Fótbolti

Ísland slapp við stóru liðin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Freyr Alexandersson ræðir við leikmenn íslenska landsliðsins.
Freyr Alexandersson ræðir við leikmenn íslenska landsliðsins. Mynd/KSÍ
Ísland er hagstæðum riðli í undankeppni EM 2017 en dregið var í höfuðstöðvum UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, í dag.

Ísland var í efsta styrkleikaflokki í fyrsta sinn en gat engu að síður dregist í riðil með öflugum þjóðum á borð við Rússland, Danmörk, Sviss og Finnland.

Stelpurnar sluppu hins vegar við þessi lið og fengu Skotland úr öðrum styrkleikaflokki. Önnur lið í 1. riðli eru Hvíta-Rússland, Slóvenía og Makedónía.

Þess má geta að Þýskaland og Rússland eru saman í riðli sem og Svíþjóð og Danmörk.

Sigurvegarinn úr hverjum riðli fer áfram í úrslitakeppni EM í Hollandi sem og þau sex lið sem bestum árangri ná í öðru sæti riðlanna átta. Hin tvö fara í umspil um síðasta sætið.

Undankeppnin hefst í september og stendur yfir í eitt ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×