1.047 nýir bílar seldir í maí Finnur Thorlacius skrifar 18. maí 2015 14:47 Bílum fjölgaði vel á fyrstu dögum maí. Á vefsíðu Samgöngustofu má nú sjá að 1.047 nýir fólksbílar eru þegar seldir í maí þó svo aðeins 9 virkir dagar séu liðnir í mánuðinum. Þessi 1.047 bíla sala nær til síðasta föstudags, 15. maí. Á vormánuðum er ávallt góð sala í nýjum bílum þar sem þá eru afhentir flestir þeirra bílaleigubíla sem notaðir eru af ferðamönnum hér á landi. Af einstaka bílgerðum er Toyota með flesta selda bíla, eða 208. Næst flestir eru af Opel gerð, eða 101. Þar á eftir eru svo Chevrolet (95), Kia (90), Ford (70), Dacia (70) og Skoda (50). Ágæt sala virðist áfram vera í lúxusbílum en 17 Land Rover/Range Rover bílar eru seldir í maí, 10 Mercedes Benz, 6 Volvo, 5 Porsche, 5 Lexus, 5 BMW, 5 Audi bílar og 2 Tesla bílar. Þá eru 64 sendibílar seldir það sem af er maí, 12 hópferðabílar og 13 vörubílar. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent
Á vefsíðu Samgöngustofu má nú sjá að 1.047 nýir fólksbílar eru þegar seldir í maí þó svo aðeins 9 virkir dagar séu liðnir í mánuðinum. Þessi 1.047 bíla sala nær til síðasta föstudags, 15. maí. Á vormánuðum er ávallt góð sala í nýjum bílum þar sem þá eru afhentir flestir þeirra bílaleigubíla sem notaðir eru af ferðamönnum hér á landi. Af einstaka bílgerðum er Toyota með flesta selda bíla, eða 208. Næst flestir eru af Opel gerð, eða 101. Þar á eftir eru svo Chevrolet (95), Kia (90), Ford (70), Dacia (70) og Skoda (50). Ágæt sala virðist áfram vera í lúxusbílum en 17 Land Rover/Range Rover bílar eru seldir í maí, 10 Mercedes Benz, 6 Volvo, 5 Porsche, 5 Lexus, 5 BMW, 5 Audi bílar og 2 Tesla bílar. Þá eru 64 sendibílar seldir það sem af er maí, 12 hópferðabílar og 13 vörubílar.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent