Losun hafta ætti ekki að hafa áhrif á gengi krónunnar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 9. júní 2015 19:15 Gylfi Arnbjörnsson (t.v.) og Þorsteinn Víglundsson. Vísir Formaður ASÍ og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru sammála um að hægt verði að framkvæma áætlun um losun gjaldeyrishafta án þess að það hafi áhrif á gengi krónunnar. Þá sé áætlunin til þess fallin að styrkja nýgerða kjarasamninga og viðhalda stöðugleika.Léttir fyrir íslenskt atvinnulíf Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist mjög ánægður með áætlun stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta. Um sé að ræða risastórt hagsmunamál fyrir íslenskt samfélag enda sé það nær óhugsandi fyrir fyrirtæki í alþjóðlegri starfsemi að staðsetja sig innan gjaldeyrishafta. „Því fylgir gríðarlega mikið umfang og flækjustig,“ segir Þorsteinn. „Enda höfum við séð alltof mörg dæmi þess að fyrirtæki hafa valið að flytja starfsemi sína um set vegna gjaldeyrishaftanna. Og það er mikill léttir fyrir íslenskt atvinnulíf að það hylli nú undir lok þessa tímabils.“ Hann segir að áætlunin muni hafa jákvæð áhrif á nýgerða kjarasamninga, og þá sem eftir standa. Þá sérstaklega þar sem áhyggjur af áhrifum losunar hafta á gengi krónunnar geti verið talsvert minni en áður. „Og ætti þar af leiðandi að létta undir með kjaraviðræðum, og ekki síður að styrkja þá tiltrú manna að það verði hér kaupmáttaraukning á komandi misserum,“ segir Þorsteinn.Treysti forsendur til þess að ná stöðugleika Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tekur undir þetta. Hann segir að það eigi að vera hægt að losa um höftin án þess að það hafi áhrif á gengi krónunnar. „Ég held að þetta treysti forsendur þess að ná hér stöðugleika,“ segir Gylfi. „Vegna þess að það er alveg ljóst að það er forsenda þess, til dæmis í kjarasamningum, að ef gengið brestur, þá losni um kjarasamninga. Og útfærslan á þessu ætti að þýða það að til þess komi ekki.“ Tengdar fréttir Haftalosun í þremur liðum Oddvitar ríkisstjórnarinnar kynntu í gær aðgerðaáætlun um losun hafta. Lýtur að slitabúum gömlu bankanna, aflandskrónum og uppbyggingu raunhagkerfis. Heildarumfang aðgerðanna nemur 1.200 milljörðum króna. 9. júní 2015 07:00 Stöðugleikaskilyrði eða stöðugleikaskattur Aðeins tvær mögulegar leiðir gagnvart slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshaftanna. 9. júní 2015 07:00 Búið að ræða við kröfuhafa Stærstu kröfuhafar föllnu bankanna eru sáttir við þau stöðugleikaskilyrði sem kynnt voru í gær. Samningar langt komnir. Ólíklegt að nokkur velji að greiða stöðugleikaskattinn. Viljum þá leið, segir fjármálaráðherra. 9. júní 2015 05:00 Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Formaður ASÍ og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru sammála um að hægt verði að framkvæma áætlun um losun gjaldeyrishafta án þess að það hafi áhrif á gengi krónunnar. Þá sé áætlunin til þess fallin að styrkja nýgerða kjarasamninga og viðhalda stöðugleika.Léttir fyrir íslenskt atvinnulíf Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist mjög ánægður með áætlun stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta. Um sé að ræða risastórt hagsmunamál fyrir íslenskt samfélag enda sé það nær óhugsandi fyrir fyrirtæki í alþjóðlegri starfsemi að staðsetja sig innan gjaldeyrishafta. „Því fylgir gríðarlega mikið umfang og flækjustig,“ segir Þorsteinn. „Enda höfum við séð alltof mörg dæmi þess að fyrirtæki hafa valið að flytja starfsemi sína um set vegna gjaldeyrishaftanna. Og það er mikill léttir fyrir íslenskt atvinnulíf að það hylli nú undir lok þessa tímabils.“ Hann segir að áætlunin muni hafa jákvæð áhrif á nýgerða kjarasamninga, og þá sem eftir standa. Þá sérstaklega þar sem áhyggjur af áhrifum losunar hafta á gengi krónunnar geti verið talsvert minni en áður. „Og ætti þar af leiðandi að létta undir með kjaraviðræðum, og ekki síður að styrkja þá tiltrú manna að það verði hér kaupmáttaraukning á komandi misserum,“ segir Þorsteinn.Treysti forsendur til þess að ná stöðugleika Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tekur undir þetta. Hann segir að það eigi að vera hægt að losa um höftin án þess að það hafi áhrif á gengi krónunnar. „Ég held að þetta treysti forsendur þess að ná hér stöðugleika,“ segir Gylfi. „Vegna þess að það er alveg ljóst að það er forsenda þess, til dæmis í kjarasamningum, að ef gengið brestur, þá losni um kjarasamninga. Og útfærslan á þessu ætti að þýða það að til þess komi ekki.“
Tengdar fréttir Haftalosun í þremur liðum Oddvitar ríkisstjórnarinnar kynntu í gær aðgerðaáætlun um losun hafta. Lýtur að slitabúum gömlu bankanna, aflandskrónum og uppbyggingu raunhagkerfis. Heildarumfang aðgerðanna nemur 1.200 milljörðum króna. 9. júní 2015 07:00 Stöðugleikaskilyrði eða stöðugleikaskattur Aðeins tvær mögulegar leiðir gagnvart slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshaftanna. 9. júní 2015 07:00 Búið að ræða við kröfuhafa Stærstu kröfuhafar föllnu bankanna eru sáttir við þau stöðugleikaskilyrði sem kynnt voru í gær. Samningar langt komnir. Ólíklegt að nokkur velji að greiða stöðugleikaskattinn. Viljum þá leið, segir fjármálaráðherra. 9. júní 2015 05:00 Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Haftalosun í þremur liðum Oddvitar ríkisstjórnarinnar kynntu í gær aðgerðaáætlun um losun hafta. Lýtur að slitabúum gömlu bankanna, aflandskrónum og uppbyggingu raunhagkerfis. Heildarumfang aðgerðanna nemur 1.200 milljörðum króna. 9. júní 2015 07:00
Stöðugleikaskilyrði eða stöðugleikaskattur Aðeins tvær mögulegar leiðir gagnvart slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshaftanna. 9. júní 2015 07:00
Búið að ræða við kröfuhafa Stærstu kröfuhafar föllnu bankanna eru sáttir við þau stöðugleikaskilyrði sem kynnt voru í gær. Samningar langt komnir. Ólíklegt að nokkur velji að greiða stöðugleikaskattinn. Viljum þá leið, segir fjármálaráðherra. 9. júní 2015 05:00
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent