600 manns þáðu mataraðstoð: „Aldrei séð svona sprengju áður“ Rósa Ólöf Ólafíudóttir skrifar 24. apríl 2015 14:36 Mæðrastyrksnefnd á sér langa og merkilega sögu í íslensku samfélagi og ber að þakka framlag hennar til góðgerðarmála en er ekki kominn tími til að nefndin nútímavæðist í störfum sínum svo þeir sem aðstæðna sinna vegna neyðast til að leita á náðir hennar fái að halda mannlegri reisn? Það er vissulega göfugt og gott framtak að veita 600 manns mataraðstoð. En hvað er þá að? Til að greina vandann sem við mér blasti er nauðsynlegt að vísa í texta þessarar fréttar en þar segir:„Löng biðröð myndaðist fyrir utan húsnæði Mæðrastyrksnefndar rétt eftir klukkan tólf í dag og náði hún langt út á götu fram eftir degi […] Hún segir úthlutunina hafa gengið afar vel fyrir sig. Fólk hafi verið einstaklega tillitsamt og þolinmótt þrátt fyrir langa bið. Þá hafi verið nóg til fyrir alla og því engum vísað frá. Það var mikið af nýju fólki en líka þeir sem komið hafa áður. Þetta var allt mjög þægilegt fólk og kurteist og allt gekk mjög vel, enda gott veður“. Ég sé ýmsa annmarka bæði á þessum orðum og þeirri aðferðarfræði sem beitt var við matarúthlutunina. Fyrst er að nefna þá staðreynd að fólki var gert að standa í biðröð á almannafæri, að öllum ásjáandi til að þiggja mat frá góðgerðarstofnun. Er það ekki næg byrði að axla að eiga ekki fyrir nauðsynjum og þurfa að leita á náðir annarra? Þarf að sýna fólki sem glímir við slíkan vanda, slíka óvirðingu í ofanálag? Annað er umsögnin um það fólk sem beið þannig eftir náðarbjörginni. Forsvarsmaður Mæðrastyrksnefndar tilgreinir sérstaklega að framkoma manna í röðinni hafi einkennst af kurteisi og þolinmæði eins og sú framkoma hafi komið viðkomandi viðmælanda á óvart. Siðfræðilegar spurningar hafa vaknað af nauðsyn vegna skilyrða og þarfa mannlegs þjóðfélags en einnig af þörf einstaklingsins til að ná áttum í lífinu. Þær siðfræðilegu spurningar sem leituðu á mig í kjölfar lesturs þessarar fréttar snúast um mannhelgi einstaklingsins og þjóðfélagslegt réttlæti. Í mínum huga brjóta bæði ofangreind ummæli og aðferðarfræðin við aðstoð Mæðrastyrksnefndar, á mannhelgi þessa hóps. Hugtakið mannhelgi á rætur sínar að rekja til þeirrar hugmyndar að allar manneskjur hafi sama gildi og að þeim beri sams konar virðing. Þessi hugmynd liggur til grundvallar allri siðfræði. Mannhelgisregluna má skilja sem vörn fyrir manneskjuna og virðingu hennar. Í henni er kveðið á um að maðurinn hafi gildi í sjálfum sér. Að hver maður hafi einstakt gildi, óháð ytri þáttum. Í kristinn hefð er þessi hugmynd orðuð svo að allar manneskjur séu jafngildar vegna þess að maðurinn sé skapaður eftir Guðs mynd. Hvað varðar þjóðfélagslegt réttlæti er mér er fullljóst að það þjóðfélagsmein sem ofangreind frétt flettir ofan af, verður ekki rakið til Mæðrastyrksnefndar. Það má rekja til þeirrar staðreyndar að hluti Íslendinga býr við kjör sem ekki eru mannsæmandi. Orsakir þess má rekja til misskiptingar auðs í annars ríku þjóðfélagi og sýndi sig glöggt þegar stjórnarmenn stórfyrirtækja hækkuðu blygðunarlaust ofurkjör sín en neita starfsmönnum sínum um þau lágmarkslaun sem nauðsynleg eru til framfærslu. Það er ekki Mæðrastyrksnefnd sem neyðir fólk til að þiggja aðstoð hennar, heldur ríkisstjórn sem hlúir að efnahagslegu ranglæti í íslensku samfélagi og gerir þannig menn að þurfalingum. Ég setti í upphafi greinarinnar fram spurningu um aðferðarfræði Mæðrastyrksnefndar við matarúthlutun, þetta er ekki ný spurning en í ljósi ofangreindrar fréttar vil ég enn á ný undirstrika hana.HeimildirBexell, G. og Grenholm, C. Siðfræði af sjónarhóli Guðfræði og Heimspeki. Reykjavík: Skálholtsútgáfan og Siðfræðistofnun, 1997, bls. 18.Sólveig Anna Bóasdóttir. Ást, kynlíf og hjónaband. Reykjavík: Salka, 2008, bls.59 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Mæðrastyrksnefnd á sér langa og merkilega sögu í íslensku samfélagi og ber að þakka framlag hennar til góðgerðarmála en er ekki kominn tími til að nefndin nútímavæðist í störfum sínum svo þeir sem aðstæðna sinna vegna neyðast til að leita á náðir hennar fái að halda mannlegri reisn? Það er vissulega göfugt og gott framtak að veita 600 manns mataraðstoð. En hvað er þá að? Til að greina vandann sem við mér blasti er nauðsynlegt að vísa í texta þessarar fréttar en þar segir:„Löng biðröð myndaðist fyrir utan húsnæði Mæðrastyrksnefndar rétt eftir klukkan tólf í dag og náði hún langt út á götu fram eftir degi […] Hún segir úthlutunina hafa gengið afar vel fyrir sig. Fólk hafi verið einstaklega tillitsamt og þolinmótt þrátt fyrir langa bið. Þá hafi verið nóg til fyrir alla og því engum vísað frá. Það var mikið af nýju fólki en líka þeir sem komið hafa áður. Þetta var allt mjög þægilegt fólk og kurteist og allt gekk mjög vel, enda gott veður“. Ég sé ýmsa annmarka bæði á þessum orðum og þeirri aðferðarfræði sem beitt var við matarúthlutunina. Fyrst er að nefna þá staðreynd að fólki var gert að standa í biðröð á almannafæri, að öllum ásjáandi til að þiggja mat frá góðgerðarstofnun. Er það ekki næg byrði að axla að eiga ekki fyrir nauðsynjum og þurfa að leita á náðir annarra? Þarf að sýna fólki sem glímir við slíkan vanda, slíka óvirðingu í ofanálag? Annað er umsögnin um það fólk sem beið þannig eftir náðarbjörginni. Forsvarsmaður Mæðrastyrksnefndar tilgreinir sérstaklega að framkoma manna í röðinni hafi einkennst af kurteisi og þolinmæði eins og sú framkoma hafi komið viðkomandi viðmælanda á óvart. Siðfræðilegar spurningar hafa vaknað af nauðsyn vegna skilyrða og þarfa mannlegs þjóðfélags en einnig af þörf einstaklingsins til að ná áttum í lífinu. Þær siðfræðilegu spurningar sem leituðu á mig í kjölfar lesturs þessarar fréttar snúast um mannhelgi einstaklingsins og þjóðfélagslegt réttlæti. Í mínum huga brjóta bæði ofangreind ummæli og aðferðarfræðin við aðstoð Mæðrastyrksnefndar, á mannhelgi þessa hóps. Hugtakið mannhelgi á rætur sínar að rekja til þeirrar hugmyndar að allar manneskjur hafi sama gildi og að þeim beri sams konar virðing. Þessi hugmynd liggur til grundvallar allri siðfræði. Mannhelgisregluna má skilja sem vörn fyrir manneskjuna og virðingu hennar. Í henni er kveðið á um að maðurinn hafi gildi í sjálfum sér. Að hver maður hafi einstakt gildi, óháð ytri þáttum. Í kristinn hefð er þessi hugmynd orðuð svo að allar manneskjur séu jafngildar vegna þess að maðurinn sé skapaður eftir Guðs mynd. Hvað varðar þjóðfélagslegt réttlæti er mér er fullljóst að það þjóðfélagsmein sem ofangreind frétt flettir ofan af, verður ekki rakið til Mæðrastyrksnefndar. Það má rekja til þeirrar staðreyndar að hluti Íslendinga býr við kjör sem ekki eru mannsæmandi. Orsakir þess má rekja til misskiptingar auðs í annars ríku þjóðfélagi og sýndi sig glöggt þegar stjórnarmenn stórfyrirtækja hækkuðu blygðunarlaust ofurkjör sín en neita starfsmönnum sínum um þau lágmarkslaun sem nauðsynleg eru til framfærslu. Það er ekki Mæðrastyrksnefnd sem neyðir fólk til að þiggja aðstoð hennar, heldur ríkisstjórn sem hlúir að efnahagslegu ranglæti í íslensku samfélagi og gerir þannig menn að þurfalingum. Ég setti í upphafi greinarinnar fram spurningu um aðferðarfræði Mæðrastyrksnefndar við matarúthlutun, þetta er ekki ný spurning en í ljósi ofangreindrar fréttar vil ég enn á ný undirstrika hana.HeimildirBexell, G. og Grenholm, C. Siðfræði af sjónarhóli Guðfræði og Heimspeki. Reykjavík: Skálholtsútgáfan og Siðfræðistofnun, 1997, bls. 18.Sólveig Anna Bóasdóttir. Ást, kynlíf og hjónaband. Reykjavík: Salka, 2008, bls.59
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar