Innlent

Flúði undan lögreglu og ók margsinnis yfir á rauðu

Samúel Karl Ólason skrifar
Samkvæmt dagbók lögreglunnar ók maðurinn ítrekað yfir á rauðu ljósi á meðan eftirförinni stóð.
Samkvæmt dagbók lögreglunnar ók maðurinn ítrekað yfir á rauðu ljósi á meðan eftirförinni stóð. Vísir/GEtty
Þegar lögreglumenn ætluðu að reyna að stöðva bíl á Sæbraut um eitt í nótt, sinnti ökumaðurinn ekki merkjum lögreglu. Við það hófst eftirför sem endaði í Vogahverfi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Samkvæmt dagbók lögreglunnar ók maðurinn ítrekað yfir á rauðu ljósi á meðan eftirförinni stóð. Þegar hann hafði verið stöðvaður fór hann ekki að fyrirmælum lögreglu og neitaði að segja til nafns. Hann var vistaður í fangageymslu að lokinni skýrslutöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×