Enski boltinn

Brendan Rodgers: Ekkert drápseðli á síðasta þriðjungnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Dawson fagnar hér sigurmarki sínu.
Michael Dawson fagnar hér sigurmarki sínu. Vísir/EPA
Liverpool tapaði í kvöld 1-0 á útivelli á móti Hull í ensku úrvalsdeildinni og er því áfram sjö stigum frá Meistaradeildarsæti. Liðið skoraði ekki í öðrum leiknum í röð og það er ljóst að sóknarleikur liðsins er ekki að ganga upp.

„Okkur skorti drápseðlið á síðasta þriðjungnum. Markið sem við fengum á okkur voru líka mikil vonbrigði. Fyrir utan það þá sköpuðu þeir sér ekki mörg færi á móti okkur,“ sagði Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, við BBC.

Michael Dawson skoraði eina mark leiksins á 37. Mínútu eftir að Liverpool tókst ekki að koma hornspyrnu almennilega frá. Boltinn kom aftur fyrir þar sem Dawson var einn og yfirgefinn.

„Það var slappur varnarleikur hjá liðinu í sigurmarki Hull. Leikmenn voru ekki samtaka og spiluðu Dawson því réttstæðan," sagði Brendan Rodgers og sóknarleikur liðsins var hálf bitlaus eins og oft áður á þessu tímabili.

„Við ógnuðum þeim aldrei fyrir alvöru. Það hefur verið þannig í vetur að við höfum verið í basli á síðasta þriðjungnum," sagði Rodgers.

„Nú eigum við ekki lengur raunhæfa möguleika á fjórða sætinu. Okkar markmið núna er að bæta okkar leik út tímabilið. Þetta átti alltaf að vera erfitt  fyrir okkur. Möguleikinn var lítill vegna þess á hvaða stað liðið er," sagði Rodgers.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×