Ákærður fyrir skattsvik og fjárdrátt: Kjúklingur, bensín og spariföt á reikning fyrirtækisins ingvar haraldsson skrifar 18. maí 2015 13:31 Hinn ákærði er sagður hafa keypt bensín og skyndibita, þar á meðal hjá KFC og Dominos, fyrir mörg hundruð þúsund krónur á sjö mánaða tímabili með debetkorti fyrirtækis sem hann var stjórnarmaður og prókúruhafi í. vísir Sérstakur saksóknari hefur ákært karlmann á fimmtugsaldri fyrir fjárdrátt, víðtæk skattalagabrot, brot á almennum hegningalögum og lögum um bókhald. Manninum er gefið að sök að hafa tekið fimmtán milljónir króna út af reikningum fyrirtækisins Dos Toros og nýtt til persónulegra nota á tímabilinu október 2010 til apríl 2011. Hinn ákærði var var bæði stjórnarmaður og prókúruhafi í félaginu.Keypti, mat, fatnað og skyndibita fyrir mörg hundruð þúsund Samkvæmt ákærunni á maðurinn að hafa tekið út reiðufé, millifært eða látið aðra millifæra alls 12,4 miljónir króna út af reikningi félagsins til persónulegra eða annarra nota sem ekki tengdust rekstri félagsins. Dos Toros var lýst gjaldþrota í árslok 2011 en skiptum í þrotabúi félagsins er ekki lokið.Manninum er gefið að sök að hafa nýtt debetkort félagsins til persónulegra nota. Þar á meðal verslað í Herragarðinum fyrir tæplega 200 þúsund krónur.vísir/vilhelmÞá er honum gefið að sök að greitt fyrir hinar ýmsu vörur sem nýttar voru til persónulegra nota með debetkorti skráð á reikning Dos Toros frá október 2010 til apríl 2011, alls að upphæð 2,78 milljónir króna. Stærstur hluti debetkortafærslnanna fólust í að kaupum á bensíni, fatnaði og mat, einkum skyndibita. Alls voru færslurnar 462 á sjö mánaða tímabili samkvæmt ákærunni en stærsta einstaka færslan var í Herragarðinum að upphæð tæplega 200 þúsund krónur.Selt hluti félags sem aldrei fékk greiðsluna Hinn ákærði er sakaður um að hafa komið milljónunum fimmtán á reikning Dos Toros með saknæmu athæfi. Þannig hafi hinn ákærði selt búnað og tæki sem voru skráð á annað félag sem hann var stjórnarmaður og prókúruhafi, Álstál ehf. Sölufjárhæðin var, samkvæmt ákærunni, aldrei lögð inn á reikning Álstáls heldur fór beint inn á reikninga Dos Toros. Það fé er hinn ákærði sagður hafa nýtt í eigin þágu eins og áður sagði. Álstál var lýst gjaldþrota í október 2011 en ekkert fékkst upp í lýstar kröfur.Maðurinn er sagður hafa gefið út tilhæfulausa reikninga sem valdið hafi því að Ríkisskattstjóri lagði 4,9 milljónir króna inn á reikning Dos Toros.vísir/anton brinkSagður hafa blekkt Ríkisskattstjóra Manninum er einnig gefið að sök að hafa breytta færslum í færsludagbók sem tilheyrði bókhaldi Dos Toros. Þá á hann einnig að hafa gefið út tvo tilhæfulausa reikninga á Álstál, upp á samtals 26 milljónir króna en þar af hafi virðisaukaskattur numið 6,78 milljónum króna. Með því hafi hinn ákærði komið sér undan 1,9 milljóna króna greiðslu virðisaukaskatts. Í kjölfarið hafi hann fengið Ríkisskattstjóra til að samþykkja greiðslu á mismuni innskattar og útskattar sem nam um 4,9 milljónum króna. Upphæðin hafi verið lögð inn á reikning Dos Toros. Þaðan hafi fengist afgangurinn af 15 milljónunum sem hinn ákærði er sagður hafa nýtt til persónulegra nota. Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa brotið bókhaldslög með því að varðveita ekki bókhaldsgögn um fyrirtækið á árunum 2010 og 2011. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur ákært karlmann á fimmtugsaldri fyrir fjárdrátt, víðtæk skattalagabrot, brot á almennum hegningalögum og lögum um bókhald. Manninum er gefið að sök að hafa tekið fimmtán milljónir króna út af reikningum fyrirtækisins Dos Toros og nýtt til persónulegra nota á tímabilinu október 2010 til apríl 2011. Hinn ákærði var var bæði stjórnarmaður og prókúruhafi í félaginu.Keypti, mat, fatnað og skyndibita fyrir mörg hundruð þúsund Samkvæmt ákærunni á maðurinn að hafa tekið út reiðufé, millifært eða látið aðra millifæra alls 12,4 miljónir króna út af reikningi félagsins til persónulegra eða annarra nota sem ekki tengdust rekstri félagsins. Dos Toros var lýst gjaldþrota í árslok 2011 en skiptum í þrotabúi félagsins er ekki lokið.Manninum er gefið að sök að hafa nýtt debetkort félagsins til persónulegra nota. Þar á meðal verslað í Herragarðinum fyrir tæplega 200 þúsund krónur.vísir/vilhelmÞá er honum gefið að sök að greitt fyrir hinar ýmsu vörur sem nýttar voru til persónulegra nota með debetkorti skráð á reikning Dos Toros frá október 2010 til apríl 2011, alls að upphæð 2,78 milljónir króna. Stærstur hluti debetkortafærslnanna fólust í að kaupum á bensíni, fatnaði og mat, einkum skyndibita. Alls voru færslurnar 462 á sjö mánaða tímabili samkvæmt ákærunni en stærsta einstaka færslan var í Herragarðinum að upphæð tæplega 200 þúsund krónur.Selt hluti félags sem aldrei fékk greiðsluna Hinn ákærði er sakaður um að hafa komið milljónunum fimmtán á reikning Dos Toros með saknæmu athæfi. Þannig hafi hinn ákærði selt búnað og tæki sem voru skráð á annað félag sem hann var stjórnarmaður og prókúruhafi, Álstál ehf. Sölufjárhæðin var, samkvæmt ákærunni, aldrei lögð inn á reikning Álstáls heldur fór beint inn á reikninga Dos Toros. Það fé er hinn ákærði sagður hafa nýtt í eigin þágu eins og áður sagði. Álstál var lýst gjaldþrota í október 2011 en ekkert fékkst upp í lýstar kröfur.Maðurinn er sagður hafa gefið út tilhæfulausa reikninga sem valdið hafi því að Ríkisskattstjóri lagði 4,9 milljónir króna inn á reikning Dos Toros.vísir/anton brinkSagður hafa blekkt Ríkisskattstjóra Manninum er einnig gefið að sök að hafa breytta færslum í færsludagbók sem tilheyrði bókhaldi Dos Toros. Þá á hann einnig að hafa gefið út tvo tilhæfulausa reikninga á Álstál, upp á samtals 26 milljónir króna en þar af hafi virðisaukaskattur numið 6,78 milljónum króna. Með því hafi hinn ákærði komið sér undan 1,9 milljóna króna greiðslu virðisaukaskatts. Í kjölfarið hafi hann fengið Ríkisskattstjóra til að samþykkja greiðslu á mismuni innskattar og útskattar sem nam um 4,9 milljónum króna. Upphæðin hafi verið lögð inn á reikning Dos Toros. Þaðan hafi fengist afgangurinn af 15 milljónunum sem hinn ákærði er sagður hafa nýtt til persónulegra nota. Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa brotið bókhaldslög með því að varðveita ekki bókhaldsgögn um fyrirtækið á árunum 2010 og 2011.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira