Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2015 13:30 Sverrir Ólafsson, Ólafur Þór Hauksson og Ólafur Ólafsson. Vísir Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, lagði áherslu á það að Aurum-málið og Al Thani-málið væru ótengd sakamál auk þess sem að sýna þurfi fram á hvaða hagsmunir liggi að baki eigi vanhæfi dómara að geta komið til greina. „Hjá Sverri Ólafssyni liggja engir hagsmunir að baki og álitamálið einskorðast við það hvort bræðratengslin hafi gert hann vanhæfan. Hafði Ólafur Ólafsson hagsmuni af úrlausn ákæruvaldsins? Nei. Ákæruvaldið hefur ekki sýnt fram á neina hagsmuni sem leiða geta til vanhæfis meðdómarans,“ sagði Óttar.Sjá einnig: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“Orð gegn orði varðandi það hvað dómsformaður og sérstakur ræddu í símtali Þá sagði hann gögn málsins eindregið benda til þess að sérstökum saksóknara hafi verið fyllilega kunnugt um bræðratengslin í upphafi. „Í óbirtri blaðagrein dómsformannsins segir að daginn eftir að hann hafi greint sakflytjendum frá því hver væri meðdómari í málinu hafi sérstakur saksóknari hringt í hann og greint dómsformanninum frá bræðratengslum Sverris Ólafssonar og Ólafs Ólafssonar. Hafi símtalinu lokið með því að sérstakur saksóknari greindi dómsformanninum frá því að hann myndi ekki gera athugasemd við skipan meðdómara.“ Hér stendur orð gegn orði þar sem Ólafur Þór Hauksson hefur sagt að í umræddu símtali hafi ekki verið rætt um meint vanhæfi Sverris vegna þess að hann er bróðir Ólafs. Meint vanhæfi Sverris hafi þó verið rætt vegna þess að hann vann fyrir slitastjórn Glitnis sem hafði farið fram á skaðabótakröfu í Aurum-málin. „Umbjóðandi minn telur þó að ljá beri orðum dómsformannsins meira vægi en orðum sérstaks saksóknara. [...] Það er beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara,“ sagði Óttar.Mestu skiptir að ummæli Sverris varða alls ekki efnisatriði málsins Þá gerði Óttar einnig að umtalsefni ummælin sem Sverrir lét falla eftir að dómur í málinu gekk í héraði. Sagði hann að vissulega hefði verið betra ef að meðdómarinn hefði setið undir ummælum sérstaks saksóknara um að honum hafi verið ókunnugt um ættartengslin. Þó væri nauðsynlegt að líta til samhengis þeirra, inntaksins í þeim og að hverjum þeim var beint. „Dómsformaðurinn hafði á sínum tíma upplýst Sverri Ólafsson um að sérstökum saksóknara væri kunnugt um að hann væri bróðir Ólafs Ólafssonar. Það blasir því við að það lék ekki nokkur vafi á því í huga Sverris að sérstakur saksóknari fór með ósannindi í fjölmiðlum.“ Þá sagði Óttar ekkert í ummælum Sverris hvorki gefa til kynna að hann hafi verið hliðhollur hlið ákærðu í Aurum-málinu né borið óvild í garð sérstaks saksóknara. „Það sem skiptir þó allra mestu máli þegar afstaða er tekin til kröfu ákæruvaldsins er það að ummælin varða alls ekki efnisatriði málsins og bera á engan hátt með sér að dómarinn hafi fyrirfram tekið afstöðu til sakarefnisins.“ Aurum Holding málið Tengdar fréttir Áfrýjar Aurum málinu og krefst ómerkingar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað héraðdómi í Aurum málinu til Hæstaréttar og vill að niðurstaðan verði ómerkt. 3. júlí 2014 14:18 Einn virtasti dómari landsins segir gróflega vegið að starfsheiðri sínum Guðjón St. Magnússon héraðsdómari segir sérstakan saksóknara hafa vitað um ættartengsl Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, og Ólafs Ólafssonar, kennds við Samskip. Sérstakur saksóknari neitar því og segir Guðjón misminna. 19. mars 2015 07:00 Dómari segir sérstakan saksóknara eiga mat á meðdómara við sjálfan sig Guðjón S. Marteinsson, dómsformaður í Aurum-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir hvorki hann né sérfróðan meðdómara í málinu hafa valdið réttarspjöllum með því að upplýsa ekki sérstakan saksóknara um ættartengsl meðdómarans. 11. júní 2014 07:00 Dómarar í Aurum-málinu munu ekki gefa skýrslu Úrskurðinum áfrýjað til Hæstaréttar. 25. mars 2015 16:41 Jón Ásgeir segir kappsama saksóknara hættulega samfélaginu Ber tvo starfsmenn Sérstaks saksóknara þungum sökum. 13. júní 2014 09:51 Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15 Aurum-málið: Dómarar ekki til skýrslutöku Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að verjendur í Aurum-málinu svokallaða fái ekki að kalla dómara málsins í héraði. 2. apríl 2015 12:00 Aurum-málið: Segja sérstakan saksóknara hafa vitað af ættartengslum dómara Verjendur í Aurum-málinu vilja kalla tvo af dómurum málsins til vitnis. Munnlegur málflutningur um kröfuna fór fram í dag. 18. mars 2015 16:31 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, lagði áherslu á það að Aurum-málið og Al Thani-málið væru ótengd sakamál auk þess sem að sýna þurfi fram á hvaða hagsmunir liggi að baki eigi vanhæfi dómara að geta komið til greina. „Hjá Sverri Ólafssyni liggja engir hagsmunir að baki og álitamálið einskorðast við það hvort bræðratengslin hafi gert hann vanhæfan. Hafði Ólafur Ólafsson hagsmuni af úrlausn ákæruvaldsins? Nei. Ákæruvaldið hefur ekki sýnt fram á neina hagsmuni sem leiða geta til vanhæfis meðdómarans,“ sagði Óttar.Sjá einnig: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“Orð gegn orði varðandi það hvað dómsformaður og sérstakur ræddu í símtali Þá sagði hann gögn málsins eindregið benda til þess að sérstökum saksóknara hafi verið fyllilega kunnugt um bræðratengslin í upphafi. „Í óbirtri blaðagrein dómsformannsins segir að daginn eftir að hann hafi greint sakflytjendum frá því hver væri meðdómari í málinu hafi sérstakur saksóknari hringt í hann og greint dómsformanninum frá bræðratengslum Sverris Ólafssonar og Ólafs Ólafssonar. Hafi símtalinu lokið með því að sérstakur saksóknari greindi dómsformanninum frá því að hann myndi ekki gera athugasemd við skipan meðdómara.“ Hér stendur orð gegn orði þar sem Ólafur Þór Hauksson hefur sagt að í umræddu símtali hafi ekki verið rætt um meint vanhæfi Sverris vegna þess að hann er bróðir Ólafs. Meint vanhæfi Sverris hafi þó verið rætt vegna þess að hann vann fyrir slitastjórn Glitnis sem hafði farið fram á skaðabótakröfu í Aurum-málin. „Umbjóðandi minn telur þó að ljá beri orðum dómsformannsins meira vægi en orðum sérstaks saksóknara. [...] Það er beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara,“ sagði Óttar.Mestu skiptir að ummæli Sverris varða alls ekki efnisatriði málsins Þá gerði Óttar einnig að umtalsefni ummælin sem Sverrir lét falla eftir að dómur í málinu gekk í héraði. Sagði hann að vissulega hefði verið betra ef að meðdómarinn hefði setið undir ummælum sérstaks saksóknara um að honum hafi verið ókunnugt um ættartengslin. Þó væri nauðsynlegt að líta til samhengis þeirra, inntaksins í þeim og að hverjum þeim var beint. „Dómsformaðurinn hafði á sínum tíma upplýst Sverri Ólafsson um að sérstökum saksóknara væri kunnugt um að hann væri bróðir Ólafs Ólafssonar. Það blasir því við að það lék ekki nokkur vafi á því í huga Sverris að sérstakur saksóknari fór með ósannindi í fjölmiðlum.“ Þá sagði Óttar ekkert í ummælum Sverris hvorki gefa til kynna að hann hafi verið hliðhollur hlið ákærðu í Aurum-málinu né borið óvild í garð sérstaks saksóknara. „Það sem skiptir þó allra mestu máli þegar afstaða er tekin til kröfu ákæruvaldsins er það að ummælin varða alls ekki efnisatriði málsins og bera á engan hátt með sér að dómarinn hafi fyrirfram tekið afstöðu til sakarefnisins.“
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Áfrýjar Aurum málinu og krefst ómerkingar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað héraðdómi í Aurum málinu til Hæstaréttar og vill að niðurstaðan verði ómerkt. 3. júlí 2014 14:18 Einn virtasti dómari landsins segir gróflega vegið að starfsheiðri sínum Guðjón St. Magnússon héraðsdómari segir sérstakan saksóknara hafa vitað um ættartengsl Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, og Ólafs Ólafssonar, kennds við Samskip. Sérstakur saksóknari neitar því og segir Guðjón misminna. 19. mars 2015 07:00 Dómari segir sérstakan saksóknara eiga mat á meðdómara við sjálfan sig Guðjón S. Marteinsson, dómsformaður í Aurum-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir hvorki hann né sérfróðan meðdómara í málinu hafa valdið réttarspjöllum með því að upplýsa ekki sérstakan saksóknara um ættartengsl meðdómarans. 11. júní 2014 07:00 Dómarar í Aurum-málinu munu ekki gefa skýrslu Úrskurðinum áfrýjað til Hæstaréttar. 25. mars 2015 16:41 Jón Ásgeir segir kappsama saksóknara hættulega samfélaginu Ber tvo starfsmenn Sérstaks saksóknara þungum sökum. 13. júní 2014 09:51 Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15 Aurum-málið: Dómarar ekki til skýrslutöku Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að verjendur í Aurum-málinu svokallaða fái ekki að kalla dómara málsins í héraði. 2. apríl 2015 12:00 Aurum-málið: Segja sérstakan saksóknara hafa vitað af ættartengslum dómara Verjendur í Aurum-málinu vilja kalla tvo af dómurum málsins til vitnis. Munnlegur málflutningur um kröfuna fór fram í dag. 18. mars 2015 16:31 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Áfrýjar Aurum málinu og krefst ómerkingar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað héraðdómi í Aurum málinu til Hæstaréttar og vill að niðurstaðan verði ómerkt. 3. júlí 2014 14:18
Einn virtasti dómari landsins segir gróflega vegið að starfsheiðri sínum Guðjón St. Magnússon héraðsdómari segir sérstakan saksóknara hafa vitað um ættartengsl Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, og Ólafs Ólafssonar, kennds við Samskip. Sérstakur saksóknari neitar því og segir Guðjón misminna. 19. mars 2015 07:00
Dómari segir sérstakan saksóknara eiga mat á meðdómara við sjálfan sig Guðjón S. Marteinsson, dómsformaður í Aurum-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir hvorki hann né sérfróðan meðdómara í málinu hafa valdið réttarspjöllum með því að upplýsa ekki sérstakan saksóknara um ættartengsl meðdómarans. 11. júní 2014 07:00
Dómarar í Aurum-málinu munu ekki gefa skýrslu Úrskurðinum áfrýjað til Hæstaréttar. 25. mars 2015 16:41
Jón Ásgeir segir kappsama saksóknara hættulega samfélaginu Ber tvo starfsmenn Sérstaks saksóknara þungum sökum. 13. júní 2014 09:51
Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15
Aurum-málið: Dómarar ekki til skýrslutöku Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að verjendur í Aurum-málinu svokallaða fái ekki að kalla dómara málsins í héraði. 2. apríl 2015 12:00
Aurum-málið: Segja sérstakan saksóknara hafa vitað af ættartengslum dómara Verjendur í Aurum-málinu vilja kalla tvo af dómurum málsins til vitnis. Munnlegur málflutningur um kröfuna fór fram í dag. 18. mars 2015 16:31