Atburðir í bókum Halldórs rætast: „Næstum skuggalegt hvað þetta er líkt“ Bjarki Ármannsson skrifar 20. apríl 2015 19:28 „Það er í rauninni næstum skuggalegt hvað þetta er líkt,“ segir Halldór Armand. Vinsældir YouTube-myndbands kvikmyndagerðarmannsins Óskars Arnar Arnarsonar minna um margt á atburði í skáldsögunni Vince Vaughn í skýjunum eftir Halldór Armand Ásgeirsson. Þetta er sérstaklega athugavert í ljósi þess að fréttavefurinn Nútíminn vakti fyrr í mánuðinum athygli á líkindum milli annarrar bókar Halldórs, Drón, og fregna af því að Þingvallanefnd vilji banna drónaflug yfir þjóðgarðinum. „Bókin mín sem kom út fyrir jólin byrjar bókstaflega á því að það er drón að fljúga yfir Þingvöllum,“ útskýrir Halldór í samtali við Vísi. „Það er reyndar hernaðardrón sem endar á því að sprengja þjónustumiðstöðina í loft upp. En mér fannst algjörlega „basic“ að álykta út frá því að Þingvallanefnd hafi verið að lesa bókina mína og séð þær margvíslegu hættur sem steðja að okkur.“ Það var svo í vikunni sem greint var frá því að myndband hins íslenska Óskar Arnars, þar sem broti úr kvikmyndinni Interstellar er skeytt saman við stiklu úr nýjustu Stjörnustríðsmyndinni á stórskemmtilegan hátt, hafi laðað að sér nokkrar milljónir áhorfenda. Óskar greinir frá því á Facebook-síðu sinni að morgunþátturinn vinsæli Good Morning America hafi haft samband við í hann í kjölfar þess að myndbandið sló í gegn. Einnig hafi bandaríska leikkonan Zooey Deschanel deilt því með aðdáendum sínum.Milljón views, Good Morning America var að hafa samband & Zooey Deschanel var að deila myndbandinu, best þekkt fyrir að hafa leikið á móti Jim Carrey í Yes Man.Þetta verður bara stærri og stærri snjóbolti.Posted by Óskar Arnarson on 17. apríl 2015„Þetta er bara bókstaflega nákvæmlega eins og í bókinni minni Vince Vaughn í skýjunum sem kom út 2013,“ segir Halldór. „Þar er semsagt íslensk stelpa sem tekur myndband af skýi sem lítur út eins og Vince Vaughn. Það er í rauninni næstum skuggalegt hvað það er líkt þessu. Það verður í bókinni mjög vinsælt á netinu, frægt fólk eins og LeBron James deilir því og Good Morning America hringir í hana.“Vince Vaughn og Drón eru fyrstu tvær bækur Halldórs, en aðspurður segist hann ekki hafa hugsað sér að skrifa þriðju bókina með það í huga að söguþráður hennar gæti sagt fyrir um raunverulega atburði. „Neinei, ég held nú ekki,“ segir hann. „Ég held að maður haldi bara áfram og vonandi ef maður skrifar eitthvað ógnvekjandi, þá rætist það ekki. Kannski á maður bara að einblína á að skrifa eitthvað fallegt.“ Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Vinsældir YouTube-myndbands kvikmyndagerðarmannsins Óskars Arnar Arnarsonar minna um margt á atburði í skáldsögunni Vince Vaughn í skýjunum eftir Halldór Armand Ásgeirsson. Þetta er sérstaklega athugavert í ljósi þess að fréttavefurinn Nútíminn vakti fyrr í mánuðinum athygli á líkindum milli annarrar bókar Halldórs, Drón, og fregna af því að Þingvallanefnd vilji banna drónaflug yfir þjóðgarðinum. „Bókin mín sem kom út fyrir jólin byrjar bókstaflega á því að það er drón að fljúga yfir Þingvöllum,“ útskýrir Halldór í samtali við Vísi. „Það er reyndar hernaðardrón sem endar á því að sprengja þjónustumiðstöðina í loft upp. En mér fannst algjörlega „basic“ að álykta út frá því að Þingvallanefnd hafi verið að lesa bókina mína og séð þær margvíslegu hættur sem steðja að okkur.“ Það var svo í vikunni sem greint var frá því að myndband hins íslenska Óskar Arnars, þar sem broti úr kvikmyndinni Interstellar er skeytt saman við stiklu úr nýjustu Stjörnustríðsmyndinni á stórskemmtilegan hátt, hafi laðað að sér nokkrar milljónir áhorfenda. Óskar greinir frá því á Facebook-síðu sinni að morgunþátturinn vinsæli Good Morning America hafi haft samband við í hann í kjölfar þess að myndbandið sló í gegn. Einnig hafi bandaríska leikkonan Zooey Deschanel deilt því með aðdáendum sínum.Milljón views, Good Morning America var að hafa samband & Zooey Deschanel var að deila myndbandinu, best þekkt fyrir að hafa leikið á móti Jim Carrey í Yes Man.Þetta verður bara stærri og stærri snjóbolti.Posted by Óskar Arnarson on 17. apríl 2015„Þetta er bara bókstaflega nákvæmlega eins og í bókinni minni Vince Vaughn í skýjunum sem kom út 2013,“ segir Halldór. „Þar er semsagt íslensk stelpa sem tekur myndband af skýi sem lítur út eins og Vince Vaughn. Það er í rauninni næstum skuggalegt hvað það er líkt þessu. Það verður í bókinni mjög vinsælt á netinu, frægt fólk eins og LeBron James deilir því og Good Morning America hringir í hana.“Vince Vaughn og Drón eru fyrstu tvær bækur Halldórs, en aðspurður segist hann ekki hafa hugsað sér að skrifa þriðju bókina með það í huga að söguþráður hennar gæti sagt fyrir um raunverulega atburði. „Neinei, ég held nú ekki,“ segir hann. „Ég held að maður haldi bara áfram og vonandi ef maður skrifar eitthvað ógnvekjandi, þá rætist það ekki. Kannski á maður bara að einblína á að skrifa eitthvað fallegt.“
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira