Viðskipti innlent

Telja afnám hafta bæta viðskiptaumhverfið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fitch Ratings tekur vel í aðgerðaráætlun um losun hafta.
Fitch Ratings tekur vel í aðgerðaráætlun um losun hafta. Vísir/EPA
Fitch Ratings segir að áhrif aðgerðaráætlunar um losun hafta á lánshæfistmatseinkunn Íslands muni velta á því hversu vel gengur að framkvæma áætlunina. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Fitch sendi frá sér vegna losunar haftanna. Matið er enn hið sama, (BBB/jákvætt).

Í tilkynningunni segir að íslensk fyrirtæki og lífeyrissjóðir hafi haft takmarkað tækifæri til þess að fjárfesta erlendis. Breytt eignarsafn lífeyrissjóðanna gæti sett þrýsting á gengið. Aftur á móti verið að hafa í huga að íslensk stjórnvöld hafi að undanförnu gefið til kynna að hömlur verði enn um sinn á fjárfestingum lífeyrissjóðanna.

Fitch segir líka að afnám hafta muni bæta viðskiptaumhverfið. Þá muni samkomulagið við slitabúin einnig verða til þess að skuldir ríkisins lækki. 

Næsta endurskoðun Fitch á lánshæfismati Íslands verður 24. júlí. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×