Apple kynnti uppfærð stýrikerfi Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2015 11:46 Frá ráðstefnu Apple í gær. Vísir/EPA Forsvarsmenn Apple kynntu í gær nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins OS X á árlegri þróunarráðstefnu fyrirtækisins. Þar að auki var einnig kynnt nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins fyrir snjalltæki, iOs 9. Þegar kemur að OS X, stýrikerfinu fyrir tölvur Apple sem fengið hefur nafnið El Capitan, virðist sem að engar breytingar hafi verið gerðar á grunnuppbygginu kerfisins. Þess í stað hefur margt verið fínpússað og lagað til og kom fram á kynningunni að gæði kerfisins og upplifun notenda yrði mun betri. Nú geta notendur stillt upp tveimur gluggum hlið við hlið, eins og Windows notendur hafa getað um árabil, og verður leikjaspilun betrumbætt. Notendur geta náð í betaútgáfu í júlí og fría heildaruppfærslu í haust. Svipaða sögu er að segja af iOS 9 og láta breytingar þar ekki mikið á sér bera. Þeim er þó ætlað, eins og OS X, að bæta notkun og upplifun með mörgum smávægilegum breytingum og hagræðingu. Talgervillinn Siri er sögð vera gáfaðri og mun hún jafnvel veita uppástungur áður en hún er spurð tiltekinna spurninga. Nýja stýrikerfið er þar að auki sagt bæta rafhlöðunýtingu með nýrri stillingu sem getur náð þremur klukkustundum aukalega úr rafhlöðum snjalltækja.Í samkeppni við Spotify Ein stærsta kynningin í gær var þó þegar Apple Music var kynnt til leiks. Um er að ræða streymiþjónustu fyrir tónlist sem opnar þann 30. júní. Notendur Apple munu fá ókeypis aðgang að þjónustunni í þrjá mánuði, en eftir það mun þjónustan kosta. Auk streymis mun Apple Music bjóða upp á nokkurs konar samfélagsmiðil þar sem listamenn geta dreift efni til aðdáenda og þar verður einnig send út útvarpsstöð. Hún mun vera í gangi allan sólarhringinn og verður stýrt af fjölmörgum plötusnúðum. Kynningu Apple í heild sinni má sjá hér sem og frekar upplýsingar um það sem kynnt var.Hér má sjá frétt IGN um kynninguna í gær. Tækni Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Forsvarsmenn Apple kynntu í gær nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins OS X á árlegri þróunarráðstefnu fyrirtækisins. Þar að auki var einnig kynnt nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins fyrir snjalltæki, iOs 9. Þegar kemur að OS X, stýrikerfinu fyrir tölvur Apple sem fengið hefur nafnið El Capitan, virðist sem að engar breytingar hafi verið gerðar á grunnuppbygginu kerfisins. Þess í stað hefur margt verið fínpússað og lagað til og kom fram á kynningunni að gæði kerfisins og upplifun notenda yrði mun betri. Nú geta notendur stillt upp tveimur gluggum hlið við hlið, eins og Windows notendur hafa getað um árabil, og verður leikjaspilun betrumbætt. Notendur geta náð í betaútgáfu í júlí og fría heildaruppfærslu í haust. Svipaða sögu er að segja af iOS 9 og láta breytingar þar ekki mikið á sér bera. Þeim er þó ætlað, eins og OS X, að bæta notkun og upplifun með mörgum smávægilegum breytingum og hagræðingu. Talgervillinn Siri er sögð vera gáfaðri og mun hún jafnvel veita uppástungur áður en hún er spurð tiltekinna spurninga. Nýja stýrikerfið er þar að auki sagt bæta rafhlöðunýtingu með nýrri stillingu sem getur náð þremur klukkustundum aukalega úr rafhlöðum snjalltækja.Í samkeppni við Spotify Ein stærsta kynningin í gær var þó þegar Apple Music var kynnt til leiks. Um er að ræða streymiþjónustu fyrir tónlist sem opnar þann 30. júní. Notendur Apple munu fá ókeypis aðgang að þjónustunni í þrjá mánuði, en eftir það mun þjónustan kosta. Auk streymis mun Apple Music bjóða upp á nokkurs konar samfélagsmiðil þar sem listamenn geta dreift efni til aðdáenda og þar verður einnig send út útvarpsstöð. Hún mun vera í gangi allan sólarhringinn og verður stýrt af fjölmörgum plötusnúðum. Kynningu Apple í heild sinni má sjá hér sem og frekar upplýsingar um það sem kynnt var.Hér má sjá frétt IGN um kynninguna í gær.
Tækni Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira