Vilja að ASÍ dragi til baka verðkönnun vegna afnáms vörugjalda Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. maí 2015 12:27 Verðlagseftirlit ASÍ segir verðlækkanir á heimilistækjum vegna afnáms vörugjalda og lækkunar virðisaukaskatts mun minni en gera mátti ráð fyrir. Framkvæmdastjóri Ormsson vill að Alþýðusamband Íslands eigi að draga til baka verðkönnun sem gerð var hjá raftækjaverslunum í tilefni af afnámi vörugjalda um síðustu áramót.Sjá einnig: Verðlækkanir ekki í samræmi við væntingaSamkvæmt könnunum verðlagseftirlits ASÍ voru verðlækkanir á heimilistækjum vegna afnáms vörugjalda og lækkunar virðisaukaskatts mun minni en gera mátti ráð fyrir. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir Einar Þór Magnússon, framkvæmdastjóri Ormsson, að í verslunum Ormsson og Samung setursins hafi vörur lækkað sem nemur vörugjöldunum 17. september á síðasta ári en verðkönnun ASÍ sem notuð var til viðmiðunar hafi verið tekin í byrjun október, töluvert eftir að búið var að lækka verðin. Einar harmar vinnubrögð ASÍ í tilkynningunni þar sem haft er eftir honum að Ormsson og Samsung Setrið hafi verið fyrst allra fyrirtækja á raftækjamarkaði að lækka verð. Hann segir ályktanir ASÍ og yfirlýsingar rangar. Félag atvinnurekenda hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins: Í gær birti Alþýðusamband Íslands (ASÍ) niðurstöðu könnunar verðlagseftirlits ASÍ á verðlækkunum heimilistækja. Þar er því haldið fram að verðlækkanir á slíkum tækjum vegna afnáms vörugjalda og lækkunar virðisaukaskatts séu mun minni en gera hafi mátt ráð fyrir. Verðlagskannanir skipta gríðarlega miklu máli enda veita þær verslunum aðhald, eru neytendum til upplýsinga og eru til þess fallnar að efla samkeppni. Vegna þessa skiptir höfuðmáli að verðlagskannanir séu vel úr garði gerðar og gefi rétta mynd af verðlagi og verðlækkunum. Í frétt ASÍ er tekið fram að kannanir verðlagseftirlitsins sem niðurstöðurnar byggjast á hafi annars vegar verið gerðar í byrjun október 2014 og hins vegar í apríl 2015. Raftækjaverslanir lækkuðu hins vegar margar hverjar verð um miðjan septembermánuð í samræmi við fyrirhugaða niðurfellingu vörugjalda. Ormsson og Samsung-setrið riðu á vaðið og lækkuðu verð þann 16. september og fylgdu aðrar verslanir í kjölfarið. Þar sem fyrri könnun ASÍ var gerð í október er ljóst að hið upprunalega verð, þ.e. verð fyrir lækkun, kom ekki til skoðunar hjá ASÍ. Könnun ASÍ tók þannig til verðs á heimilistækjum eftir að afsláttur var veittur í september en telja verður í hæsta máta óeðlilegt að ætlast til þess af verslunum að endurtaka þá verðlækkun við afnám vörugjaldanna um áramótin. Markmið nefndrar könnunar, að kanna áhrif niðurfellingar vörugjalda á verðlag tiltekinna vara, getur ekki náðst ef rétt verð er ekki lagt til grundvallar, þ.e. verð fyrir lækkun vegna niðurfellingar vörugjalda annars vegar og verð eftir lækkun hins vegar. Með hliðsjón af því sem rakið hefur verið telur Félag atvinnurekenda ríka ástæðu til að gera athugasemd við framkvæmd verðlagseftirlits ASÍ á verðkönnunum vegna niðurfellingar vörugjalda. Þá er gagnrýnivert að ekki er tilgreint með skýrum hætti hvaða vörutegundir voru skoðaðar auk þess sem einungis er vísað almennt til „vara“ í töflu sem sýnir útreikning á verðbreytingum. Þessi atriði eru til þess fallin að draga úr áreiðanleika könnunarinnar en Félag atvinnurekenda ítrekar mikilvægi þess að rétt sé staðið að verðlagskönnunum. Það er öllum til góðs, neytendum sem og atvinnurekendum. Tengdar fréttir Afnám vörugjalda: Verðlækkanir ekki í samræmi við væntingar Í ríflega 20% tilfella hækkar verð milli mælinga eða er óbreytt. 7. maí 2015 15:56 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Framkvæmdastjóri Ormsson vill að Alþýðusamband Íslands eigi að draga til baka verðkönnun sem gerð var hjá raftækjaverslunum í tilefni af afnámi vörugjalda um síðustu áramót.Sjá einnig: Verðlækkanir ekki í samræmi við væntingaSamkvæmt könnunum verðlagseftirlits ASÍ voru verðlækkanir á heimilistækjum vegna afnáms vörugjalda og lækkunar virðisaukaskatts mun minni en gera mátti ráð fyrir. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir Einar Þór Magnússon, framkvæmdastjóri Ormsson, að í verslunum Ormsson og Samung setursins hafi vörur lækkað sem nemur vörugjöldunum 17. september á síðasta ári en verðkönnun ASÍ sem notuð var til viðmiðunar hafi verið tekin í byrjun október, töluvert eftir að búið var að lækka verðin. Einar harmar vinnubrögð ASÍ í tilkynningunni þar sem haft er eftir honum að Ormsson og Samsung Setrið hafi verið fyrst allra fyrirtækja á raftækjamarkaði að lækka verð. Hann segir ályktanir ASÍ og yfirlýsingar rangar. Félag atvinnurekenda hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins: Í gær birti Alþýðusamband Íslands (ASÍ) niðurstöðu könnunar verðlagseftirlits ASÍ á verðlækkunum heimilistækja. Þar er því haldið fram að verðlækkanir á slíkum tækjum vegna afnáms vörugjalda og lækkunar virðisaukaskatts séu mun minni en gera hafi mátt ráð fyrir. Verðlagskannanir skipta gríðarlega miklu máli enda veita þær verslunum aðhald, eru neytendum til upplýsinga og eru til þess fallnar að efla samkeppni. Vegna þessa skiptir höfuðmáli að verðlagskannanir séu vel úr garði gerðar og gefi rétta mynd af verðlagi og verðlækkunum. Í frétt ASÍ er tekið fram að kannanir verðlagseftirlitsins sem niðurstöðurnar byggjast á hafi annars vegar verið gerðar í byrjun október 2014 og hins vegar í apríl 2015. Raftækjaverslanir lækkuðu hins vegar margar hverjar verð um miðjan septembermánuð í samræmi við fyrirhugaða niðurfellingu vörugjalda. Ormsson og Samsung-setrið riðu á vaðið og lækkuðu verð þann 16. september og fylgdu aðrar verslanir í kjölfarið. Þar sem fyrri könnun ASÍ var gerð í október er ljóst að hið upprunalega verð, þ.e. verð fyrir lækkun, kom ekki til skoðunar hjá ASÍ. Könnun ASÍ tók þannig til verðs á heimilistækjum eftir að afsláttur var veittur í september en telja verður í hæsta máta óeðlilegt að ætlast til þess af verslunum að endurtaka þá verðlækkun við afnám vörugjaldanna um áramótin. Markmið nefndrar könnunar, að kanna áhrif niðurfellingar vörugjalda á verðlag tiltekinna vara, getur ekki náðst ef rétt verð er ekki lagt til grundvallar, þ.e. verð fyrir lækkun vegna niðurfellingar vörugjalda annars vegar og verð eftir lækkun hins vegar. Með hliðsjón af því sem rakið hefur verið telur Félag atvinnurekenda ríka ástæðu til að gera athugasemd við framkvæmd verðlagseftirlits ASÍ á verðkönnunum vegna niðurfellingar vörugjalda. Þá er gagnrýnivert að ekki er tilgreint með skýrum hætti hvaða vörutegundir voru skoðaðar auk þess sem einungis er vísað almennt til „vara“ í töflu sem sýnir útreikning á verðbreytingum. Þessi atriði eru til þess fallin að draga úr áreiðanleika könnunarinnar en Félag atvinnurekenda ítrekar mikilvægi þess að rétt sé staðið að verðlagskönnunum. Það er öllum til góðs, neytendum sem og atvinnurekendum.
Tengdar fréttir Afnám vörugjalda: Verðlækkanir ekki í samræmi við væntingar Í ríflega 20% tilfella hækkar verð milli mælinga eða er óbreytt. 7. maí 2015 15:56 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Afnám vörugjalda: Verðlækkanir ekki í samræmi við væntingar Í ríflega 20% tilfella hækkar verð milli mælinga eða er óbreytt. 7. maí 2015 15:56
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent