Atburðir í bókum Halldórs rætast: „Næstum skuggalegt hvað þetta er líkt“ Bjarki Ármannsson skrifar 20. apríl 2015 19:28 „Það er í rauninni næstum skuggalegt hvað þetta er líkt,“ segir Halldór Armand. Vinsældir YouTube-myndbands kvikmyndagerðarmannsins Óskars Arnar Arnarsonar minna um margt á atburði í skáldsögunni Vince Vaughn í skýjunum eftir Halldór Armand Ásgeirsson. Þetta er sérstaklega athugavert í ljósi þess að fréttavefurinn Nútíminn vakti fyrr í mánuðinum athygli á líkindum milli annarrar bókar Halldórs, Drón, og fregna af því að Þingvallanefnd vilji banna drónaflug yfir þjóðgarðinum. „Bókin mín sem kom út fyrir jólin byrjar bókstaflega á því að það er drón að fljúga yfir Þingvöllum,“ útskýrir Halldór í samtali við Vísi. „Það er reyndar hernaðardrón sem endar á því að sprengja þjónustumiðstöðina í loft upp. En mér fannst algjörlega „basic“ að álykta út frá því að Þingvallanefnd hafi verið að lesa bókina mína og séð þær margvíslegu hættur sem steðja að okkur.“ Það var svo í vikunni sem greint var frá því að myndband hins íslenska Óskar Arnars, þar sem broti úr kvikmyndinni Interstellar er skeytt saman við stiklu úr nýjustu Stjörnustríðsmyndinni á stórskemmtilegan hátt, hafi laðað að sér nokkrar milljónir áhorfenda. Óskar greinir frá því á Facebook-síðu sinni að morgunþátturinn vinsæli Good Morning America hafi haft samband við í hann í kjölfar þess að myndbandið sló í gegn. Einnig hafi bandaríska leikkonan Zooey Deschanel deilt því með aðdáendum sínum.Milljón views, Good Morning America var að hafa samband & Zooey Deschanel var að deila myndbandinu, best þekkt fyrir að hafa leikið á móti Jim Carrey í Yes Man.Þetta verður bara stærri og stærri snjóbolti.Posted by Óskar Arnarson on 17. apríl 2015„Þetta er bara bókstaflega nákvæmlega eins og í bókinni minni Vince Vaughn í skýjunum sem kom út 2013,“ segir Halldór. „Þar er semsagt íslensk stelpa sem tekur myndband af skýi sem lítur út eins og Vince Vaughn. Það er í rauninni næstum skuggalegt hvað það er líkt þessu. Það verður í bókinni mjög vinsælt á netinu, frægt fólk eins og LeBron James deilir því og Good Morning America hringir í hana.“Vince Vaughn og Drón eru fyrstu tvær bækur Halldórs, en aðspurður segist hann ekki hafa hugsað sér að skrifa þriðju bókina með það í huga að söguþráður hennar gæti sagt fyrir um raunverulega atburði. „Neinei, ég held nú ekki,“ segir hann. „Ég held að maður haldi bara áfram og vonandi ef maður skrifar eitthvað ógnvekjandi, þá rætist það ekki. Kannski á maður bara að einblína á að skrifa eitthvað fallegt.“ Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Vinsældir YouTube-myndbands kvikmyndagerðarmannsins Óskars Arnar Arnarsonar minna um margt á atburði í skáldsögunni Vince Vaughn í skýjunum eftir Halldór Armand Ásgeirsson. Þetta er sérstaklega athugavert í ljósi þess að fréttavefurinn Nútíminn vakti fyrr í mánuðinum athygli á líkindum milli annarrar bókar Halldórs, Drón, og fregna af því að Þingvallanefnd vilji banna drónaflug yfir þjóðgarðinum. „Bókin mín sem kom út fyrir jólin byrjar bókstaflega á því að það er drón að fljúga yfir Þingvöllum,“ útskýrir Halldór í samtali við Vísi. „Það er reyndar hernaðardrón sem endar á því að sprengja þjónustumiðstöðina í loft upp. En mér fannst algjörlega „basic“ að álykta út frá því að Þingvallanefnd hafi verið að lesa bókina mína og séð þær margvíslegu hættur sem steðja að okkur.“ Það var svo í vikunni sem greint var frá því að myndband hins íslenska Óskar Arnars, þar sem broti úr kvikmyndinni Interstellar er skeytt saman við stiklu úr nýjustu Stjörnustríðsmyndinni á stórskemmtilegan hátt, hafi laðað að sér nokkrar milljónir áhorfenda. Óskar greinir frá því á Facebook-síðu sinni að morgunþátturinn vinsæli Good Morning America hafi haft samband við í hann í kjölfar þess að myndbandið sló í gegn. Einnig hafi bandaríska leikkonan Zooey Deschanel deilt því með aðdáendum sínum.Milljón views, Good Morning America var að hafa samband & Zooey Deschanel var að deila myndbandinu, best þekkt fyrir að hafa leikið á móti Jim Carrey í Yes Man.Þetta verður bara stærri og stærri snjóbolti.Posted by Óskar Arnarson on 17. apríl 2015„Þetta er bara bókstaflega nákvæmlega eins og í bókinni minni Vince Vaughn í skýjunum sem kom út 2013,“ segir Halldór. „Þar er semsagt íslensk stelpa sem tekur myndband af skýi sem lítur út eins og Vince Vaughn. Það er í rauninni næstum skuggalegt hvað það er líkt þessu. Það verður í bókinni mjög vinsælt á netinu, frægt fólk eins og LeBron James deilir því og Good Morning America hringir í hana.“Vince Vaughn og Drón eru fyrstu tvær bækur Halldórs, en aðspurður segist hann ekki hafa hugsað sér að skrifa þriðju bókina með það í huga að söguþráður hennar gæti sagt fyrir um raunverulega atburði. „Neinei, ég held nú ekki,“ segir hann. „Ég held að maður haldi bara áfram og vonandi ef maður skrifar eitthvað ógnvekjandi, þá rætist það ekki. Kannski á maður bara að einblína á að skrifa eitthvað fallegt.“
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira