Rífleg veikindaréttindi auka fjarveru frá vinnu Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júní 2015 23:33 Fjarvera opinberra starfsmanna vegna veikinda er tvöfalt meiri hérlendis en meðal starfsmanna á einkareknum vinnustöðum. Viðskiptaráð Íslands bendir á að veikindaréttur opinberra starfsmanna sé mun ríflegri en annarra. Tölurnar birti Virk starfsendurhæfingarsjóðurinn í síðasta mánuði en samkvæmt þeim má ætla að opinberir starfsmenn séu að meðaltali veikir í heilan mánuð á hverju ári. Veikindadagar starfsmanna á opinberum vinnustöðum mældust 19,5 að meðaltali á ári síðustu þrjú ár en 9,6 á einkareknum vinnustöðum. Hjá þeim opinberu voru menn 7,5% vinnudaga í veikindafjarvist en 3,7 prósent hjá hinum. Virk tekur þó fram að úrtakið var takmarkað og ekki hægt að yfirfæra niðurstöður á allan vinnumarkaðinn.Viðskiptaráð vakti athygli á þessum tölum í dag og birti um leið súlurit sem sýnir að veikindaréttur opinberra starfsmanna er mun ríflegri en hjá öðrum. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, tekur fram að þetta séu mikilvæg réttindi. „En ég tel að það sé ekki ósanngjarnt að draga þá ályktun að ríflegri veikindaréttur skapi aukið svigrúm til þess að taka veikindadag,“ segir Frosti í viðtali í fréttum Stöðvar 2 um leið og hann hvetur til þess að þetta verði rannsakað betur. Virk bendir á að þetta sé ekki séríslenskt fyrirbæri að opinberir starfsmenn tilkynni sig oftar veika en aðrir. Rannsóknir frá mörgum öðrum löndum sýni hið sama. Virk nefnir fleiri þætti, eins og að meiri veikindafjarvera sé hjá konum, hjá starfmönnum með lág laun, hjá starfsmönnum í vaktavinnu og meiri fjarvera sé eftir því sem réttindi til veikindafjarveru séu meiri. Hjá Viðskiptaráði segjast menn varpa þessu fram núna til að koma réttindamálunum inn í kjaraviðræður og hvetja til þess að þær verði nýttar til að jafna réttindi starfsmanna á opinberum markaði og almennum vinnumarkaði. „Við erum að tala um þarna veruleg umframréttindi í lífeyrismálum, veruleg umframréttindi hvað varðar starfsöryggi og veikindarétt,“ segir Frosti og reiknast til að umframveikindi opinberra starfsmanna kosti skattgreiðendur ellefu milljarða króna ári. „Augljóslega, ef hægt er að komast hjá þeim kostnaði, þá myndast meira svigrúm til nafnlaunahækkana.“ Tengdar fréttir Opinberir starfsmenn veikir mánuð á ári Fjarvera starfsfólks vegna veikinda er tvöfalt meiri á opinberum vinnustöðum en almennum. 10. júní 2015 10:32 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Fjarvera opinberra starfsmanna vegna veikinda er tvöfalt meiri hérlendis en meðal starfsmanna á einkareknum vinnustöðum. Viðskiptaráð Íslands bendir á að veikindaréttur opinberra starfsmanna sé mun ríflegri en annarra. Tölurnar birti Virk starfsendurhæfingarsjóðurinn í síðasta mánuði en samkvæmt þeim má ætla að opinberir starfsmenn séu að meðaltali veikir í heilan mánuð á hverju ári. Veikindadagar starfsmanna á opinberum vinnustöðum mældust 19,5 að meðaltali á ári síðustu þrjú ár en 9,6 á einkareknum vinnustöðum. Hjá þeim opinberu voru menn 7,5% vinnudaga í veikindafjarvist en 3,7 prósent hjá hinum. Virk tekur þó fram að úrtakið var takmarkað og ekki hægt að yfirfæra niðurstöður á allan vinnumarkaðinn.Viðskiptaráð vakti athygli á þessum tölum í dag og birti um leið súlurit sem sýnir að veikindaréttur opinberra starfsmanna er mun ríflegri en hjá öðrum. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, tekur fram að þetta séu mikilvæg réttindi. „En ég tel að það sé ekki ósanngjarnt að draga þá ályktun að ríflegri veikindaréttur skapi aukið svigrúm til þess að taka veikindadag,“ segir Frosti í viðtali í fréttum Stöðvar 2 um leið og hann hvetur til þess að þetta verði rannsakað betur. Virk bendir á að þetta sé ekki séríslenskt fyrirbæri að opinberir starfsmenn tilkynni sig oftar veika en aðrir. Rannsóknir frá mörgum öðrum löndum sýni hið sama. Virk nefnir fleiri þætti, eins og að meiri veikindafjarvera sé hjá konum, hjá starfmönnum með lág laun, hjá starfsmönnum í vaktavinnu og meiri fjarvera sé eftir því sem réttindi til veikindafjarveru séu meiri. Hjá Viðskiptaráði segjast menn varpa þessu fram núna til að koma réttindamálunum inn í kjaraviðræður og hvetja til þess að þær verði nýttar til að jafna réttindi starfsmanna á opinberum markaði og almennum vinnumarkaði. „Við erum að tala um þarna veruleg umframréttindi í lífeyrismálum, veruleg umframréttindi hvað varðar starfsöryggi og veikindarétt,“ segir Frosti og reiknast til að umframveikindi opinberra starfsmanna kosti skattgreiðendur ellefu milljarða króna ári. „Augljóslega, ef hægt er að komast hjá þeim kostnaði, þá myndast meira svigrúm til nafnlaunahækkana.“
Tengdar fréttir Opinberir starfsmenn veikir mánuð á ári Fjarvera starfsfólks vegna veikinda er tvöfalt meiri á opinberum vinnustöðum en almennum. 10. júní 2015 10:32 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Opinberir starfsmenn veikir mánuð á ári Fjarvera starfsfólks vegna veikinda er tvöfalt meiri á opinberum vinnustöðum en almennum. 10. júní 2015 10:32