Heilsa

Pungsviti

sigga dögg skrifar
Vísir/Getty
Pungurinn svitnar, rétt eins og aðrir staðir líkamans og er það liður í því að kæla niður hitastig pungsins en það er mikilvægt fyrir sáðfrumurnar að halda kjörhitastigi. 

Á pungnum og við mikinn svita (og hita) geta menn fengið kláða, útbrot og í kjölfarið sveppasýkingu

Hér eru nokkur ráð til að minnka líkur á því:

- Vertu í víðum nærfatnaði svo andi um lim og pung

- Vertu í bómullar nærfatnaði frekar en gerviefnum

- Þurrkaðu þér vel og vandlega um klof og pung og eistu eftir baðferð

- Passaðu að fótasveppur smitist ekki á pung með því að fara fyrst í sokka áður en ferð í nærbuxur og hugsaðu vel um fæturnar svo fáir ekki fótsvepp

-
 Notaðu sápu sem er ekki með ilmefnum (nú eða bara sleppa alveg sápunni)

- Notaðu þvottaefni fyrir viðkvæma húð á nærfötin þín

Vísir/Skjáskot
Svo eru það kremin sem koma í veg fyrir pungsvita. 

Ætli þetta falli ekki undir flokkinn -allt er nú til-.

Fresh balls á að berast beint á punginn, koma í veg fyrir að hann svitni og inniheldur ekki paraben.

Hins vegar skilur þetta eftir sig hvíta slikju sem er kannski ekki girnilega ef menn ætla á heitt stefnumót sama dag.

Vísir/Skjáskot
Einnig er hægt að fá sprey sem inniheldur menthól svo pungurinn verður eins og tannkrem hafi leikið um hann.

Ætli það sé ekki vissara að sprey bara smá fyrst áður en allur pungurinn er húðaður svo ekki verði sviði eða ofkæling.

Vísir/Skjáskot
Nú ef þér hugnast hvorki krem né sprey þá má finna sig í púðri.

Þetta er ekki hið sígilda frá Johnson&Johnson heldur er þetta Man powder en rétt eins og með fyrrgreinda rassapúðrið ferðast þetta aðeins um umhverfi sitt svo það er vissara að vanda sig þegar pungurinn er baðaður.

Vísir/Skjáskot
Það var hjólreiðakappi sem fann upp DZ Nuts en það á að koma í veg fyrir núning sem myndast eins og við langan hjólreiðatúr en einnig draga úr svitamyndun.

Svo er það kannski líka spurning um að skola sig bara reglulega og þerra vel á eftir svo ekki sitji menn tímunum saman pungsveittir.

Ef pungurinn er orðinn sveittur þá getur það verið ágætismerki um að standa upp frá skrifborðinu og fá sér stuttan göngutúr til að kæla niður tólið.


Tengdar fréttir

Smokkar í stærðum?

Ef smokkur getur teygst sem nemur hálfum handlegg, af hverju er hann þá fáanlegur í stærðum?

Bogið typpi

Það er eðlilegt að vera með bogið typpi en getur boginn verið of mikill, jafnvel hættulegur?

Umskorið typpi

Umskurður typpa er ekki algengur hér á landi þó hann sé það víðar. Hvað felst í því að umskera typpi og hefur það áhrif á kynlífið?

Kynfæramót

Myndir þú gera mót af þínum kynfærum?

Risvandamál

Hér er fjallað um vandamál við stinningu typpis, ekki erfðileika við að vakna á morgnanna.

Forhúðin

Forhúðin ver kónginn (fremsta hluta typpisins) og getur verið þröng, víð, mikil, lítil og jafnvel ekki til staðar.

Morgunbóner

Vaknaðir þú með hann beinstífan í morgun? Þó það geti verið meira vesen en gleði þá er þetta samt merki um heilbrigði.

Getur typpið minnkað?

Margir pæla í typpastærð en getur typpið minnkað eða jafnvel horfið?

Kynfærafnykur

Það er tabú að tala um lykt á kynfærum og gjarnan grínast að píkan ilmi eins og fiskur en hvað er eðlilegt þegar kemur að kynfæralykt?

Saga tveggja typpis manns

Bandaríkjamaður fæddist með tvö starfhæf typpi og nú hefur hann ritað ævisögu sína.








×