Össur kynnir gervifætur stýrða með hugarafli ingvar haraldsson skrifar 20. maí 2015 13:10 Hinir nýju gervifætur frá Össuri. mynd/össur Össur hefur þróað nýja tækni sem gera mun fólki með gervifætur kleift að stýra með hugarafli. Össur segist vera fyrsta fyrirtækið í heiminum til að kynna þessa tækni fyrir neðri útlimi. Tveir Íslendingar með gervifætur hafa verið með hana í prófun í rúmt ár og munu prófanir halda áfram. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir að nýjungin sé „mikilvægt tæknilegt framfaraskref og fánaberi næstu kynslóðar af gervigreindartækni.“ „Með því að aðlagast ekki aðeins meðvituðum hreyfingum notandans heldur einnig ómeðvituðum hreyfingum hans erum við nær því en nokkru sinni fyrr að búa til gervifætur sem starfa algerlega með notandanum og eru nær fullkomin framlenging á þeim sem misst hafa útlim.“Tveir Íslendingar fyrstir til að prófa tæknina Að sögn Þorvaldar Ingvarssonar, doktors í bæklunarskurðlækningum og framkvæmdastjóra þróunarsviðs Össurar, byrja hreyfingar hjá ófötluðum í undirmeðvitundinni sem sendir taugaboð í réttan líkamshluta og virkjar viðeigandi vöðva til að hreyfast. Tækninýjungin frá Össuri líkir eftir þessu ferli hjá aflimuðum nema að hjá þeim enda taugaboðin í IMES nemanum sem í kjölfarið sendir þau rakleiðis áfram í gervifótinn.Hér má sjá hvernig hin nýja tækni Össurar virkar.mynd/össur„Tæknin gerir það að verkum að upplifun notandans verður næmari og samhæfðari. Niðurstaðan er sú að notandinn getur hreyft gervifótinn samstundis hvernig sem hann vill. Notandinn þarf ekki að hugsa sérstaklega um að hann ætli sér að hreyfa gervifótinn því ósjálfráðu viðbrögðum líkamans er sjálfkrafa breytt í rafboð sem stjórna gervifætinum,“ segir Þorvaldur. „Össur er leiðandi fyrirtæki í þróun og framleiðslu gervifóta og stoðtækja á heimsvísu og við verjum miklu af tíma og fjármunum fyrirtækisins til nýsköpunar. Við erum staðráðin í því að leita stöðugt nýrra uppgötvana til að hjálpa fleirum að njóta lífsins án takmarkana.“ Össur segir að í tækninni felst að sérstökum nema (e. surgically implanted myoelectric sensor, IMES) er komið fyrir í vöðva og tekur neminn við taugaboðum frá heila og sendir samstundis áfram í gervifótinn sem framkvæmir hreyfinguna sem notandinn hafði ómeðvitað hugsað sér að framkvæma. Neminn tengist við nýjustu gervifætur Össurar sem eru með gervigreind (e. bionic prosthesis), þ.e. þeir eru „snjallir“ og geta aðlagast göngulagi og -hraða notandans en krefjast enn meðvitaðrar hugsunar af hálfu notandans. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Össur hefur þróað nýja tækni sem gera mun fólki með gervifætur kleift að stýra með hugarafli. Össur segist vera fyrsta fyrirtækið í heiminum til að kynna þessa tækni fyrir neðri útlimi. Tveir Íslendingar með gervifætur hafa verið með hana í prófun í rúmt ár og munu prófanir halda áfram. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir að nýjungin sé „mikilvægt tæknilegt framfaraskref og fánaberi næstu kynslóðar af gervigreindartækni.“ „Með því að aðlagast ekki aðeins meðvituðum hreyfingum notandans heldur einnig ómeðvituðum hreyfingum hans erum við nær því en nokkru sinni fyrr að búa til gervifætur sem starfa algerlega með notandanum og eru nær fullkomin framlenging á þeim sem misst hafa útlim.“Tveir Íslendingar fyrstir til að prófa tæknina Að sögn Þorvaldar Ingvarssonar, doktors í bæklunarskurðlækningum og framkvæmdastjóra þróunarsviðs Össurar, byrja hreyfingar hjá ófötluðum í undirmeðvitundinni sem sendir taugaboð í réttan líkamshluta og virkjar viðeigandi vöðva til að hreyfast. Tækninýjungin frá Össuri líkir eftir þessu ferli hjá aflimuðum nema að hjá þeim enda taugaboðin í IMES nemanum sem í kjölfarið sendir þau rakleiðis áfram í gervifótinn.Hér má sjá hvernig hin nýja tækni Össurar virkar.mynd/össur„Tæknin gerir það að verkum að upplifun notandans verður næmari og samhæfðari. Niðurstaðan er sú að notandinn getur hreyft gervifótinn samstundis hvernig sem hann vill. Notandinn þarf ekki að hugsa sérstaklega um að hann ætli sér að hreyfa gervifótinn því ósjálfráðu viðbrögðum líkamans er sjálfkrafa breytt í rafboð sem stjórna gervifætinum,“ segir Þorvaldur. „Össur er leiðandi fyrirtæki í þróun og framleiðslu gervifóta og stoðtækja á heimsvísu og við verjum miklu af tíma og fjármunum fyrirtækisins til nýsköpunar. Við erum staðráðin í því að leita stöðugt nýrra uppgötvana til að hjálpa fleirum að njóta lífsins án takmarkana.“ Össur segir að í tækninni felst að sérstökum nema (e. surgically implanted myoelectric sensor, IMES) er komið fyrir í vöðva og tekur neminn við taugaboðum frá heila og sendir samstundis áfram í gervifótinn sem framkvæmir hreyfinguna sem notandinn hafði ómeðvitað hugsað sér að framkvæma. Neminn tengist við nýjustu gervifætur Össurar sem eru með gervigreind (e. bionic prosthesis), þ.e. þeir eru „snjallir“ og geta aðlagast göngulagi og -hraða notandans en krefjast enn meðvitaðrar hugsunar af hálfu notandans.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun