Fótbolti

Jón Daði með þrennu á sautján mínútum

Jón Daði Böðvarsson fagnar.
Jón Daði Böðvarsson fagnar. mynd/viking
Fjölmargir Íslendingar voru á ferðinni í norsku bikarkeppninni í dag.

Íslendingahersveitin hjá Viking vann Ålgård, 0-7. Steinþór Freyr Þorsteinsson var í liði Viking en Jón Daði Böðvarsson var á bekknum og skoraði þrennu þó svo hann hafi aðeins spilað síðustu 17 mínútur leiksins. Mörkin komu á aðeins fimm mínútna kafla. Á 89., 92., og 94. mínútu.

Lilleström vann lið Rælingen, 3-9, í heldur betur skrautlegum leik. Finnur Orri Margeirsson var í byrjunarliðið Lilleström sem Rúnar Kristinsson þjálfar.

Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar í Rosenborg unnu 0-3 sigur á Vuku þar sem Hólmar Örn var í liði Rosenborgar og lék allan leikinn.

Hannes Þór Halldórsson stóð í marki Sandnes Ulf sem marði sigur á Riska, 1-2.

Hlynur Atli Magnússon var í liði Florö sem tapaði, 4-2, gegn Varegg. Hlynur Atli fór af velli í hálfleik.

Daníel Leó Grétarsson var í liði Aalesund sem vann Stryn, 1-3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×