Haftalosun í þremur liðum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 9. júní 2015 07:00 Mikil gleði ríkti hjá oddvitum ríkisstjórnarinnar og starfsfólki ráðuneytanna eftir kynninguna í gær. VÍSIR/GVA Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu í gær aðgerðaáætlun um losun hafta. Heildarumfang aðgerðanna nemur 1.200 milljörðum króna, en það sem lýtur að slitabúum gömlu bankanna nemur 900 milljörðum króna. Afgangurinn snýr að aflandskrónum. Aðgerðaáætlunin er þríþætt, eins og sjá má hér til hliðar, en með henni er ætlað að losa um gjaldeyrishöftin sem hafa verið við lýði í sjö ár. Stóru línurnar felast annars vegar í stöðugleikaskatti sem lagður verður á slitabúin hafi þau ekki náð nauðasamningum fyrir áramót. Skatturinn nemur 39 prósentum og tekur gildi 15. ágúst 2016 og þarf að hafa verið greiddur að fullu 31. ágúst sama ár. Vilji kröfuhafar komast hjá skattlagningu þurfa þeir að ná nauðasamningum sem uppfylla stöðugleikaskilyrði sem fram koma í lögum sem lögð voru fram á Alþingi í gær. Í skilyrðunum felst meðal annars að slitabúin þurfa að greiða stöðugleikaframlag og endurgreiða neyðarlán frá ríkinu. Stöðugleikaframlagið tekur tillit til framtíðarmatsbreytinga á innlendum eignum slitabúanna, en þær geta aukist um allt að 200 milljarða á næstu tveimur árum. Það hefði að óbreyttu veruleg neikvæð áhrif á greiðslujöfnuð. Ólíklegt er að til greiðslu skattsins komi því vilji kröfuhafanna stendur til að ná samningum. Skatturinn nemur samtals 850 milljörðum króna. Sigmundur Davíð sagði á kynningunni í gær að þessi mál gætu haft raunveruleg og mikil áhrif á daglegt líf fólks, enda eru upphæðirnar af þeirri stærðargráðu að verulegu máli skiptir fyrir ríkissjóð. Aflandskrónuvandi að upphæð 300 milljarðar króna verður leystur með einskiptisuppboði og endurfjárfestingu í innlendum fjármálagerningum. Í kynningunni kom fram að tíu fagfjárfestar eiga meirihluta aflandskrónanna, en gjaldeyrisuppboð Seðlabankans hefðu dregið verulega úr stærð aflandskrónuvandans sem nú væri 300 milljarðar í stað 600. Í þriðja lagi verður raunhagkerfið styrkt meðal annars með því að lífeyrissjóðunum gefst færi á að fjárfesta erlendis fyrir allt að tíu milljarða króna á ári. Gjaldeyrishöft Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu í gær aðgerðaáætlun um losun hafta. Heildarumfang aðgerðanna nemur 1.200 milljörðum króna, en það sem lýtur að slitabúum gömlu bankanna nemur 900 milljörðum króna. Afgangurinn snýr að aflandskrónum. Aðgerðaáætlunin er þríþætt, eins og sjá má hér til hliðar, en með henni er ætlað að losa um gjaldeyrishöftin sem hafa verið við lýði í sjö ár. Stóru línurnar felast annars vegar í stöðugleikaskatti sem lagður verður á slitabúin hafi þau ekki náð nauðasamningum fyrir áramót. Skatturinn nemur 39 prósentum og tekur gildi 15. ágúst 2016 og þarf að hafa verið greiddur að fullu 31. ágúst sama ár. Vilji kröfuhafar komast hjá skattlagningu þurfa þeir að ná nauðasamningum sem uppfylla stöðugleikaskilyrði sem fram koma í lögum sem lögð voru fram á Alþingi í gær. Í skilyrðunum felst meðal annars að slitabúin þurfa að greiða stöðugleikaframlag og endurgreiða neyðarlán frá ríkinu. Stöðugleikaframlagið tekur tillit til framtíðarmatsbreytinga á innlendum eignum slitabúanna, en þær geta aukist um allt að 200 milljarða á næstu tveimur árum. Það hefði að óbreyttu veruleg neikvæð áhrif á greiðslujöfnuð. Ólíklegt er að til greiðslu skattsins komi því vilji kröfuhafanna stendur til að ná samningum. Skatturinn nemur samtals 850 milljörðum króna. Sigmundur Davíð sagði á kynningunni í gær að þessi mál gætu haft raunveruleg og mikil áhrif á daglegt líf fólks, enda eru upphæðirnar af þeirri stærðargráðu að verulegu máli skiptir fyrir ríkissjóð. Aflandskrónuvandi að upphæð 300 milljarðar króna verður leystur með einskiptisuppboði og endurfjárfestingu í innlendum fjármálagerningum. Í kynningunni kom fram að tíu fagfjárfestar eiga meirihluta aflandskrónanna, en gjaldeyrisuppboð Seðlabankans hefðu dregið verulega úr stærð aflandskrónuvandans sem nú væri 300 milljarðar í stað 600. Í þriðja lagi verður raunhagkerfið styrkt meðal annars með því að lífeyrissjóðunum gefst færi á að fjárfesta erlendis fyrir allt að tíu milljarða króna á ári.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira