Ákærður fyrir skattsvik og fjárdrátt: Kjúklingur, bensín og spariföt á reikning fyrirtækisins ingvar haraldsson skrifar 18. maí 2015 13:31 Hinn ákærði er sagður hafa keypt bensín og skyndibita, þar á meðal hjá KFC og Dominos, fyrir mörg hundruð þúsund krónur á sjö mánaða tímabili með debetkorti fyrirtækis sem hann var stjórnarmaður og prókúruhafi í. vísir Sérstakur saksóknari hefur ákært karlmann á fimmtugsaldri fyrir fjárdrátt, víðtæk skattalagabrot, brot á almennum hegningalögum og lögum um bókhald. Manninum er gefið að sök að hafa tekið fimmtán milljónir króna út af reikningum fyrirtækisins Dos Toros og nýtt til persónulegra nota á tímabilinu október 2010 til apríl 2011. Hinn ákærði var var bæði stjórnarmaður og prókúruhafi í félaginu.Keypti, mat, fatnað og skyndibita fyrir mörg hundruð þúsund Samkvæmt ákærunni á maðurinn að hafa tekið út reiðufé, millifært eða látið aðra millifæra alls 12,4 miljónir króna út af reikningi félagsins til persónulegra eða annarra nota sem ekki tengdust rekstri félagsins. Dos Toros var lýst gjaldþrota í árslok 2011 en skiptum í þrotabúi félagsins er ekki lokið.Manninum er gefið að sök að hafa nýtt debetkort félagsins til persónulegra nota. Þar á meðal verslað í Herragarðinum fyrir tæplega 200 þúsund krónur.vísir/vilhelmÞá er honum gefið að sök að greitt fyrir hinar ýmsu vörur sem nýttar voru til persónulegra nota með debetkorti skráð á reikning Dos Toros frá október 2010 til apríl 2011, alls að upphæð 2,78 milljónir króna. Stærstur hluti debetkortafærslnanna fólust í að kaupum á bensíni, fatnaði og mat, einkum skyndibita. Alls voru færslurnar 462 á sjö mánaða tímabili samkvæmt ákærunni en stærsta einstaka færslan var í Herragarðinum að upphæð tæplega 200 þúsund krónur.Selt hluti félags sem aldrei fékk greiðsluna Hinn ákærði er sakaður um að hafa komið milljónunum fimmtán á reikning Dos Toros með saknæmu athæfi. Þannig hafi hinn ákærði selt búnað og tæki sem voru skráð á annað félag sem hann var stjórnarmaður og prókúruhafi, Álstál ehf. Sölufjárhæðin var, samkvæmt ákærunni, aldrei lögð inn á reikning Álstáls heldur fór beint inn á reikninga Dos Toros. Það fé er hinn ákærði sagður hafa nýtt í eigin þágu eins og áður sagði. Álstál var lýst gjaldþrota í október 2011 en ekkert fékkst upp í lýstar kröfur.Maðurinn er sagður hafa gefið út tilhæfulausa reikninga sem valdið hafi því að Ríkisskattstjóri lagði 4,9 milljónir króna inn á reikning Dos Toros.vísir/anton brinkSagður hafa blekkt Ríkisskattstjóra Manninum er einnig gefið að sök að hafa breytta færslum í færsludagbók sem tilheyrði bókhaldi Dos Toros. Þá á hann einnig að hafa gefið út tvo tilhæfulausa reikninga á Álstál, upp á samtals 26 milljónir króna en þar af hafi virðisaukaskattur numið 6,78 milljónum króna. Með því hafi hinn ákærði komið sér undan 1,9 milljóna króna greiðslu virðisaukaskatts. Í kjölfarið hafi hann fengið Ríkisskattstjóra til að samþykkja greiðslu á mismuni innskattar og útskattar sem nam um 4,9 milljónum króna. Upphæðin hafi verið lögð inn á reikning Dos Toros. Þaðan hafi fengist afgangurinn af 15 milljónunum sem hinn ákærði er sagður hafa nýtt til persónulegra nota. Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa brotið bókhaldslög með því að varðveita ekki bókhaldsgögn um fyrirtækið á árunum 2010 og 2011. Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur ákært karlmann á fimmtugsaldri fyrir fjárdrátt, víðtæk skattalagabrot, brot á almennum hegningalögum og lögum um bókhald. Manninum er gefið að sök að hafa tekið fimmtán milljónir króna út af reikningum fyrirtækisins Dos Toros og nýtt til persónulegra nota á tímabilinu október 2010 til apríl 2011. Hinn ákærði var var bæði stjórnarmaður og prókúruhafi í félaginu.Keypti, mat, fatnað og skyndibita fyrir mörg hundruð þúsund Samkvæmt ákærunni á maðurinn að hafa tekið út reiðufé, millifært eða látið aðra millifæra alls 12,4 miljónir króna út af reikningi félagsins til persónulegra eða annarra nota sem ekki tengdust rekstri félagsins. Dos Toros var lýst gjaldþrota í árslok 2011 en skiptum í þrotabúi félagsins er ekki lokið.Manninum er gefið að sök að hafa nýtt debetkort félagsins til persónulegra nota. Þar á meðal verslað í Herragarðinum fyrir tæplega 200 þúsund krónur.vísir/vilhelmÞá er honum gefið að sök að greitt fyrir hinar ýmsu vörur sem nýttar voru til persónulegra nota með debetkorti skráð á reikning Dos Toros frá október 2010 til apríl 2011, alls að upphæð 2,78 milljónir króna. Stærstur hluti debetkortafærslnanna fólust í að kaupum á bensíni, fatnaði og mat, einkum skyndibita. Alls voru færslurnar 462 á sjö mánaða tímabili samkvæmt ákærunni en stærsta einstaka færslan var í Herragarðinum að upphæð tæplega 200 þúsund krónur.Selt hluti félags sem aldrei fékk greiðsluna Hinn ákærði er sakaður um að hafa komið milljónunum fimmtán á reikning Dos Toros með saknæmu athæfi. Þannig hafi hinn ákærði selt búnað og tæki sem voru skráð á annað félag sem hann var stjórnarmaður og prókúruhafi, Álstál ehf. Sölufjárhæðin var, samkvæmt ákærunni, aldrei lögð inn á reikning Álstáls heldur fór beint inn á reikninga Dos Toros. Það fé er hinn ákærði sagður hafa nýtt í eigin þágu eins og áður sagði. Álstál var lýst gjaldþrota í október 2011 en ekkert fékkst upp í lýstar kröfur.Maðurinn er sagður hafa gefið út tilhæfulausa reikninga sem valdið hafi því að Ríkisskattstjóri lagði 4,9 milljónir króna inn á reikning Dos Toros.vísir/anton brinkSagður hafa blekkt Ríkisskattstjóra Manninum er einnig gefið að sök að hafa breytta færslum í færsludagbók sem tilheyrði bókhaldi Dos Toros. Þá á hann einnig að hafa gefið út tvo tilhæfulausa reikninga á Álstál, upp á samtals 26 milljónir króna en þar af hafi virðisaukaskattur numið 6,78 milljónum króna. Með því hafi hinn ákærði komið sér undan 1,9 milljóna króna greiðslu virðisaukaskatts. Í kjölfarið hafi hann fengið Ríkisskattstjóra til að samþykkja greiðslu á mismuni innskattar og útskattar sem nam um 4,9 milljónum króna. Upphæðin hafi verið lögð inn á reikning Dos Toros. Þaðan hafi fengist afgangurinn af 15 milljónunum sem hinn ákærði er sagður hafa nýtt til persónulegra nota. Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa brotið bókhaldslög með því að varðveita ekki bókhaldsgögn um fyrirtækið á árunum 2010 og 2011.
Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Sjá meira