Að líða eins og svikara í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. september 2025 07:02 Stundum gerir fólk lítið úr sínum eiginn árangri. Talar um heppni, aðstoð annarra eða einhverja aðra ytri þætti. Í dag rýnum við í fyrirbæri sem á ensku kallast Imposter Syndrome og flestir upplifa einhvern tíman um ævina. Jafnvel alltaf í vinnunni. Vísir/Getty Ein af fjölmörgum góðum greinum Harvard Business Review hefst á fyrirsögninni: Þú ert enginn svikari, þú ert frábær (e. You're Not an Imposter. You're Actually Pretty Amazing). Fyrirsögn á slæmri íslensku um sambærilegt efni í New Yorker er: Skýringin á því hvers vegna öllum finnst þeir vera að feika það (e. Why Everyone Feels Like They're Faking It). Um hvað er verið að tala? Og hvernig getur fólki liðið eins og það sé svikari í vinnunni – alla daga, allt árið um kring? Alltaf. Er það hægt? Jú, nú erum við að tala um fyrirbæri sem kallast á ensku Imposter Syndrome. Það vísar til þess að okkur finnst við ekki alveg standa undir því sem við erum eða gerum – eins og við séum að svindla á einhverju, komast upp með eitthvað eða þykjast meira en við erum eða getum. Algeng dæmi eru þegar fólk, þar á meðal við sjálf, svörum einhverju með því að segja: „Tja, þetta var nú bara einskær heppni.“ „Ég á nú ekki heiðurinn af þessu, þetta var bara hópavinna.“ „Ég var bara rétta manneskjan á réttum stað á réttum tíma.“ Því já – það sem Imposter Syndrome þýðir er að okkur sjálfum líður eins og við séum ekki verðug okkar eigin árangurs. Eins og það sé eitthvað svindl í gangi ef við eignum okkur árangurinn til fulls. Þótt innistæðan sé svo sannarlega fyrir hendi og árangurinn tvímælalaust okkar eiginn. Í grein Forbes segir að einkenni Imposter Syndrome endurspeglist meðal annars í: Því þegar fólk hefur tilhneigingu til að útskýra eigin árangur með ytri þáttum, eins og heppni eða aðstoð frá öðrum, í stað þess að trúa því að árangurinn hafi náðst fyrir þeirra eigin tilstilli og hæfni, Áhyggjum af því að fólk muni fatta að þú sért ekki eins góður eða hæfur og það heldur miðað við þitt starf eða hlutverk, Þinni eigin sannfæringu um að þú standir ekki undir þeirri færni eða hæfni sem þér er ætlað miðað við starfið sem þú ert í. Það sem er síðan slæmt fyrir hvern og einn sem upplifir þessi einkenni er að slík vanlíðan og viðhorf auka á streitutilfinningu og geta aukið líkur á kulnun. Sömuleiðis getur þessi líðan verið hamlandi í starfsframanum, þar sem fólk á það til að forðast að taka á sig ný verkefni eða ábyrgð af ótta við að aðrir fatti að það standi ekki undir þeim. Góð ráð til að sporna við þessari líðan eru til dæmis: Að viðurkenna að þér líði stundum eða alltaf svona, Að ræða við góðan vin, samstarfsaðila eða fagaðila – að leita stuðnings er ekkert til að skammast sín fyrir og oft mjög nauðsynlegt til að líða betur, Að reyna að breyta viðhorfinu þannig að þú hugsir jákvætt um þitt eigið framlag og árangur; eignir þér það sem þú átt, Að þjálfa þig í að hugsa um mistök sem tækifæri til að læra og vaxa. Í umfjöllun Forbes segir að samkvæmt niðurstöðum rannsókna upplifi um 70% fólks einkenni Imposter Syndrome einhvern tímann um ævina. Eittsem sem er gott fyrir okkur að hafa í huga, þegar og ef við efumst um okkur sjálf eða teljum að það sé eitthvað meira að hjá okkur en öðrum. Góðu ráðin Tengdar fréttir Eitraður starfsmaður og góð ráð Það er stundum talað um eitraða vinnustaðamenningu. Eða eitraða stjórnarhætti. En hvað með stöðuna þegar stjórnandi er með eitraðan starfsmann? 21. október 2024 07:03 Þrjú snilldarráð fyrir góð samskipti Góð samskipti eru alltaf lykilatriði. Hvort heldur sem er í leik eða starfi. Við viljum öll standa okkur sem best í góðum samskiptum en eigum það mögulega til að gleyma okkur. 12. janúar 2024 07:00 Góð ráð fyrir lata starfsmenn Við eigum okkur öll okkar daga. Já, svona leti-daga. Mætum til vinnu og erum hálf löt allan daginn. Komum litlu í verk. Eigum erfitt með að einbeita okkur. Erum þreytt. Eða með hugann annars staðar. Sem betur fer, eru leti-dagarnir ekki viðvarandi. Daginn eftir mætum við til vinnu á ný, galvösk og brettum upp ermar. 12. júlí 2021 07:01 Krónísk óstundvísi: Skýringar og góð ráð Í vikunni birtist frétt um að Hollywodd-stjarnan Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock og af blaðamanni Vísis kallaður Steini, hafi verið sakaður um króníska óstundvísi við tökur á myndinni Red One. 3. maí 2024 07:00 Líkamstjáning á fundum og nokkur góð ráð Það skiptir ekki máli hvernig samskiptin okkar fara fram, þegar að við hittum fólk viljum við koma vel fyrir. Hvort sem við erum á fundum, fjarfundum eða bara í almennu spjalli eða viðtölum við viðskiptavini eða samstarfsfólk, skiptir líkamsbeitingin okkar máli. 2. júlí 2021 07:01 Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
Fyrirsögn á slæmri íslensku um sambærilegt efni í New Yorker er: Skýringin á því hvers vegna öllum finnst þeir vera að feika það (e. Why Everyone Feels Like They're Faking It). Um hvað er verið að tala? Og hvernig getur fólki liðið eins og það sé svikari í vinnunni – alla daga, allt árið um kring? Alltaf. Er það hægt? Jú, nú erum við að tala um fyrirbæri sem kallast á ensku Imposter Syndrome. Það vísar til þess að okkur finnst við ekki alveg standa undir því sem við erum eða gerum – eins og við séum að svindla á einhverju, komast upp með eitthvað eða þykjast meira en við erum eða getum. Algeng dæmi eru þegar fólk, þar á meðal við sjálf, svörum einhverju með því að segja: „Tja, þetta var nú bara einskær heppni.“ „Ég á nú ekki heiðurinn af þessu, þetta var bara hópavinna.“ „Ég var bara rétta manneskjan á réttum stað á réttum tíma.“ Því já – það sem Imposter Syndrome þýðir er að okkur sjálfum líður eins og við séum ekki verðug okkar eigin árangurs. Eins og það sé eitthvað svindl í gangi ef við eignum okkur árangurinn til fulls. Þótt innistæðan sé svo sannarlega fyrir hendi og árangurinn tvímælalaust okkar eiginn. Í grein Forbes segir að einkenni Imposter Syndrome endurspeglist meðal annars í: Því þegar fólk hefur tilhneigingu til að útskýra eigin árangur með ytri þáttum, eins og heppni eða aðstoð frá öðrum, í stað þess að trúa því að árangurinn hafi náðst fyrir þeirra eigin tilstilli og hæfni, Áhyggjum af því að fólk muni fatta að þú sért ekki eins góður eða hæfur og það heldur miðað við þitt starf eða hlutverk, Þinni eigin sannfæringu um að þú standir ekki undir þeirri færni eða hæfni sem þér er ætlað miðað við starfið sem þú ert í. Það sem er síðan slæmt fyrir hvern og einn sem upplifir þessi einkenni er að slík vanlíðan og viðhorf auka á streitutilfinningu og geta aukið líkur á kulnun. Sömuleiðis getur þessi líðan verið hamlandi í starfsframanum, þar sem fólk á það til að forðast að taka á sig ný verkefni eða ábyrgð af ótta við að aðrir fatti að það standi ekki undir þeim. Góð ráð til að sporna við þessari líðan eru til dæmis: Að viðurkenna að þér líði stundum eða alltaf svona, Að ræða við góðan vin, samstarfsaðila eða fagaðila – að leita stuðnings er ekkert til að skammast sín fyrir og oft mjög nauðsynlegt til að líða betur, Að reyna að breyta viðhorfinu þannig að þú hugsir jákvætt um þitt eigið framlag og árangur; eignir þér það sem þú átt, Að þjálfa þig í að hugsa um mistök sem tækifæri til að læra og vaxa. Í umfjöllun Forbes segir að samkvæmt niðurstöðum rannsókna upplifi um 70% fólks einkenni Imposter Syndrome einhvern tímann um ævina. Eittsem sem er gott fyrir okkur að hafa í huga, þegar og ef við efumst um okkur sjálf eða teljum að það sé eitthvað meira að hjá okkur en öðrum.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Eitraður starfsmaður og góð ráð Það er stundum talað um eitraða vinnustaðamenningu. Eða eitraða stjórnarhætti. En hvað með stöðuna þegar stjórnandi er með eitraðan starfsmann? 21. október 2024 07:03 Þrjú snilldarráð fyrir góð samskipti Góð samskipti eru alltaf lykilatriði. Hvort heldur sem er í leik eða starfi. Við viljum öll standa okkur sem best í góðum samskiptum en eigum það mögulega til að gleyma okkur. 12. janúar 2024 07:00 Góð ráð fyrir lata starfsmenn Við eigum okkur öll okkar daga. Já, svona leti-daga. Mætum til vinnu og erum hálf löt allan daginn. Komum litlu í verk. Eigum erfitt með að einbeita okkur. Erum þreytt. Eða með hugann annars staðar. Sem betur fer, eru leti-dagarnir ekki viðvarandi. Daginn eftir mætum við til vinnu á ný, galvösk og brettum upp ermar. 12. júlí 2021 07:01 Krónísk óstundvísi: Skýringar og góð ráð Í vikunni birtist frétt um að Hollywodd-stjarnan Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock og af blaðamanni Vísis kallaður Steini, hafi verið sakaður um króníska óstundvísi við tökur á myndinni Red One. 3. maí 2024 07:00 Líkamstjáning á fundum og nokkur góð ráð Það skiptir ekki máli hvernig samskiptin okkar fara fram, þegar að við hittum fólk viljum við koma vel fyrir. Hvort sem við erum á fundum, fjarfundum eða bara í almennu spjalli eða viðtölum við viðskiptavini eða samstarfsfólk, skiptir líkamsbeitingin okkar máli. 2. júlí 2021 07:01 Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
Eitraður starfsmaður og góð ráð Það er stundum talað um eitraða vinnustaðamenningu. Eða eitraða stjórnarhætti. En hvað með stöðuna þegar stjórnandi er með eitraðan starfsmann? 21. október 2024 07:03
Þrjú snilldarráð fyrir góð samskipti Góð samskipti eru alltaf lykilatriði. Hvort heldur sem er í leik eða starfi. Við viljum öll standa okkur sem best í góðum samskiptum en eigum það mögulega til að gleyma okkur. 12. janúar 2024 07:00
Góð ráð fyrir lata starfsmenn Við eigum okkur öll okkar daga. Já, svona leti-daga. Mætum til vinnu og erum hálf löt allan daginn. Komum litlu í verk. Eigum erfitt með að einbeita okkur. Erum þreytt. Eða með hugann annars staðar. Sem betur fer, eru leti-dagarnir ekki viðvarandi. Daginn eftir mætum við til vinnu á ný, galvösk og brettum upp ermar. 12. júlí 2021 07:01
Krónísk óstundvísi: Skýringar og góð ráð Í vikunni birtist frétt um að Hollywodd-stjarnan Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock og af blaðamanni Vísis kallaður Steini, hafi verið sakaður um króníska óstundvísi við tökur á myndinni Red One. 3. maí 2024 07:00
Líkamstjáning á fundum og nokkur góð ráð Það skiptir ekki máli hvernig samskiptin okkar fara fram, þegar að við hittum fólk viljum við koma vel fyrir. Hvort sem við erum á fundum, fjarfundum eða bara í almennu spjalli eða viðtölum við viðskiptavini eða samstarfsfólk, skiptir líkamsbeitingin okkar máli. 2. júlí 2021 07:01