Hugleiðingar um kvenréttindi Elín Birna Skarphéðinsdóttir. skrifar 12. júní 2015 08:37 Nú 19. júní verða hátíðarhöld til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Einnig minnumst við þess í haust að 40 ár eru liðin frá kvennafrídeginum 1975, þar sem konur lögðu niður störf sín til að krefjast jafnra launa á við karlmenn. Nú árið 2015 hafa hjúkrunarfræðingar lagt niður störf og fara fram á það sama og konurnar árið 1975. Hjúkrunarfræðingar eru vel menntaður hópur en sá vandi virðist fylgja að hann saman stendur að mestum hluta af konum. Fjögurra ára háskólanám þessa hóps skilar enn aðeins um 80 prósent af þeim launum sem hefðbundin karlastétt með hliðstæða menntun aflar. Kvenréttindi eru ekki eitthvað sem hægt er að skilgreina nokkurn veginn eða næstum því. Annað hvort eru konur og kvennastörf metin til jafns við hefðbundið karlmannsstörf eða jafnrétti ríkir ekki. Mér finnst klárt mál að framkoma ríkisins við hjúkrunarfræðinga í þeirra baráttu fyrir leiðréttingu á sínum launum til jafns við karla með svipaða menntun, hafi hingað til lýst vanvirðingu og komi til lagasetningar verður sú vanvirðing algjör. Vilji til að jafna kjör kynjanna virðist vera meira í orði en á borði. Ég spyr mig einfaldlega hvort að við séum ekki komin lengra árið 2015? Fjörutíu árum eftir kvennafrídaginn og 100 árum frá því að kosningaréttur kvenna var tryggður. Kosningarétturinn er enn okkar og þið kæru þingmenn eruð þeir sem munuð sækja umboð til okkar kjósenda aftur. Því spyr ég, er kynjajafnrétti þér hugleikið kæri þingmaður? Er ekki kominn tími til að jafna laun kynjanna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Nú 19. júní verða hátíðarhöld til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Einnig minnumst við þess í haust að 40 ár eru liðin frá kvennafrídeginum 1975, þar sem konur lögðu niður störf sín til að krefjast jafnra launa á við karlmenn. Nú árið 2015 hafa hjúkrunarfræðingar lagt niður störf og fara fram á það sama og konurnar árið 1975. Hjúkrunarfræðingar eru vel menntaður hópur en sá vandi virðist fylgja að hann saman stendur að mestum hluta af konum. Fjögurra ára háskólanám þessa hóps skilar enn aðeins um 80 prósent af þeim launum sem hefðbundin karlastétt með hliðstæða menntun aflar. Kvenréttindi eru ekki eitthvað sem hægt er að skilgreina nokkurn veginn eða næstum því. Annað hvort eru konur og kvennastörf metin til jafns við hefðbundið karlmannsstörf eða jafnrétti ríkir ekki. Mér finnst klárt mál að framkoma ríkisins við hjúkrunarfræðinga í þeirra baráttu fyrir leiðréttingu á sínum launum til jafns við karla með svipaða menntun, hafi hingað til lýst vanvirðingu og komi til lagasetningar verður sú vanvirðing algjör. Vilji til að jafna kjör kynjanna virðist vera meira í orði en á borði. Ég spyr mig einfaldlega hvort að við séum ekki komin lengra árið 2015? Fjörutíu árum eftir kvennafrídaginn og 100 árum frá því að kosningaréttur kvenna var tryggður. Kosningarétturinn er enn okkar og þið kæru þingmenn eruð þeir sem munuð sækja umboð til okkar kjósenda aftur. Því spyr ég, er kynjajafnrétti þér hugleikið kæri þingmaður? Er ekki kominn tími til að jafna laun kynjanna?
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar