Innlent

Hundrað þúsund máltíðir í ruslið fáist ekki leyfi til slátrunar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Síld og fiskur hefur ekki viljað samþykkja skilmála Dýralæknafélags Íslands til að fá undanþágu til slátrunar.
Síld og fiskur hefur ekki viljað samþykkja skilmála Dýralæknafélags Íslands til að fá undanþágu til slátrunar. Vísir/GVA
Svínaræktandinn Síld og fiskur segist ætla að aflífa hundruð grísa og henda kjöti sem myndi duga í um það bil hundrað þúsund máltíðir, fái fyrirtækið ekki undanþágu til slátrunar í dag.

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ástandið á búinu orðið mjög slæmt og að ekki verði beðið lengur með slátrun. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Fyrirtækið hefur ekki viljað gangast við skilmálum Dýralæknafélagsins að skila inn yfirlýsingu um að kjöt fari ekki á markað, gegn því að undanþága til slátrunar sé veitt.

Sigríður Gísladóttir, formaður dýralækna segir í samtali við blaðið að fyrirtækið hafi farið fram af hörku í málinu og gerir hún ráð fyrir því að undanþágubeiðninni verði hafnað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×