Fótbolti

Henry um fögnuð Chicharito: Þetta var mark Ronaldo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
„Þetta var markið hans Ronlado og Chicharito hefði átt að fagna með honum,“ sagði Thierry Henry, sérfræðingur Sky Sports, eftir 1-0 sigur Real Madrid á Atletico Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.

Markið má sjá hér að ofan en Javier Hernandez skoraði með skoti úr teignum eftir frábæran undirbúning þeirr James Rodriguez og Cristiano Ronaldo en sá síðarnefndi átti stoðsendinguna.

„Ronaldo sá á ákveðnum tímapunkti að hann gat ekki skotið og í stað þess að gera eitthvað heimskulegt og taka áhættu lét hann Chicharito fá boltann þar sem hann var í betri stöðu,“ sagði Henry.

„Það sem mér líkar ekki við er að Chicharito fagnar þessu marki eins og það hefði tryggt honum heimsmeistaratitilinn.“

Hernandez hefur verið í láni hjá Real Madrid í vetur og ekki verið í stóru hlutverki. Markið hans í gær var það fyrsta í langan tíma í Meistaradeildinni.

Aðrir sérfræðingar Sky Sports veltu því fyrir sér hvort að Henry væri of harður gagnvart Chicharito í gagnrýni sinni.

„Þetta var pot. Snúðu þér við og fagnaðu með Ronaldo. Myndavélin vissi það meira að segja. Það er ástæða fyrir því að hún var á Ronaldo.“

„Ef Ronaldo hefði gert þetta hefði ég sagt það sama. Þetta var pot og maður verður að snúa sér við og segja takk við manninn sem gaf boltann á þig.“


Tengdar fréttir

Chicharito hetja Real Madrid | Sjáðu markið

Real Madrid skreið inn í undanúrslit Meistaradeildarinnar í kvöld með 1-0 sigri á tíu leikmönnum Atletico Madrid. Aðeins eitt mark var skorað í einvígi liðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×