindaréttur opinberra starfsmanna er mun ríflegri en hjá öðrum. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, tekur fram að þetta séu mikilvæg réttindi. „En ég tel að það sé ekki ósanngjarnt að draga þá ályktun að ríflegri veikindaréttur skapi aukið svigrúm til þess að taka veikindadag,“ segir Frosti í viðtali í fréttum Stöðvar 2 um leið og hann hvetur til þess að þetta verði rannsakað betur. Virk bendir á að þetta sé ekki séríslenskt fyrirbæri að opinberir starfsmenn tilkynni sig oftar veika en aðrir. Rannsóknir frá mörgum öðrum löndum sýni hið sama. Virk nefnir fleiri þætti, eins og að meiri veikindafjarvera sé hjá konum, hjá starfmönnum með lág laun, hjá starfsmönnum í vaktavinnu og meiri fjarvera sé eftir því sem réttindi til veikindafjarveru séu meiri. Hjá Viðskiptaráði segjast menn varpa þessu fram núna til að koma réttindamálunum inn í kjaraviðræður og hvetja til þess að þær verði nýttar til að jafna réttindi starfsmanna á opinberum markaði og almennum vinnumarkaði. „Við erum að tala um þarna veruleg umframréttindi í lífeyrismálum, veruleg umframréttindi hvað varðar starfsöryggi og veikindarétt,“ segir Frosti og reiknast til að umframveikindi opinberra starfsmanna kosti skattgreiðendur ellefu milljarða króna ári. „Augljóslega, ef hægt er að komast hjá þeim kostnaði, þá myndast meira svigrúm til nafnlaunahækkana.“ Tengdar fréttir Opinberir starfsmenn veikir mánuð á ári Fjarvera starfsfólks vegna veikinda er tvöfalt meiri á opinberum vinnustöðum en almennum. 10. júní 2015 10:32 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Fjarvera opinberra starfsmanna vegna veikinda er tvöfalt meiri hérlendis en meðal starfsmanna á einkareknum vinnustöðum. Viðskiptaráð Íslands bendir á að veikindaréttur opinberra starfsmanna sé mun ríflegri en annarra. Tölurnar birti Virk starfsendurhæfingarsjóðurinn í síðasta mánuði en samkvæmt þeim má ætla að opinberir starfsmenn séu að meðaltali veikir í heilan mánuð á hverju ári. Veikindadagar starfsmanna á opinberum vinnustöðum mældust 19,5 að meðaltali á ári síðustu þrjú ár en 9,6 á einkareknum vinnustöðum. Hjá þeim opinberu voru menn 7,5% vinnudaga í veikindafjarvist en 3,7 prósent hjá hinum. Virk tekur þó fram að úrtakið var takmarkað og ekki hægt að yfirfæra niðurstöður á allan vinnumarkaðinn.Viðskiptaráð vakti athygli á þessum tölum í dag og birti um leið súlurit sem sýnir að veikindaréttur opinberra starfsmanna er mun ríflegri en hjá öðrum. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, tekur fram að þetta séu mikilvæg réttindi. „En ég tel að það sé ekki ósanngjarnt að draga þá ályktun að ríflegri veikindaréttur skapi aukið svigrúm til þess að taka veikindadag,“ segir Frosti í viðtali í fréttum Stöðvar 2 um leið og hann hvetur til þess að þetta verði rannsakað betur. Virk bendir á að þetta sé ekki séríslenskt fyrirbæri að opinberir starfsmenn tilkynni sig oftar veika en aðrir. Rannsóknir frá mörgum öðrum löndum sýni hið sama. Virk nefnir fleiri þætti, eins og að meiri veikindafjarvera sé hjá konum, hjá starfmönnum með lág laun, hjá starfsmönnum í vaktavinnu og meiri fjarvera sé eftir því sem réttindi til veikindafjarveru séu meiri. Hjá Viðskiptaráði segjast menn varpa þessu fram núna til að koma réttindamálunum inn í kjaraviðræður og hvetja til þess að þær verði nýttar til að jafna réttindi starfsmanna á opinberum markaði og almennum vinnumarkaði. „Við erum að tala um þarna veruleg umframréttindi í lífeyrismálum, veruleg umframréttindi hvað varðar starfsöryggi og veikindarétt,“ segir Frosti og reiknast til að umframveikindi opinberra starfsmanna kosti skattgreiðendur ellefu milljarða króna ári. „Augljóslega, ef hægt er að komast hjá þeim kostnaði, þá myndast meira svigrúm til nafnlaunahækkana.“
Tengdar fréttir Opinberir starfsmenn veikir mánuð á ári Fjarvera starfsfólks vegna veikinda er tvöfalt meiri á opinberum vinnustöðum en almennum. 10. júní 2015 10:32 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Opinberir starfsmenn veikir mánuð á ári Fjarvera starfsfólks vegna veikinda er tvöfalt meiri á opinberum vinnustöðum en almennum. 10. júní 2015 10:32
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun