Enski boltinn

25 ár síðan að Liverpool varð síðast enskur meistari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bruce Grobbelaar og Glenn Hysen fagna titlinum 1990.
Bruce Grobbelaar og Glenn Hysen fagna titlinum 1990. Vísir/Getty
Liverpool tapaði í kvöld 1-0 á móti fallbaráttuliði Hull í frestuðum leik í ensku úrvalsdeildinni sem þýðir að Meistaradeildardraumur félagsins er endanlega dáinn.

Liverpool hélt upp á aldarfjórðungsafmæli í dag en liðið tryggði sér sinn síðasta enska meistaratitil 28. apríl 1990.

Þá var Liverpool-liðið að vinna sinn átjánda meistaratitil en síðan hefur biðin lengst og lengst með hverju árinu.

Liverpool tryggði sér titilinn fyrir 25 árum með 2-1 sigri á Queens Park Rangers á Anfield en Kenny Dalglish var þá knattspyrnustjóri Liverpool.

Sex mismunandi félög hafa unnið enska meistaratitilinn síðan þá en Arsenal vann árið eftir. Arsenal hefur unnið þrjá fleiri meistaratitla en bæði Leeds United (1992) og Blackburn Rovers (1995) hafa orðið meistarar á þessum tíma.

Chelsea (2005, 2006 og 2010) og Manchester City (2012 og 2014) hafa líka unnið fleiri en einn titil á þessum tíma en það er þó eitt félag sem hefur unnið þá langflesta.

Manchester United vann þrettán meistaratitla undir stjórn  Sir Alex Ferguson á þessum tíma.

Sky Sports tók saman í dag hvað hefur gerst hjá Liverpool á þessum 25 árum en þar á meðal hefur félagið keypt 190 leikmenn fyrir 770 milljónir punda.

Sjö knattspyrnustjórar hafa líka reynt að fylgja í fótspor Kenny Dalglish á þessum aldarfjórðungi en aðeins þrír þeirra komust nálægt því.

Það er hægt að finna þessa athyglisverðu úttekt Sky Sports með því að smella hér.

Vísir/Getty
Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Brendan Rodgers: Ekkert drápseðli á síðasta þriðjungnum

Liverpool tapaði í kvöld 1-0 á útivelli á móti Hull í ensku úrvalsdeildinni og er því áfram sjö stigum frá Meistaradeildarsæti. Liðið skoraði ekki í öðrum leiknum í röð og það er ljóst að sóknarleikur liðsins er ekki að ganga upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×