Innlent

Bátur dreginn í höfn eftir að hafa fengið í skrúfuna

Atli Ísleifsson skrifar
Björgunarbáturinn Fiskaklettur kemur með bilaða bátinn í Hafnarfjarðarhöfn.
Björgunarbáturinn Fiskaklettur kemur með bilaða bátinn í Hafnarfjarðarhöfn. Mynd/Kolbeinn Guðmundsson
Björgunarbáturinn Fiskaklettur í Hafnarfirði var kallaður út af af Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vegna báts sem fékk í skrúfuna skammt frá landi klukkan 10:35 í morgun.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að vel hafi gengið að komast að bátnum og var hann tekinn í tog og dreginn til hafnar í Hafnarfirði. Var hann kominn þangað um hádegisbil.

„Ekki var talin bráð hætta á ferðum þar sem vindur stóð af landi og engin hætta á að bátinn ræki í land.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×