Verkföll, sanngjörn vopn eða úreld samningsgerð? Björn Jóhannsson skrifar 26. apríl 2015 18:03 Enn á ný er vinnumarkaðurinn í uppnámi, eftir erfiða samninga við lækna og kennara krefjast samninganefndir opinberra starfsmanna sambærilegra samninga fyrir sína umbjóðenda og á almenna markaðnum hefur myndast gallhörð krafa um leiðréttingu launa frá síðustu kjarasamningum. Verkfall, hvað er það? Þegar samið var um verkfallsrétt fyrir almenna launþega, var það réttur til að leggja niður vinnu til að tryggja rétt þeirra til samninga um kaup og kjör. Atvinnurekendur höfðu á móti rétt til verkbanna og hvor um sig höfðu varinn rétt til framkvæmdanna innan laga um vinnudeilur. Fyrst um sinn náðu lögin yfir ágreining á hinum almenna vinnumarkaði. Kjaranefnd ákvarðaði laun opinberra starfsmanna. Illu heilli fengu opinberir starfsmenn verkfallsrétt á sjöunda áratug síðustu aldar, því síðan hafa menn áttað sig á muninum milli almenna starfsmanna og opinberra starfsmanna, þar sem annarsvegar á almenna markaðnum eru verkföll sem beinast að eigendum atvinnutækjanna og hinsvegar að þjónustustofnunum almennings þe beinast verkföllin að okkur sjálfum, einhverskonar hálf klúður hefur orðið til þess að ríkisstjórn á hverjum tíma er dregin með illu eða góðu inn samningana með „félagslegum pökkum“, eða eins og í tilfellum opinberra starfsmanna er almenningur tekinn í gíslingu (kennarar /börn og heilbrigðisstéttir/sjúklingar) og svo framvegis. Allt þetta rugl er löngu úrelt forneskja sem verður að leggja af, og taka upp ný vinnubrögð við skiptingu þeirra launa sem til ráðsstöfunar eru á hverjum tíma. Hvað getur komið í stað núverandi samningaviðræðna um kaup og kjör? Nú eru góð ráð dýr, og öll verðum við að reyna að leggja okkar besta til málanna. „Við“ segi ég því öll erum við hluti af einni heild, tannhjól í sameiginlega fyrirtækinu „ÍSLAND HF“. Við erum rúmlega 300 þúsund einstaklingar sem vinnum saman (eða ættum að vinna saman) að þjóðfélagi þar sem öllum ætti að líða vel í góðu og öruggu samfélagi. ÍSLAND HF, er lítið fyrirtæki í alþjóðlegum samanburði, þó svo okkur takist oft að flækja einföldustu mál. Við veljum í kosningum flokka sem síðan mynda stjórn (ríkisstjórn). Ef við einföldum dæmið stýrir ríkisstjórnin ÍSLANDI HF í umboði þjóðarinnar sem er eini hluthafinn. ÍSLAND HF er eins og önnur fyrirtæki með ríkisreikning sem samsettur er úr: Þjóðartekjur og þjóðarútgjöld. Ríkisstjórnin hefur í raun það eina verkefni að tryggja að þjóðartekjurnar á hverjum tíma séu hærri en þjóðarútgjöldin!! Því eins og vitur maður sagði forðum við ungan mann sem var að leggja af stað út í lífið; „Ef þú þénar 300 þúsund á mánuði og eyðir 290 þúsund á mánuði, verður þú alltaf hamingjusamur, en ef þú þénar 300 þúsund á mánuði og eyðir 310 þúsundum á mánuði verður þú ávallt óhamingjusamur“. Einn liður í þjóðarútgjöldunum og ekki svo lítil eru - LAUN-, öll laun fyrir alla vinnu frá Pokadrengs til Forseta. Öll þessi laun er „kakan“ sem kjarabaráttan snýst um, en allir eru ósáttir um hvernig beri að skipta. Er leið til að skipta kökunni á sem sanngjarnastan og réttlátastan veg? Það hlýtur að vera kerfið í dag gengur ekki lengur. Mér dettur í hug ein leið og vonandi hafa aðrir góðar hugmyndir í handraðanum. Mín er svona; Forystumenn í hinum tveimur aðalgreinum (almenni og opinberi) atvinnulífsins skipar hvor sína atvinnumats nefnd. Hvor nefndin fær það verkefni að raða öllum starfsmönnum í flokka samkvæmt námsmati, starfslengd, ábyrgð og umhverfi (þegar eru til starfsmöt og launaflokka kerfi sem byggja má á). Ef ágreiningur er milli starfsstétta um matið, skal kjaranefnd úrskurða. Þegar búið er að raða niður öllum launþegum landsins í heildar flokkana tvo skal fella flokkana saman undir stjórn og leiðsögn kjaranefndar, ágreining skal skotið til dómstóla. Þegar allir starfsmenn hafa fengið sinn flokk í samræmdu launakerfi, er komið að launum fyrir hvern flokk. Laun verð aðeins skilgreind sem „lámarkslaun eða grunnlaun“. Launin verða síðan ákveðin af Launanefnd, þar sem launin ákvarðast af fjárlögum ársins, þe hvað er til ráðstöfunar í launagreiðslur þegar kostnaður ríkisins samkvæmt fjárlögum hefur verið dreginn frá áætluðum þjóðartekjum. Lægst laun skal skilgreina af Hagstofu fyrir gerð fjárlaga og síðan skal dreifa launum upp allan launaskalann, þó þannig að heildar launin séu innan fjárlaga hverju sinni. Þegar búið er að framkvæma þessa einu sinni, ætti að vera ágreiningslaust að hækka/lækka launakökuna í upphafi hvers fjárlagaárs, og allra hagur og kappsmál að halda kostnaði í lámarki og þjóðartekjum í hámarki. Björn Jóhannsson tæknifræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Enn á ný er vinnumarkaðurinn í uppnámi, eftir erfiða samninga við lækna og kennara krefjast samninganefndir opinberra starfsmanna sambærilegra samninga fyrir sína umbjóðenda og á almenna markaðnum hefur myndast gallhörð krafa um leiðréttingu launa frá síðustu kjarasamningum. Verkfall, hvað er það? Þegar samið var um verkfallsrétt fyrir almenna launþega, var það réttur til að leggja niður vinnu til að tryggja rétt þeirra til samninga um kaup og kjör. Atvinnurekendur höfðu á móti rétt til verkbanna og hvor um sig höfðu varinn rétt til framkvæmdanna innan laga um vinnudeilur. Fyrst um sinn náðu lögin yfir ágreining á hinum almenna vinnumarkaði. Kjaranefnd ákvarðaði laun opinberra starfsmanna. Illu heilli fengu opinberir starfsmenn verkfallsrétt á sjöunda áratug síðustu aldar, því síðan hafa menn áttað sig á muninum milli almenna starfsmanna og opinberra starfsmanna, þar sem annarsvegar á almenna markaðnum eru verkföll sem beinast að eigendum atvinnutækjanna og hinsvegar að þjónustustofnunum almennings þe beinast verkföllin að okkur sjálfum, einhverskonar hálf klúður hefur orðið til þess að ríkisstjórn á hverjum tíma er dregin með illu eða góðu inn samningana með „félagslegum pökkum“, eða eins og í tilfellum opinberra starfsmanna er almenningur tekinn í gíslingu (kennarar /börn og heilbrigðisstéttir/sjúklingar) og svo framvegis. Allt þetta rugl er löngu úrelt forneskja sem verður að leggja af, og taka upp ný vinnubrögð við skiptingu þeirra launa sem til ráðsstöfunar eru á hverjum tíma. Hvað getur komið í stað núverandi samningaviðræðna um kaup og kjör? Nú eru góð ráð dýr, og öll verðum við að reyna að leggja okkar besta til málanna. „Við“ segi ég því öll erum við hluti af einni heild, tannhjól í sameiginlega fyrirtækinu „ÍSLAND HF“. Við erum rúmlega 300 þúsund einstaklingar sem vinnum saman (eða ættum að vinna saman) að þjóðfélagi þar sem öllum ætti að líða vel í góðu og öruggu samfélagi. ÍSLAND HF, er lítið fyrirtæki í alþjóðlegum samanburði, þó svo okkur takist oft að flækja einföldustu mál. Við veljum í kosningum flokka sem síðan mynda stjórn (ríkisstjórn). Ef við einföldum dæmið stýrir ríkisstjórnin ÍSLANDI HF í umboði þjóðarinnar sem er eini hluthafinn. ÍSLAND HF er eins og önnur fyrirtæki með ríkisreikning sem samsettur er úr: Þjóðartekjur og þjóðarútgjöld. Ríkisstjórnin hefur í raun það eina verkefni að tryggja að þjóðartekjurnar á hverjum tíma séu hærri en þjóðarútgjöldin!! Því eins og vitur maður sagði forðum við ungan mann sem var að leggja af stað út í lífið; „Ef þú þénar 300 þúsund á mánuði og eyðir 290 þúsund á mánuði, verður þú alltaf hamingjusamur, en ef þú þénar 300 þúsund á mánuði og eyðir 310 þúsundum á mánuði verður þú ávallt óhamingjusamur“. Einn liður í þjóðarútgjöldunum og ekki svo lítil eru - LAUN-, öll laun fyrir alla vinnu frá Pokadrengs til Forseta. Öll þessi laun er „kakan“ sem kjarabaráttan snýst um, en allir eru ósáttir um hvernig beri að skipta. Er leið til að skipta kökunni á sem sanngjarnastan og réttlátastan veg? Það hlýtur að vera kerfið í dag gengur ekki lengur. Mér dettur í hug ein leið og vonandi hafa aðrir góðar hugmyndir í handraðanum. Mín er svona; Forystumenn í hinum tveimur aðalgreinum (almenni og opinberi) atvinnulífsins skipar hvor sína atvinnumats nefnd. Hvor nefndin fær það verkefni að raða öllum starfsmönnum í flokka samkvæmt námsmati, starfslengd, ábyrgð og umhverfi (þegar eru til starfsmöt og launaflokka kerfi sem byggja má á). Ef ágreiningur er milli starfsstétta um matið, skal kjaranefnd úrskurða. Þegar búið er að raða niður öllum launþegum landsins í heildar flokkana tvo skal fella flokkana saman undir stjórn og leiðsögn kjaranefndar, ágreining skal skotið til dómstóla. Þegar allir starfsmenn hafa fengið sinn flokk í samræmdu launakerfi, er komið að launum fyrir hvern flokk. Laun verð aðeins skilgreind sem „lámarkslaun eða grunnlaun“. Launin verða síðan ákveðin af Launanefnd, þar sem launin ákvarðast af fjárlögum ársins, þe hvað er til ráðstöfunar í launagreiðslur þegar kostnaður ríkisins samkvæmt fjárlögum hefur verið dreginn frá áætluðum þjóðartekjum. Lægst laun skal skilgreina af Hagstofu fyrir gerð fjárlaga og síðan skal dreifa launum upp allan launaskalann, þó þannig að heildar launin séu innan fjárlaga hverju sinni. Þegar búið er að framkvæma þessa einu sinni, ætti að vera ágreiningslaust að hækka/lækka launakökuna í upphafi hvers fjárlagaárs, og allra hagur og kappsmál að halda kostnaði í lámarki og þjóðartekjum í hámarki. Björn Jóhannsson tæknifræðingur.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun