Innkalla 34 milljónir bíla vegna Takata öryggispúða Finnur Thorlacius skrifar 20. maí 2015 09:41 Innkallanir tvöfölduðust í gær vegna gallans í öryggispúðum frá Takata. Enn fjölgar þeim bílum sem innkallaðir eru vegna galla í öryggispúðum framleiddum af japanska framleiðandanum Takata. Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NHTSA og Takata hafa nú tilkynnt um innköllun 17 milljóna bíla til viðbótar þeim 17 milljónum bíla sem þegar hafa verið innkallaðir. Aldrei fyrr hafa verið innkallaðir svo margir bílar í einu áður. Öryggispúðar frá Takata er að finna í bílum fjölmargra bílaframleiðenda, meðal annars Nissan, Toyota, Honda, Daihatsu, BMW, Ford, Lexus, Mitsubishi og Subaru. Gallinn í öryggispúðum Takata getur orðið til þess að púðarnir springi út án nokkurs fyrirvara. Ástæða þessa er ónóg rakavörn og þar sem raki kemst að púðunum skemmir hann búnaðinn. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent
Enn fjölgar þeim bílum sem innkallaðir eru vegna galla í öryggispúðum framleiddum af japanska framleiðandanum Takata. Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NHTSA og Takata hafa nú tilkynnt um innköllun 17 milljóna bíla til viðbótar þeim 17 milljónum bíla sem þegar hafa verið innkallaðir. Aldrei fyrr hafa verið innkallaðir svo margir bílar í einu áður. Öryggispúðar frá Takata er að finna í bílum fjölmargra bílaframleiðenda, meðal annars Nissan, Toyota, Honda, Daihatsu, BMW, Ford, Lexus, Mitsubishi og Subaru. Gallinn í öryggispúðum Takata getur orðið til þess að púðarnir springi út án nokkurs fyrirvara. Ástæða þessa er ónóg rakavörn og þar sem raki kemst að púðunum skemmir hann búnaðinn.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent