Jafnréttisráðstefnan í Hörpu: „Þetta háa þátttökugjald er móðgun við jafnréttishugsunina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. maí 2015 20:15 Geena Davis er á leiðinni til Íslands og mun taka þátt í ráðstefnunni. Herdís gagnrýnir þátttökugjaldið. vísir Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, lögfræðingur, segir hátt þátttökugjald á fyrirhugaða jafnréttisráðstefnu í Hörpu vera móðgun við jafnréttishugsjónina og baráttu kvenna fyrir betra samfélagi. 750 evrur kostar á ráðstefnuna en það jafngildir um 109 þúsund íslenskum krónum. Það verð gildir til 15. maí en eftir þann tíma hækkar verðið um 200 evrur og verður því 950 evrur sem jafngildir rétt tæplega 140 þúsund krónum.Sjá einnig: Segir sambærilegar ráðstefnur erlendis mun dýrari „Þetta háa þátttökugjald er móðgun við jafnréttishugsunina. Konur hafa í áratugi, alveg frá því að þær fengu kosningarétt, barist fyrir því að rétta hlut sinn í samfélaginu. Kjör kvenna í íslensku samfélagi í dag eru víða mjög bágborin,“ segir Herdís og bætir við að laun þeirra lægst launuðustu sé tvöfalt ráðstefnugjald. Alþjóðlega ráðstefnan Inspirally WE 2015 verður haldin í Hörpu í sumar í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Herdís hefur mikla reynslu af því að halda ráðstefnur af þessu tagi.Ráðstefnan fer fram dagana 18.-19. júní.Vísir/GVA„Ég hélt svona tengslanetráðstefnur um árabil á Bifröst og áttu þær að vera valdeflandi fyrir konur. Þær fóru fram á árunum 2004-2010 og þær sóttu konur af öllum stigum þjóðfélagsins, af því að ráðstefnugjaldinu var haldið í lágmarki,“ segir Herdís en hún fékk heimsþekkta fyrirlesara á ráðstefnurnar. Hún segir að þær ráðstefnur hafi verið gríðarlega vel sóttar og vakið athygli út fyrir landsteinana.Sjá einnig: Jafnréttisráðstefna í Hörpu: Kostar formúu að sjá Geenu Davis Geena Davis, leikkona og stofnandi The Geena Davis institute og Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins taka þátt í Inspirally WE í Hörpunni í sumar og meðal annarra. „Ef við erum að berjast fyrir bættum kjörum kvenna og auknum jöfnuði þá verðum við að hafa þær sem mest þurfa á því að halda með.“ Herdís segir að þátttökugjaldið á ráðstefnurnar í Háskólanum á Bifröst hafi verið á bilinu 14-16 þúsund krónur. Síðan hafi ráðstefnugestir þurft að greiða fimm þúsund krónur í gistingu á hótelum í Norðurárdal eða í Borgarnesi. Herdís segir nauðsynlegt að skoða upp á hvaða marki hið opinbera komi að ráðstefnunni í Hörpunni. „Hún er kynnt sem liður af aldarafmæli kosningarréttar íslenskra kvenna. Þarna mun núverandi og fyrrverandi ráðherrar tala á tímum þar sem hið háa þátttökugjald er úr öllum takti við kjör almennings í landinu. Fiskverkakonur eru að berjast fyrir lágmarkslaunum sem myndu duga fyrir tveimur miðum á þessa ráðstefnu. Ef þetta er alfarið einkaframtak má einnig spyrja hvort opinberar stofnanir muni greiða þátttökugjöld fyrir starfsfólk sitt til að sitja þessa ráðstefnu.“ Tengdar fréttir Segir sambærilegar ráðstefnur erlendis mun dýrari „Þetta er gríðarlega spennandi mál en WE er alþjóðlegt samtal helstu sérfræðinga um efnahagslegt, viðskiptalegt og samfélagslegt virði til þess að brúa kynjabilið,“ segir Halla Tómasdóttir, ráðstefnustjóri. 4. maí 2015 12:00 Jafnréttisráðstefna í Hörpu: Kostar formúu að sjá Geenu Davis Rúmlega 100 þúsund króna þátttökugjald er á ráðstefnu í Hörpu í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. 3. maí 2015 18:17 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, lögfræðingur, segir hátt þátttökugjald á fyrirhugaða jafnréttisráðstefnu í Hörpu vera móðgun við jafnréttishugsjónina og baráttu kvenna fyrir betra samfélagi. 750 evrur kostar á ráðstefnuna en það jafngildir um 109 þúsund íslenskum krónum. Það verð gildir til 15. maí en eftir þann tíma hækkar verðið um 200 evrur og verður því 950 evrur sem jafngildir rétt tæplega 140 þúsund krónum.Sjá einnig: Segir sambærilegar ráðstefnur erlendis mun dýrari „Þetta háa þátttökugjald er móðgun við jafnréttishugsunina. Konur hafa í áratugi, alveg frá því að þær fengu kosningarétt, barist fyrir því að rétta hlut sinn í samfélaginu. Kjör kvenna í íslensku samfélagi í dag eru víða mjög bágborin,“ segir Herdís og bætir við að laun þeirra lægst launuðustu sé tvöfalt ráðstefnugjald. Alþjóðlega ráðstefnan Inspirally WE 2015 verður haldin í Hörpu í sumar í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Herdís hefur mikla reynslu af því að halda ráðstefnur af þessu tagi.Ráðstefnan fer fram dagana 18.-19. júní.Vísir/GVA„Ég hélt svona tengslanetráðstefnur um árabil á Bifröst og áttu þær að vera valdeflandi fyrir konur. Þær fóru fram á árunum 2004-2010 og þær sóttu konur af öllum stigum þjóðfélagsins, af því að ráðstefnugjaldinu var haldið í lágmarki,“ segir Herdís en hún fékk heimsþekkta fyrirlesara á ráðstefnurnar. Hún segir að þær ráðstefnur hafi verið gríðarlega vel sóttar og vakið athygli út fyrir landsteinana.Sjá einnig: Jafnréttisráðstefna í Hörpu: Kostar formúu að sjá Geenu Davis Geena Davis, leikkona og stofnandi The Geena Davis institute og Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins taka þátt í Inspirally WE í Hörpunni í sumar og meðal annarra. „Ef við erum að berjast fyrir bættum kjörum kvenna og auknum jöfnuði þá verðum við að hafa þær sem mest þurfa á því að halda með.“ Herdís segir að þátttökugjaldið á ráðstefnurnar í Háskólanum á Bifröst hafi verið á bilinu 14-16 þúsund krónur. Síðan hafi ráðstefnugestir þurft að greiða fimm þúsund krónur í gistingu á hótelum í Norðurárdal eða í Borgarnesi. Herdís segir nauðsynlegt að skoða upp á hvaða marki hið opinbera komi að ráðstefnunni í Hörpunni. „Hún er kynnt sem liður af aldarafmæli kosningarréttar íslenskra kvenna. Þarna mun núverandi og fyrrverandi ráðherrar tala á tímum þar sem hið háa þátttökugjald er úr öllum takti við kjör almennings í landinu. Fiskverkakonur eru að berjast fyrir lágmarkslaunum sem myndu duga fyrir tveimur miðum á þessa ráðstefnu. Ef þetta er alfarið einkaframtak má einnig spyrja hvort opinberar stofnanir muni greiða þátttökugjöld fyrir starfsfólk sitt til að sitja þessa ráðstefnu.“
Tengdar fréttir Segir sambærilegar ráðstefnur erlendis mun dýrari „Þetta er gríðarlega spennandi mál en WE er alþjóðlegt samtal helstu sérfræðinga um efnahagslegt, viðskiptalegt og samfélagslegt virði til þess að brúa kynjabilið,“ segir Halla Tómasdóttir, ráðstefnustjóri. 4. maí 2015 12:00 Jafnréttisráðstefna í Hörpu: Kostar formúu að sjá Geenu Davis Rúmlega 100 þúsund króna þátttökugjald er á ráðstefnu í Hörpu í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. 3. maí 2015 18:17 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Segir sambærilegar ráðstefnur erlendis mun dýrari „Þetta er gríðarlega spennandi mál en WE er alþjóðlegt samtal helstu sérfræðinga um efnahagslegt, viðskiptalegt og samfélagslegt virði til þess að brúa kynjabilið,“ segir Halla Tómasdóttir, ráðstefnustjóri. 4. maí 2015 12:00
Jafnréttisráðstefna í Hörpu: Kostar formúu að sjá Geenu Davis Rúmlega 100 þúsund króna þátttökugjald er á ráðstefnu í Hörpu í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. 3. maí 2015 18:17