Losun hafta ætti ekki að hafa áhrif á gengi krónunnar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 9. júní 2015 19:15 Gylfi Arnbjörnsson (t.v.) og Þorsteinn Víglundsson. Vísir Formaður ASÍ og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru sammála um að hægt verði að framkvæma áætlun um losun gjaldeyrishafta án þess að það hafi áhrif á gengi krónunnar. Þá sé áætlunin til þess fallin að styrkja nýgerða kjarasamninga og viðhalda stöðugleika.Léttir fyrir íslenskt atvinnulíf Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist mjög ánægður með áætlun stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta. Um sé að ræða risastórt hagsmunamál fyrir íslenskt samfélag enda sé það nær óhugsandi fyrir fyrirtæki í alþjóðlegri starfsemi að staðsetja sig innan gjaldeyrishafta. „Því fylgir gríðarlega mikið umfang og flækjustig,“ segir Þorsteinn. „Enda höfum við séð alltof mörg dæmi þess að fyrirtæki hafa valið að flytja starfsemi sína um set vegna gjaldeyrishaftanna. Og það er mikill léttir fyrir íslenskt atvinnulíf að það hylli nú undir lok þessa tímabils.“ Hann segir að áætlunin muni hafa jákvæð áhrif á nýgerða kjarasamninga, og þá sem eftir standa. Þá sérstaklega þar sem áhyggjur af áhrifum losunar hafta á gengi krónunnar geti verið talsvert minni en áður. „Og ætti þar af leiðandi að létta undir með kjaraviðræðum, og ekki síður að styrkja þá tiltrú manna að það verði hér kaupmáttaraukning á komandi misserum,“ segir Þorsteinn.Treysti forsendur til þess að ná stöðugleika Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tekur undir þetta. Hann segir að það eigi að vera hægt að losa um höftin án þess að það hafi áhrif á gengi krónunnar. „Ég held að þetta treysti forsendur þess að ná hér stöðugleika,“ segir Gylfi. „Vegna þess að það er alveg ljóst að það er forsenda þess, til dæmis í kjarasamningum, að ef gengið brestur, þá losni um kjarasamninga. Og útfærslan á þessu ætti að þýða það að til þess komi ekki.“ Tengdar fréttir Haftalosun í þremur liðum Oddvitar ríkisstjórnarinnar kynntu í gær aðgerðaáætlun um losun hafta. Lýtur að slitabúum gömlu bankanna, aflandskrónum og uppbyggingu raunhagkerfis. Heildarumfang aðgerðanna nemur 1.200 milljörðum króna. 9. júní 2015 07:00 Stöðugleikaskilyrði eða stöðugleikaskattur Aðeins tvær mögulegar leiðir gagnvart slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshaftanna. 9. júní 2015 07:00 Búið að ræða við kröfuhafa Stærstu kröfuhafar föllnu bankanna eru sáttir við þau stöðugleikaskilyrði sem kynnt voru í gær. Samningar langt komnir. Ólíklegt að nokkur velji að greiða stöðugleikaskattinn. Viljum þá leið, segir fjármálaráðherra. 9. júní 2015 05:00 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Formaður ASÍ og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru sammála um að hægt verði að framkvæma áætlun um losun gjaldeyrishafta án þess að það hafi áhrif á gengi krónunnar. Þá sé áætlunin til þess fallin að styrkja nýgerða kjarasamninga og viðhalda stöðugleika.Léttir fyrir íslenskt atvinnulíf Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist mjög ánægður með áætlun stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta. Um sé að ræða risastórt hagsmunamál fyrir íslenskt samfélag enda sé það nær óhugsandi fyrir fyrirtæki í alþjóðlegri starfsemi að staðsetja sig innan gjaldeyrishafta. „Því fylgir gríðarlega mikið umfang og flækjustig,“ segir Þorsteinn. „Enda höfum við séð alltof mörg dæmi þess að fyrirtæki hafa valið að flytja starfsemi sína um set vegna gjaldeyrishaftanna. Og það er mikill léttir fyrir íslenskt atvinnulíf að það hylli nú undir lok þessa tímabils.“ Hann segir að áætlunin muni hafa jákvæð áhrif á nýgerða kjarasamninga, og þá sem eftir standa. Þá sérstaklega þar sem áhyggjur af áhrifum losunar hafta á gengi krónunnar geti verið talsvert minni en áður. „Og ætti þar af leiðandi að létta undir með kjaraviðræðum, og ekki síður að styrkja þá tiltrú manna að það verði hér kaupmáttaraukning á komandi misserum,“ segir Þorsteinn.Treysti forsendur til þess að ná stöðugleika Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tekur undir þetta. Hann segir að það eigi að vera hægt að losa um höftin án þess að það hafi áhrif á gengi krónunnar. „Ég held að þetta treysti forsendur þess að ná hér stöðugleika,“ segir Gylfi. „Vegna þess að það er alveg ljóst að það er forsenda þess, til dæmis í kjarasamningum, að ef gengið brestur, þá losni um kjarasamninga. Og útfærslan á þessu ætti að þýða það að til þess komi ekki.“
Tengdar fréttir Haftalosun í þremur liðum Oddvitar ríkisstjórnarinnar kynntu í gær aðgerðaáætlun um losun hafta. Lýtur að slitabúum gömlu bankanna, aflandskrónum og uppbyggingu raunhagkerfis. Heildarumfang aðgerðanna nemur 1.200 milljörðum króna. 9. júní 2015 07:00 Stöðugleikaskilyrði eða stöðugleikaskattur Aðeins tvær mögulegar leiðir gagnvart slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshaftanna. 9. júní 2015 07:00 Búið að ræða við kröfuhafa Stærstu kröfuhafar föllnu bankanna eru sáttir við þau stöðugleikaskilyrði sem kynnt voru í gær. Samningar langt komnir. Ólíklegt að nokkur velji að greiða stöðugleikaskattinn. Viljum þá leið, segir fjármálaráðherra. 9. júní 2015 05:00 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Haftalosun í þremur liðum Oddvitar ríkisstjórnarinnar kynntu í gær aðgerðaáætlun um losun hafta. Lýtur að slitabúum gömlu bankanna, aflandskrónum og uppbyggingu raunhagkerfis. Heildarumfang aðgerðanna nemur 1.200 milljörðum króna. 9. júní 2015 07:00
Stöðugleikaskilyrði eða stöðugleikaskattur Aðeins tvær mögulegar leiðir gagnvart slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshaftanna. 9. júní 2015 07:00
Búið að ræða við kröfuhafa Stærstu kröfuhafar föllnu bankanna eru sáttir við þau stöðugleikaskilyrði sem kynnt voru í gær. Samningar langt komnir. Ólíklegt að nokkur velji að greiða stöðugleikaskattinn. Viljum þá leið, segir fjármálaráðherra. 9. júní 2015 05:00