Viðskipti innlent

Ali baba til sölu

ingvar haraldsson skrifar
Yaman Brikhan, eiganda Ali Baba, ætlar að selja veitingastaðinn
Yaman Brikhan, eiganda Ali Baba, ætlar að selja veitingastaðinn vísir/stefán
Veitingastaðurinn Ali baba við Ingólfstorg hefur verið auglýstur til sölu. Yaman Brikhan, eiganda Ali Baba, segist að reksturinn gangi vel en hann vilja taka sér frí frá veitingarekstri.

Yaman segist ekki vita hvað taki við næst hjá sér en hann hafi þó nóg að gera. Til að mynda sinni hann málarastörfum þegar hann sé ekki að elda ofan í gesti Ali baba.

Þá segir Yaman mögulegt að hann flytji úr landi, þó ekki komi til greina að fara aftur heim til Sýrlands, enda ríki þar borgarstyrjöld. Veitingamaðurinn segist einnig geta hugsað sér að að flytja til Akureyrar en þó ekki til að opna nýjan veitingastað.

Segir söluna ótengda Shawarma stríði

Yaman segir söluna ekki á nokkurn hátt tengjast deilum sem hann hafi átt við eiganda Mandí, Hlal Jarah, en Hlal átti til skamms tíma Ali baba með Yaman. Til átaka kom fyrir utan Ali baba í lok apríl og hugðist Yaman leggja fram ákæru á hendur Hlal og fjórum öðrum vegna árásar sem hann segist hafa orðið fyrir.

Sjá einnig:Shawarma-stríð í miðbæ Reykjavíkur

Yaman heldur því fram að hann hafi borgað Hlal út úr staðnum en síðan fyrir þremur árum hafi hann opnað Mandí við hlið hans staðar, stolið matseðlinum og selt réttina á lægra verði. Hlal segir þetta ekki rétt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×