600 manns þáðu mataraðstoð: „Aldrei séð svona sprengju áður“ Rósa Ólöf Ólafíudóttir skrifar 24. apríl 2015 14:36 Mæðrastyrksnefnd á sér langa og merkilega sögu í íslensku samfélagi og ber að þakka framlag hennar til góðgerðarmála en er ekki kominn tími til að nefndin nútímavæðist í störfum sínum svo þeir sem aðstæðna sinna vegna neyðast til að leita á náðir hennar fái að halda mannlegri reisn? Það er vissulega göfugt og gott framtak að veita 600 manns mataraðstoð. En hvað er þá að? Til að greina vandann sem við mér blasti er nauðsynlegt að vísa í texta þessarar fréttar en þar segir:„Löng biðröð myndaðist fyrir utan húsnæði Mæðrastyrksnefndar rétt eftir klukkan tólf í dag og náði hún langt út á götu fram eftir degi […] Hún segir úthlutunina hafa gengið afar vel fyrir sig. Fólk hafi verið einstaklega tillitsamt og þolinmótt þrátt fyrir langa bið. Þá hafi verið nóg til fyrir alla og því engum vísað frá. Það var mikið af nýju fólki en líka þeir sem komið hafa áður. Þetta var allt mjög þægilegt fólk og kurteist og allt gekk mjög vel, enda gott veður“. Ég sé ýmsa annmarka bæði á þessum orðum og þeirri aðferðarfræði sem beitt var við matarúthlutunina. Fyrst er að nefna þá staðreynd að fólki var gert að standa í biðröð á almannafæri, að öllum ásjáandi til að þiggja mat frá góðgerðarstofnun. Er það ekki næg byrði að axla að eiga ekki fyrir nauðsynjum og þurfa að leita á náðir annarra? Þarf að sýna fólki sem glímir við slíkan vanda, slíka óvirðingu í ofanálag? Annað er umsögnin um það fólk sem beið þannig eftir náðarbjörginni. Forsvarsmaður Mæðrastyrksnefndar tilgreinir sérstaklega að framkoma manna í röðinni hafi einkennst af kurteisi og þolinmæði eins og sú framkoma hafi komið viðkomandi viðmælanda á óvart. Siðfræðilegar spurningar hafa vaknað af nauðsyn vegna skilyrða og þarfa mannlegs þjóðfélags en einnig af þörf einstaklingsins til að ná áttum í lífinu. Þær siðfræðilegu spurningar sem leituðu á mig í kjölfar lesturs þessarar fréttar snúast um mannhelgi einstaklingsins og þjóðfélagslegt réttlæti. Í mínum huga brjóta bæði ofangreind ummæli og aðferðarfræðin við aðstoð Mæðrastyrksnefndar, á mannhelgi þessa hóps. Hugtakið mannhelgi á rætur sínar að rekja til þeirrar hugmyndar að allar manneskjur hafi sama gildi og að þeim beri sams konar virðing. Þessi hugmynd liggur til grundvallar allri siðfræði. Mannhelgisregluna má skilja sem vörn fyrir manneskjuna og virðingu hennar. Í henni er kveðið á um að maðurinn hafi gildi í sjálfum sér. Að hver maður hafi einstakt gildi, óháð ytri þáttum. Í kristinn hefð er þessi hugmynd orðuð svo að allar manneskjur séu jafngildar vegna þess að maðurinn sé skapaður eftir Guðs mynd. Hvað varðar þjóðfélagslegt réttlæti er mér er fullljóst að það þjóðfélagsmein sem ofangreind frétt flettir ofan af, verður ekki rakið til Mæðrastyrksnefndar. Það má rekja til þeirrar staðreyndar að hluti Íslendinga býr við kjör sem ekki eru mannsæmandi. Orsakir þess má rekja til misskiptingar auðs í annars ríku þjóðfélagi og sýndi sig glöggt þegar stjórnarmenn stórfyrirtækja hækkuðu blygðunarlaust ofurkjör sín en neita starfsmönnum sínum um þau lágmarkslaun sem nauðsynleg eru til framfærslu. Það er ekki Mæðrastyrksnefnd sem neyðir fólk til að þiggja aðstoð hennar, heldur ríkisstjórn sem hlúir að efnahagslegu ranglæti í íslensku samfélagi og gerir þannig menn að þurfalingum. Ég setti í upphafi greinarinnar fram spurningu um aðferðarfræði Mæðrastyrksnefndar við matarúthlutun, þetta er ekki ný spurning en í ljósi ofangreindrar fréttar vil ég enn á ný undirstrika hana.HeimildirBexell, G. og Grenholm, C. Siðfræði af sjónarhóli Guðfræði og Heimspeki. Reykjavík: Skálholtsútgáfan og Siðfræðistofnun, 1997, bls. 18.Sólveig Anna Bóasdóttir. Ást, kynlíf og hjónaband. Reykjavík: Salka, 2008, bls.59 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mæðrastyrksnefnd á sér langa og merkilega sögu í íslensku samfélagi og ber að þakka framlag hennar til góðgerðarmála en er ekki kominn tími til að nefndin nútímavæðist í störfum sínum svo þeir sem aðstæðna sinna vegna neyðast til að leita á náðir hennar fái að halda mannlegri reisn? Það er vissulega göfugt og gott framtak að veita 600 manns mataraðstoð. En hvað er þá að? Til að greina vandann sem við mér blasti er nauðsynlegt að vísa í texta þessarar fréttar en þar segir:„Löng biðröð myndaðist fyrir utan húsnæði Mæðrastyrksnefndar rétt eftir klukkan tólf í dag og náði hún langt út á götu fram eftir degi […] Hún segir úthlutunina hafa gengið afar vel fyrir sig. Fólk hafi verið einstaklega tillitsamt og þolinmótt þrátt fyrir langa bið. Þá hafi verið nóg til fyrir alla og því engum vísað frá. Það var mikið af nýju fólki en líka þeir sem komið hafa áður. Þetta var allt mjög þægilegt fólk og kurteist og allt gekk mjög vel, enda gott veður“. Ég sé ýmsa annmarka bæði á þessum orðum og þeirri aðferðarfræði sem beitt var við matarúthlutunina. Fyrst er að nefna þá staðreynd að fólki var gert að standa í biðröð á almannafæri, að öllum ásjáandi til að þiggja mat frá góðgerðarstofnun. Er það ekki næg byrði að axla að eiga ekki fyrir nauðsynjum og þurfa að leita á náðir annarra? Þarf að sýna fólki sem glímir við slíkan vanda, slíka óvirðingu í ofanálag? Annað er umsögnin um það fólk sem beið þannig eftir náðarbjörginni. Forsvarsmaður Mæðrastyrksnefndar tilgreinir sérstaklega að framkoma manna í röðinni hafi einkennst af kurteisi og þolinmæði eins og sú framkoma hafi komið viðkomandi viðmælanda á óvart. Siðfræðilegar spurningar hafa vaknað af nauðsyn vegna skilyrða og þarfa mannlegs þjóðfélags en einnig af þörf einstaklingsins til að ná áttum í lífinu. Þær siðfræðilegu spurningar sem leituðu á mig í kjölfar lesturs þessarar fréttar snúast um mannhelgi einstaklingsins og þjóðfélagslegt réttlæti. Í mínum huga brjóta bæði ofangreind ummæli og aðferðarfræðin við aðstoð Mæðrastyrksnefndar, á mannhelgi þessa hóps. Hugtakið mannhelgi á rætur sínar að rekja til þeirrar hugmyndar að allar manneskjur hafi sama gildi og að þeim beri sams konar virðing. Þessi hugmynd liggur til grundvallar allri siðfræði. Mannhelgisregluna má skilja sem vörn fyrir manneskjuna og virðingu hennar. Í henni er kveðið á um að maðurinn hafi gildi í sjálfum sér. Að hver maður hafi einstakt gildi, óháð ytri þáttum. Í kristinn hefð er þessi hugmynd orðuð svo að allar manneskjur séu jafngildar vegna þess að maðurinn sé skapaður eftir Guðs mynd. Hvað varðar þjóðfélagslegt réttlæti er mér er fullljóst að það þjóðfélagsmein sem ofangreind frétt flettir ofan af, verður ekki rakið til Mæðrastyrksnefndar. Það má rekja til þeirrar staðreyndar að hluti Íslendinga býr við kjör sem ekki eru mannsæmandi. Orsakir þess má rekja til misskiptingar auðs í annars ríku þjóðfélagi og sýndi sig glöggt þegar stjórnarmenn stórfyrirtækja hækkuðu blygðunarlaust ofurkjör sín en neita starfsmönnum sínum um þau lágmarkslaun sem nauðsynleg eru til framfærslu. Það er ekki Mæðrastyrksnefnd sem neyðir fólk til að þiggja aðstoð hennar, heldur ríkisstjórn sem hlúir að efnahagslegu ranglæti í íslensku samfélagi og gerir þannig menn að þurfalingum. Ég setti í upphafi greinarinnar fram spurningu um aðferðarfræði Mæðrastyrksnefndar við matarúthlutun, þetta er ekki ný spurning en í ljósi ofangreindrar fréttar vil ég enn á ný undirstrika hana.HeimildirBexell, G. og Grenholm, C. Siðfræði af sjónarhóli Guðfræði og Heimspeki. Reykjavík: Skálholtsútgáfan og Siðfræðistofnun, 1997, bls. 18.Sólveig Anna Bóasdóttir. Ást, kynlíf og hjónaband. Reykjavík: Salka, 2008, bls.59
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun