Opel og Chevrolet í Vestmannaeyjum um helgina Finnur Thorlacius skrifar 30. apríl 2015 09:51 Opel bílafjölskyldan. Bílabúð Benna heldur bílasýningu við Nethamra í Vestmannaeyjum þann 2. og 3. maí. Eyjamenn fá að bera augum veglegan bílaflota frá frá Opel og Chevrolet. Fulltrúar Opel á sýningunni eru flaggskipið Insignia, sportjeppinn Mokka, Astra 4 dyra og Astra 5 dyra, að ógleymdri nýjustu kynslóðinni af Corsa og töffaranum Adam. Frá Chevrolet verður flaggað Captiva fjölskyldujeppanum og Spark sem notið hafa mikilla vinsælda meðal landsmanna fyrir ríkulegan staðalbúnað, sparneytni og hagstætt verð. Bílabúð Benna hvetur fólk til að reynsluaka bílunum sem vekja víða athygli.Bílasýningin verður haldin við bíla- og vélaverkstæðið Nethamar, Garðavegi 15, laugardag frá kl: 11:00 – 16:000 og sunnudag, frá kl. 11:00 til 14:00. Allir eru hjartanlega velkomnir og hressing í boði að auki. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent
Bílabúð Benna heldur bílasýningu við Nethamra í Vestmannaeyjum þann 2. og 3. maí. Eyjamenn fá að bera augum veglegan bílaflota frá frá Opel og Chevrolet. Fulltrúar Opel á sýningunni eru flaggskipið Insignia, sportjeppinn Mokka, Astra 4 dyra og Astra 5 dyra, að ógleymdri nýjustu kynslóðinni af Corsa og töffaranum Adam. Frá Chevrolet verður flaggað Captiva fjölskyldujeppanum og Spark sem notið hafa mikilla vinsælda meðal landsmanna fyrir ríkulegan staðalbúnað, sparneytni og hagstætt verð. Bílabúð Benna hvetur fólk til að reynsluaka bílunum sem vekja víða athygli.Bílasýningin verður haldin við bíla- og vélaverkstæðið Nethamar, Garðavegi 15, laugardag frá kl: 11:00 – 16:000 og sunnudag, frá kl. 11:00 til 14:00. Allir eru hjartanlega velkomnir og hressing í boði að auki.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent