GM kíkir inní framtíðina Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2015 15:41 Afar framúrstefnulegt útlit tilraunabílsins frá GM. Á bílasýningunni í Shanghai, sem var að hefjast, sýnir General Motors þennan Chevrolet FNR tilraunabíl með þeim orðum að með honum sé reynt að rýna í framtíðina og útlit bíla eftir nokkur ár. Bíllinn er eingöngu knúinn áfram af rafmótorum, einum fyrir hvert hjól bílsins og rafhlöður bílsins má hlaða þráðlaust. Kristalljós eru bæði sem aðalljós bílsins og afturljós og radar á þaki bílsins skynjar allt umhverfi bílsins og með þeim búnaði getur bíllinn ekið alfarið án aðstoðar ökumanns. Bíllinn er með hurðir sem opnast upp. Innanrýmið er í stíl við ytra útlit hans, afar framúrstefnulegt og framstólunum má snúa til að einfalda inn- og útstig og til að eiga þægilegri samskipti við aftursætisfarþega.Óvenjulegt innra útlit bíls og framsætin engin undantekning. Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent
Á bílasýningunni í Shanghai, sem var að hefjast, sýnir General Motors þennan Chevrolet FNR tilraunabíl með þeim orðum að með honum sé reynt að rýna í framtíðina og útlit bíla eftir nokkur ár. Bíllinn er eingöngu knúinn áfram af rafmótorum, einum fyrir hvert hjól bílsins og rafhlöður bílsins má hlaða þráðlaust. Kristalljós eru bæði sem aðalljós bílsins og afturljós og radar á þaki bílsins skynjar allt umhverfi bílsins og með þeim búnaði getur bíllinn ekið alfarið án aðstoðar ökumanns. Bíllinn er með hurðir sem opnast upp. Innanrýmið er í stíl við ytra útlit hans, afar framúrstefnulegt og framstólunum má snúa til að einfalda inn- og útstig og til að eiga þægilegri samskipti við aftursætisfarþega.Óvenjulegt innra útlit bíls og framsætin engin undantekning.
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent