Viðskipti innlent

Reykjavíkurborg semur við Applicon

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ingimar Bjarnason, framkvæmdastjóri Applicon, og Birgir Björn Sigurjónsson gerðu samninginn fyrir hönd fyrirtækisins og borgarinnar.
Ingimar Bjarnason, framkvæmdastjóri Applicon, og Birgir Björn Sigurjónsson gerðu samninginn fyrir hönd fyrirtækisins og borgarinnar.
Reykjavíkurborg hefur undirritað samning við hugbúnaðarfyrirtækið Applicon um kaup og þjónustu á starfsmanna- og launakerfi sem byggir á SAP lausnum og tækni, ásamt viðbótarlausnum Applicon. Ákvörðun Reykjavíkurborgar er tekin á grundvelli umfangsmikils útboðsferlis þar sem gerðar voru ríkar kröfur til kerfisins.

Útboðsferlið hófst í ágúst 2014 þegar Reykjavíkurborg óskaði eftir umsóknum áhugasamra aðila um þátttöku í samkeppnisviðræðum um mannauðs- og launakerfi, auk reksturs og hýsingar á slíku kerfi. Að lokinni ítarlegri greiningu var lausn Applicon sú sem stóð eftir. Reykjavíkurborg er stærsti atvinnurekandi landsins, með um 9.000 launþega að jafnaði og nær 15.000 yfir sumartímann. Því þurfti öfluga og sveigjanlega lausn til að mæta til að mæta yfirgripsmiklum þörfum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×