Enski boltinn

Enn eitt tapið hjá Cardiff

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Getty
Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn er lið hans, Cardiff, tapaði fyrir Ipswich í ensku B-deildinni í kvöld. Aron Einar tryggði sínum mönnum 2-1 sigur á Leeds um helgina en liðið tapaði í kvöld sínum sextánda leik á tímabilinu.

Ipswich er í baráttu um að komast í umspilskeppnina um sæti í ensku úrvalsdeildinni en liðið er með 74 stig í sjötta sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu. Ipswich er með þriggja stiga forystu á næstu lið, Brentford og Wolves, sem stendur.

Þá gerðu Bolton og Charlton jafntefli, 1-1. Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn fyrir Charlton en Eiður Smári Guðjohnsen kom ekki við sögu að þessu sinni í liði Bolton.

Charlton er í tólfta sæti deildarinnar með 57 stig, Cardiff í því þrettánda með 55 og Bolton í sautjánda með 50.

Öll liðin í toppbaráttunni sem spiluðu í kvöld unnu sína leiki en Watford getur endurheimt þriðja sæti deildarinnar með sigri á Nottingham Forest annað kvöld. Bournemouth og Norwich eru sem fyrr í efstu tveimur sætunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×