Ákærður fyrir skattsvik og fjárdrátt: Kjúklingur, bensín og spariföt á reikning fyrirtækisins ingvar haraldsson skrifar 18. maí 2015 13:31 Hinn ákærði er sagður hafa keypt bensín og skyndibita, þar á meðal hjá KFC og Dominos, fyrir mörg hundruð þúsund krónur á sjö mánaða tímabili með debetkorti fyrirtækis sem hann var stjórnarmaður og prókúruhafi í. vísir Sérstakur saksóknari hefur ákært karlmann á fimmtugsaldri fyrir fjárdrátt, víðtæk skattalagabrot, brot á almennum hegningalögum og lögum um bókhald. Manninum er gefið að sök að hafa tekið fimmtán milljónir króna út af reikningum fyrirtækisins Dos Toros og nýtt til persónulegra nota á tímabilinu október 2010 til apríl 2011. Hinn ákærði var var bæði stjórnarmaður og prókúruhafi í félaginu.Keypti, mat, fatnað og skyndibita fyrir mörg hundruð þúsund Samkvæmt ákærunni á maðurinn að hafa tekið út reiðufé, millifært eða látið aðra millifæra alls 12,4 miljónir króna út af reikningi félagsins til persónulegra eða annarra nota sem ekki tengdust rekstri félagsins. Dos Toros var lýst gjaldþrota í árslok 2011 en skiptum í þrotabúi félagsins er ekki lokið.Manninum er gefið að sök að hafa nýtt debetkort félagsins til persónulegra nota. Þar á meðal verslað í Herragarðinum fyrir tæplega 200 þúsund krónur.vísir/vilhelmÞá er honum gefið að sök að greitt fyrir hinar ýmsu vörur sem nýttar voru til persónulegra nota með debetkorti skráð á reikning Dos Toros frá október 2010 til apríl 2011, alls að upphæð 2,78 milljónir króna. Stærstur hluti debetkortafærslnanna fólust í að kaupum á bensíni, fatnaði og mat, einkum skyndibita. Alls voru færslurnar 462 á sjö mánaða tímabili samkvæmt ákærunni en stærsta einstaka færslan var í Herragarðinum að upphæð tæplega 200 þúsund krónur.Selt hluti félags sem aldrei fékk greiðsluna Hinn ákærði er sakaður um að hafa komið milljónunum fimmtán á reikning Dos Toros með saknæmu athæfi. Þannig hafi hinn ákærði selt búnað og tæki sem voru skráð á annað félag sem hann var stjórnarmaður og prókúruhafi, Álstál ehf. Sölufjárhæðin var, samkvæmt ákærunni, aldrei lögð inn á reikning Álstáls heldur fór beint inn á reikninga Dos Toros. Það fé er hinn ákærði sagður hafa nýtt í eigin þágu eins og áður sagði. Álstál var lýst gjaldþrota í október 2011 en ekkert fékkst upp í lýstar kröfur.Maðurinn er sagður hafa gefið út tilhæfulausa reikninga sem valdið hafi því að Ríkisskattstjóri lagði 4,9 milljónir króna inn á reikning Dos Toros.vísir/anton brinkSagður hafa blekkt Ríkisskattstjóra Manninum er einnig gefið að sök að hafa breytta færslum í færsludagbók sem tilheyrði bókhaldi Dos Toros. Þá á hann einnig að hafa gefið út tvo tilhæfulausa reikninga á Álstál, upp á samtals 26 milljónir króna en þar af hafi virðisaukaskattur numið 6,78 milljónum króna. Með því hafi hinn ákærði komið sér undan 1,9 milljóna króna greiðslu virðisaukaskatts. Í kjölfarið hafi hann fengið Ríkisskattstjóra til að samþykkja greiðslu á mismuni innskattar og útskattar sem nam um 4,9 milljónum króna. Upphæðin hafi verið lögð inn á reikning Dos Toros. Þaðan hafi fengist afgangurinn af 15 milljónunum sem hinn ákærði er sagður hafa nýtt til persónulegra nota. Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa brotið bókhaldslög með því að varðveita ekki bókhaldsgögn um fyrirtækið á árunum 2010 og 2011. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur ákært karlmann á fimmtugsaldri fyrir fjárdrátt, víðtæk skattalagabrot, brot á almennum hegningalögum og lögum um bókhald. Manninum er gefið að sök að hafa tekið fimmtán milljónir króna út af reikningum fyrirtækisins Dos Toros og nýtt til persónulegra nota á tímabilinu október 2010 til apríl 2011. Hinn ákærði var var bæði stjórnarmaður og prókúruhafi í félaginu.Keypti, mat, fatnað og skyndibita fyrir mörg hundruð þúsund Samkvæmt ákærunni á maðurinn að hafa tekið út reiðufé, millifært eða látið aðra millifæra alls 12,4 miljónir króna út af reikningi félagsins til persónulegra eða annarra nota sem ekki tengdust rekstri félagsins. Dos Toros var lýst gjaldþrota í árslok 2011 en skiptum í þrotabúi félagsins er ekki lokið.Manninum er gefið að sök að hafa nýtt debetkort félagsins til persónulegra nota. Þar á meðal verslað í Herragarðinum fyrir tæplega 200 þúsund krónur.vísir/vilhelmÞá er honum gefið að sök að greitt fyrir hinar ýmsu vörur sem nýttar voru til persónulegra nota með debetkorti skráð á reikning Dos Toros frá október 2010 til apríl 2011, alls að upphæð 2,78 milljónir króna. Stærstur hluti debetkortafærslnanna fólust í að kaupum á bensíni, fatnaði og mat, einkum skyndibita. Alls voru færslurnar 462 á sjö mánaða tímabili samkvæmt ákærunni en stærsta einstaka færslan var í Herragarðinum að upphæð tæplega 200 þúsund krónur.Selt hluti félags sem aldrei fékk greiðsluna Hinn ákærði er sakaður um að hafa komið milljónunum fimmtán á reikning Dos Toros með saknæmu athæfi. Þannig hafi hinn ákærði selt búnað og tæki sem voru skráð á annað félag sem hann var stjórnarmaður og prókúruhafi, Álstál ehf. Sölufjárhæðin var, samkvæmt ákærunni, aldrei lögð inn á reikning Álstáls heldur fór beint inn á reikninga Dos Toros. Það fé er hinn ákærði sagður hafa nýtt í eigin þágu eins og áður sagði. Álstál var lýst gjaldþrota í október 2011 en ekkert fékkst upp í lýstar kröfur.Maðurinn er sagður hafa gefið út tilhæfulausa reikninga sem valdið hafi því að Ríkisskattstjóri lagði 4,9 milljónir króna inn á reikning Dos Toros.vísir/anton brinkSagður hafa blekkt Ríkisskattstjóra Manninum er einnig gefið að sök að hafa breytta færslum í færsludagbók sem tilheyrði bókhaldi Dos Toros. Þá á hann einnig að hafa gefið út tvo tilhæfulausa reikninga á Álstál, upp á samtals 26 milljónir króna en þar af hafi virðisaukaskattur numið 6,78 milljónum króna. Með því hafi hinn ákærði komið sér undan 1,9 milljóna króna greiðslu virðisaukaskatts. Í kjölfarið hafi hann fengið Ríkisskattstjóra til að samþykkja greiðslu á mismuni innskattar og útskattar sem nam um 4,9 milljónum króna. Upphæðin hafi verið lögð inn á reikning Dos Toros. Þaðan hafi fengist afgangurinn af 15 milljónunum sem hinn ákærði er sagður hafa nýtt til persónulegra nota. Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa brotið bókhaldslög með því að varðveita ekki bókhaldsgögn um fyrirtækið á árunum 2010 og 2011.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira