Að kasta steini úr glerhúsi Elsa Lára Arnardóttir og Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 5. maí 2015 11:20 Hún var um margt athyglisverð grein bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í síðasta tölublaði Fjarðarpóstsins. „Jöfnum leikinn“ var yfirskrift greinarinnar sem skrifuð var í tilefni af baráttudegi verkafólks, 1. maí. Um margt erum við sammála en farið er ansi frjálslega eða beinlínis ranglega með staðreyndir í umfjöllun um frumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra. Í greinni segir orðrétt: „Ekkert bólar á húsnæðisfrumvarpi velferðaráðherra á þeim tveimur árum sem hún hefur unnið að málinu.” Hér er ekki um einstakt frumvarp að ræða, heldur nokkur frumvörp. Það ættu allir þeir, sem hafa áhuga á að fara rétt með, að vita. Förum aðeins yfir málið. Að hafa raunhæft val um búsetuform, er okkur öllum mikilvægt. Það er svo að sumir kjósa að eiga húsnæði, aðrir vilja leigja og enn aðrir kjósa að fara milliveginn, og búa í húsnæðissamvinnufélögum. Ef þetta raunverulega val, á að vera til staðar er nauðsynlegt að bregðast við og koma fram með frumvörp sem stuðla að úrbótum í þessum mikilvæga málaflokki. Þessi mál skipta stóran hóp einstaklinga í landinu miklu máli.Gengið í málið Í september 2013 skipaði Eygló Harðardóttir félags – og húsnæðismálaráðherra verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála. Verkefnisstjórninni var falið að koma fram með tillögur um framtíðarstefnu í húsnæðismálum. Þá var henni falið að koma með tillögur að nýju húsnæðislánakerfi, m.a. með það í huga að tryggja virkan leigumarkað og skilvirk félagsleg úrræði fyrir þá sem slíkt þurfa. Verkefnastjórnin skilaði viðamiklum tillögum til félags – og húsnæðismálaráðherra í maí 2014 og núna tæpu ári síðar, hafa fjögur frumvörp komið fram sem byggja á tillögum verkefnisstjórnarinnar. Tvö þeirra hafa farið í gegnum 1. umræðu í þinginu og hefur nú verið vísað til afgreiðslu velferðarnefndar. Þau fjalla um húsaleigulög og húsnæðissamvinnufélög. Tvö frumvörp eru enn í kostnaðarmati hjá fjármálaráðuneytinu og mikilvægt er að þau komist þaðan sem fyrst. Þau frumvörp fjalla um stofnstyrki vegna uppbyggingar á leiguhúsnæði og auknar húsnæðisbætur til leigjenda.Ekki byggt á sandi Þegar félags – og húsnæðismálaráðherra mælti fyrir frumvörpunum um húsaleigulög og húsnæðissamvinnufélög, þá kom gagnrýni frá þingmanni Samfylkingarinnar, Kristjáni L. Möller. Hann gagnrýndi hversu langur tími hefur farið í að skrifa frumvörpin, sem hér um ræðir. Auðvitað er það svo að frumvörpin hefðu gjarnan mátt koma fyrr inn í þingið. En til að gæta allrar sanngirni, þá verður það að koma fram að mikið samráð var innan velferðarráðuneytisins við vinnslu frumvarpanna. Ástæðan er jafnframt sú að við höfum lært af reynslunni og hversu miklu máli skiptir að vanda sig í þessum stóru málum. Við vonum jafnfram að þingmaðurinn hafi lært af reynslunni og hversu mikilvægt það sé að byggja ekki upp óraunhæfar tillögur, sem eru byggðar upp á sandi.Staðreyndir upp á borðið Vegna gagnrýninnar þá er rétt að rifja upp nokkrar staðreyndir, svona til að hafa hlutina uppi á borðinu. Þingmenn Samfylkingarinnar voru ráðherrar í félagsmálaráðuneytinu, síðar velferðarráðuneytinu árin 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2012 og fram að kosningum árið 2013. Á þessu tímabili voru skipaðar þrjár nefndir sem vinna áttu tillögur að bættu húsnæðiskerfi. Engin frumvörp komu fram sem byggð voru á vinnu þessara nefnda, það voru ekki einu sinni til drög að frumvörpum er vörðuðu efnið. Að þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýni núverandi ríkisstjórn fyrir seinagang í þessum málum, kemur úr hörðustu átt. Samfylkingin hafði hátt í 7 ár til að bregðast við þessum málum, en ekkert gerðist. Gunnar Axel, er einn af höfundum greinarinnar ,,Jöfnum leikinn“ og oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Jafnframt var hann um tíma aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra, á síðasta kjörtímabili. Honum ætti því að vera fullkunnugt um þessi mál og ætti að hafa getu til að ræða um þau af heilindum og fagmennsku en ekki vera með ómerkilegar tilraunir til að slá ryki í augu fólks. Samfylkingin er því að kasta steinum úr glerhúsi í þessu máli. Á það nokkuð við um fleiri mál? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Hún var um margt athyglisverð grein bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í síðasta tölublaði Fjarðarpóstsins. „Jöfnum leikinn“ var yfirskrift greinarinnar sem skrifuð var í tilefni af baráttudegi verkafólks, 1. maí. Um margt erum við sammála en farið er ansi frjálslega eða beinlínis ranglega með staðreyndir í umfjöllun um frumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra. Í greinni segir orðrétt: „Ekkert bólar á húsnæðisfrumvarpi velferðaráðherra á þeim tveimur árum sem hún hefur unnið að málinu.” Hér er ekki um einstakt frumvarp að ræða, heldur nokkur frumvörp. Það ættu allir þeir, sem hafa áhuga á að fara rétt með, að vita. Förum aðeins yfir málið. Að hafa raunhæft val um búsetuform, er okkur öllum mikilvægt. Það er svo að sumir kjósa að eiga húsnæði, aðrir vilja leigja og enn aðrir kjósa að fara milliveginn, og búa í húsnæðissamvinnufélögum. Ef þetta raunverulega val, á að vera til staðar er nauðsynlegt að bregðast við og koma fram með frumvörp sem stuðla að úrbótum í þessum mikilvæga málaflokki. Þessi mál skipta stóran hóp einstaklinga í landinu miklu máli.Gengið í málið Í september 2013 skipaði Eygló Harðardóttir félags – og húsnæðismálaráðherra verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála. Verkefnisstjórninni var falið að koma fram með tillögur um framtíðarstefnu í húsnæðismálum. Þá var henni falið að koma með tillögur að nýju húsnæðislánakerfi, m.a. með það í huga að tryggja virkan leigumarkað og skilvirk félagsleg úrræði fyrir þá sem slíkt þurfa. Verkefnastjórnin skilaði viðamiklum tillögum til félags – og húsnæðismálaráðherra í maí 2014 og núna tæpu ári síðar, hafa fjögur frumvörp komið fram sem byggja á tillögum verkefnisstjórnarinnar. Tvö þeirra hafa farið í gegnum 1. umræðu í þinginu og hefur nú verið vísað til afgreiðslu velferðarnefndar. Þau fjalla um húsaleigulög og húsnæðissamvinnufélög. Tvö frumvörp eru enn í kostnaðarmati hjá fjármálaráðuneytinu og mikilvægt er að þau komist þaðan sem fyrst. Þau frumvörp fjalla um stofnstyrki vegna uppbyggingar á leiguhúsnæði og auknar húsnæðisbætur til leigjenda.Ekki byggt á sandi Þegar félags – og húsnæðismálaráðherra mælti fyrir frumvörpunum um húsaleigulög og húsnæðissamvinnufélög, þá kom gagnrýni frá þingmanni Samfylkingarinnar, Kristjáni L. Möller. Hann gagnrýndi hversu langur tími hefur farið í að skrifa frumvörpin, sem hér um ræðir. Auðvitað er það svo að frumvörpin hefðu gjarnan mátt koma fyrr inn í þingið. En til að gæta allrar sanngirni, þá verður það að koma fram að mikið samráð var innan velferðarráðuneytisins við vinnslu frumvarpanna. Ástæðan er jafnframt sú að við höfum lært af reynslunni og hversu miklu máli skiptir að vanda sig í þessum stóru málum. Við vonum jafnfram að þingmaðurinn hafi lært af reynslunni og hversu mikilvægt það sé að byggja ekki upp óraunhæfar tillögur, sem eru byggðar upp á sandi.Staðreyndir upp á borðið Vegna gagnrýninnar þá er rétt að rifja upp nokkrar staðreyndir, svona til að hafa hlutina uppi á borðinu. Þingmenn Samfylkingarinnar voru ráðherrar í félagsmálaráðuneytinu, síðar velferðarráðuneytinu árin 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2012 og fram að kosningum árið 2013. Á þessu tímabili voru skipaðar þrjár nefndir sem vinna áttu tillögur að bættu húsnæðiskerfi. Engin frumvörp komu fram sem byggð voru á vinnu þessara nefnda, það voru ekki einu sinni til drög að frumvörpum er vörðuðu efnið. Að þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýni núverandi ríkisstjórn fyrir seinagang í þessum málum, kemur úr hörðustu átt. Samfylkingin hafði hátt í 7 ár til að bregðast við þessum málum, en ekkert gerðist. Gunnar Axel, er einn af höfundum greinarinnar ,,Jöfnum leikinn“ og oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Jafnframt var hann um tíma aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra, á síðasta kjörtímabili. Honum ætti því að vera fullkunnugt um þessi mál og ætti að hafa getu til að ræða um þau af heilindum og fagmennsku en ekki vera með ómerkilegar tilraunir til að slá ryki í augu fólks. Samfylkingin er því að kasta steinum úr glerhúsi í þessu máli. Á það nokkuð við um fleiri mál?
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun