Viðskipti innlent

Græddi tugi milljóna í afleiðuviðskiptum en borgaði ekki skatt af hagnaðinum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sérstakur saksóknari hefur ákært sjötugan karlmann fyrir meiriháttar brot á skattalögum.
Sérstakur saksóknari hefur ákært sjötugan karlmann fyrir meiriháttar brot á skattalögum. vísir/stefán
Sérstakur saksóknari hefur ákært sjötugan karlmann fyrir skattsvik. Samkvæmt ákæru taldi maðurinn ekki fram 87 milljóna króna hagnað vegna sölu hlutabréfa og afleiðuviðskipta fyrir tekjuárin 2007 og 2008. Hann kom sér því undan því að greiða 10% fjármagnstekjuskatt sem nam 8,7 milljónum.

Í ákæru kemur fram að á árinu 2007 hafi maðurinn annars vegar hagnast um 4,8 milljónir á sölu hlutabréfa og um 47 milljónir á skiptasamningum vegna afleiðuviðskipta. Í skattframtali sínu fyrir árið 2007 taldi maðurinn fram um 14 milljónir í tekjur vegna skiptasamninganna. Þá stóð eftir rúmlega 37 milljóna hagnaður sem ákærði taldi ekki fram. Á árinu 2008 hagnaðist maðurinn svo um 49 milljónir í afleiðuviðskiptum sem hann taldi ekki fram.

Brot mannsins, sem í ákæru eru sögð meiriháttar, varða við fyrstu málsgrein 262. greinar almennra hegningarlaga. Saksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×