Viðskipti innlent

Eva Sóley ráðin til Advania

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eva Sóley Guðbjörnsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Advania á Íslandi frá og með 1. júlí. Eva tekur við starfinu af Stefáni Sigurðssyni sem lét af störfum í síðasta mánuði.

Frá árinu 2014 hefur Eva Sóley gegnt starfi forstöðumanns á fjármálasviði hjá Össuri, en starfaði áður lengst af hjá Kaupþingi, meðal annars í fjárstýringu, fjármögnun, á fyrirtækjasviði og í fyrirtækjaráðgjöf og síðast í stöðu fjármálastjóra frá árinu 2009 til 2011. Einnig hefur hún verið varaformaður bankaráðs Landsbankans frá árinu 2013.

Eva Sóley er með B.Sc. í hagverkfræði og M.Sc. í fjármálaverkfræði frá Columbia Háskólanum í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá Advania segir að hún eigi farsælan knattspyrnuferil að baki, en Eva Sóley er Bliki og lék með íslenska landsliðinu um árabil. Hún er gift Hilmari Rafni Kristinssyni, og eiga þau tvö börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×