Stjórnarskráin eina kosningamálið Arnþór Sigurðsson skrifar 4. maí 2015 15:36 Komið hefur fram sú hugmynd að einungis eitt mál verði á dagskrá í næstu þingkosningu. Þetta eina mál er kosning um stjórnarskrána. Hugmyndin er sú að almenningur setji málið á dagskrá og geri þá kröfu að þeir flokkar sem komi til með að bjóða fram lista til alþingskosninga gefi upp hvort þeir muni sameinast um meirihluta um samþykkt á nýrri stjórnarskrá, þeirri sem stjórnlagaráð hefur þegar lagt fram til þingsins en var aldrei afgreidd. Krafan verði sú að þingið verði stutt og þetta eina mál verði verkefni nýs meirihluta og afgreitt, þinginu slitið og boðað verði til kosninga á ný. Með þessu er hlutunum snúið á hvolf. Almenningur stillir flokkunum upp við vegg með þessa einu spurningu, með eða á móti nýrri stjórnarskrá. Í grunninn er þetta mjög einfalt og ætti að vera framkvæmanlegt. Því fleiri sem fylgja þessari hugmynd því meiri möguleiki á því að hún verði að veruleika. Það er viðbúið að þeir flokkar sem ekki vilji að þetta gerist reyni að þvæla málið og flækja en með fókus á þetta eina mál má koma í veg fyrir að þetta verið eyðilagt eins og eflaust verður reynt að gera. Það er mín sannfæring að meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi því að ný stjórnarskrá verði samþykkt eins og stjórnlagaráð lagið hana fram. Það er líka mín sannfæring að þetta sé gerlegt. Það er hinsvegar undir þjóðinni sjálfri komið hvort að þetta geti gerst. Enn er töluverður tími til næstu kosninga ef núverandi ríkisstjórn heldur út kjörtímabilið og er því nægur tími til þess að undirbúa málið. Kosturinn við þessa aðferð er sú að þeir sem kjósa ákveðna flokka út af einhverjum sérstökum ástæðum geta brugðið út af vananum og valið þann flokk sem þeir treysta til verksins. Þeir geta síðan kosið sinn flokk að nýju aftur að nokkrum mánuðum liðnum þegar boðað verður til kosninga á ný eftir að þingið hefur lokið störfum. Hugmyndin er spennandi að því leyti að þjóðin tekur fram fyrir hendurnar á flokkakerfinu og setur þeim fyrir verkum. Gylliboð flokkanna flækjast ekki fyrir ef þjóðin hundsar þau en setur fókus á aðeins eitt mál. Nýja stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Sjá meira
Komið hefur fram sú hugmynd að einungis eitt mál verði á dagskrá í næstu þingkosningu. Þetta eina mál er kosning um stjórnarskrána. Hugmyndin er sú að almenningur setji málið á dagskrá og geri þá kröfu að þeir flokkar sem komi til með að bjóða fram lista til alþingskosninga gefi upp hvort þeir muni sameinast um meirihluta um samþykkt á nýrri stjórnarskrá, þeirri sem stjórnlagaráð hefur þegar lagt fram til þingsins en var aldrei afgreidd. Krafan verði sú að þingið verði stutt og þetta eina mál verði verkefni nýs meirihluta og afgreitt, þinginu slitið og boðað verði til kosninga á ný. Með þessu er hlutunum snúið á hvolf. Almenningur stillir flokkunum upp við vegg með þessa einu spurningu, með eða á móti nýrri stjórnarskrá. Í grunninn er þetta mjög einfalt og ætti að vera framkvæmanlegt. Því fleiri sem fylgja þessari hugmynd því meiri möguleiki á því að hún verði að veruleika. Það er viðbúið að þeir flokkar sem ekki vilji að þetta gerist reyni að þvæla málið og flækja en með fókus á þetta eina mál má koma í veg fyrir að þetta verið eyðilagt eins og eflaust verður reynt að gera. Það er mín sannfæring að meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi því að ný stjórnarskrá verði samþykkt eins og stjórnlagaráð lagið hana fram. Það er líka mín sannfæring að þetta sé gerlegt. Það er hinsvegar undir þjóðinni sjálfri komið hvort að þetta geti gerst. Enn er töluverður tími til næstu kosninga ef núverandi ríkisstjórn heldur út kjörtímabilið og er því nægur tími til þess að undirbúa málið. Kosturinn við þessa aðferð er sú að þeir sem kjósa ákveðna flokka út af einhverjum sérstökum ástæðum geta brugðið út af vananum og valið þann flokk sem þeir treysta til verksins. Þeir geta síðan kosið sinn flokk að nýju aftur að nokkrum mánuðum liðnum þegar boðað verður til kosninga á ný eftir að þingið hefur lokið störfum. Hugmyndin er spennandi að því leyti að þjóðin tekur fram fyrir hendurnar á flokkakerfinu og setur þeim fyrir verkum. Gylliboð flokkanna flækjast ekki fyrir ef þjóðin hundsar þau en setur fókus á aðeins eitt mál. Nýja stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar