Hópur boðsgesta gekk út af forsýningu Austurs: „Þetta var of mikið fyrir suma held ég“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2015 23:00 Jón Atli Jónasson, leikstjóri Austur, segir myndina ekki fyrir viðkvæma: „Svo fóru kannski einhverjir af því þeir fíluðu þetta ekki.“ Vísir/Stefán/Vilhelm Heldur einkennileg stemning myndaðist á forsýningu kvikmyndarinnar Austur í Háskólabíói í kvöld þar sem nokkrir boðsgesta gengu út af sýningunni. Myndin segir frá ungum manni sem á einnar nætur gaman með fyrrverandi unnustu og barnsmóður ofbeldisfulls glæpamanns sem er í mikilli neyslu. Hann er tekinn gíslingu af gengi glæpamannsins með það fyrir augum að kúga út úr honum fé. Þegar þau áform verða að engu þá skapast atburðarás þar sem líf unga mannsins er í stórhættu. Myndin er sögð stranglega bönnuð börnum og alls ekki fyrir viðkvæma en það heyrir til tíðinda að hópur boðsgesta gangi út af forsýningu íslenskrar kvikmyndar. Jón Atli Jónasson, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, segir áhorfendum hafa verið brugðið.Að neðan má sjá stiklu úr myndinni.„Ekki fyrir viðkvæma“ „Þetta var of mikið fyrir suma held ég. Mér skildist á þeim sem voru þarna frammi að þetta hefði verið of erfitt stundum. Ég er alveg vanur því, ég hef gert leiksýningar sem eru mjög erfiðar að horfa á og sumir höndla það ekki og fara og maður ber alveg virðingu fyrir því. Og svo fóru kannski einhverjir af því þeir fíluðu þetta ekki. En það var svona general stemningin af því sem ég heyrði, þetta er ekki fyrir viðkvæma,“ segir Jón Atli. Hann segist vera sáttur við útkomuna. „Ég er mjög sáttur við það sem við gerðum. Við fórum og gerðum myndina sem við ætluðum að gera, það var verkefnið.“Fjölmargir nafntogaðir karlar og konur voru mætt í Háskólabíó í kvöld. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason var á meðal þeirra. Frumsýning Austur eftir Jón Atla Jónasson. A photo posted by Andri Magnason (@andrimagnason) on Apr 15, 2015 at 1:10pm PDT Líkindi með Stokkseyrarmálinu Líkt og Vísir sagði frá fyrr í vikunni þykir umfjöllunarefni myndarinnar líkjast Stokkseyrarmálinu svokallaða.Sjá einnig:Mikil líkindi með Stokkseyrarmálinu og nýrri íslenskri glæpamynd Jón Atli sagði í samtali við Vísi við það tilefni myndina ekki eingöngu byggða á Stokkseyrarmálinu heldur sé hún innblásin af nokkrum frelsissviptingarmálum sem hafa átt sér stað á Íslandi undanfarin ár. „Það hafa komið upp nokkur svona mál og í raun eru þau svona kveikjan að þessu. Við erum ekki að gera mynd um þetta eina sérstaka mál. Auðvitað er margt líkt með því. Þegar um svona mál er að ræða þá fylgir það ákveðnum forsendum og ég er ekkert að segja það af því ég er hræddur við að segja eitthvað annað, ég er bara að segja um hvað myndin er.“ Myndin fer í almenna sýningu á morgun. Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Heldur einkennileg stemning myndaðist á forsýningu kvikmyndarinnar Austur í Háskólabíói í kvöld þar sem nokkrir boðsgesta gengu út af sýningunni. Myndin segir frá ungum manni sem á einnar nætur gaman með fyrrverandi unnustu og barnsmóður ofbeldisfulls glæpamanns sem er í mikilli neyslu. Hann er tekinn gíslingu af gengi glæpamannsins með það fyrir augum að kúga út úr honum fé. Þegar þau áform verða að engu þá skapast atburðarás þar sem líf unga mannsins er í stórhættu. Myndin er sögð stranglega bönnuð börnum og alls ekki fyrir viðkvæma en það heyrir til tíðinda að hópur boðsgesta gangi út af forsýningu íslenskrar kvikmyndar. Jón Atli Jónasson, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, segir áhorfendum hafa verið brugðið.Að neðan má sjá stiklu úr myndinni.„Ekki fyrir viðkvæma“ „Þetta var of mikið fyrir suma held ég. Mér skildist á þeim sem voru þarna frammi að þetta hefði verið of erfitt stundum. Ég er alveg vanur því, ég hef gert leiksýningar sem eru mjög erfiðar að horfa á og sumir höndla það ekki og fara og maður ber alveg virðingu fyrir því. Og svo fóru kannski einhverjir af því þeir fíluðu þetta ekki. En það var svona general stemningin af því sem ég heyrði, þetta er ekki fyrir viðkvæma,“ segir Jón Atli. Hann segist vera sáttur við útkomuna. „Ég er mjög sáttur við það sem við gerðum. Við fórum og gerðum myndina sem við ætluðum að gera, það var verkefnið.“Fjölmargir nafntogaðir karlar og konur voru mætt í Háskólabíó í kvöld. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason var á meðal þeirra. Frumsýning Austur eftir Jón Atla Jónasson. A photo posted by Andri Magnason (@andrimagnason) on Apr 15, 2015 at 1:10pm PDT Líkindi með Stokkseyrarmálinu Líkt og Vísir sagði frá fyrr í vikunni þykir umfjöllunarefni myndarinnar líkjast Stokkseyrarmálinu svokallaða.Sjá einnig:Mikil líkindi með Stokkseyrarmálinu og nýrri íslenskri glæpamynd Jón Atli sagði í samtali við Vísi við það tilefni myndina ekki eingöngu byggða á Stokkseyrarmálinu heldur sé hún innblásin af nokkrum frelsissviptingarmálum sem hafa átt sér stað á Íslandi undanfarin ár. „Það hafa komið upp nokkur svona mál og í raun eru þau svona kveikjan að þessu. Við erum ekki að gera mynd um þetta eina sérstaka mál. Auðvitað er margt líkt með því. Þegar um svona mál er að ræða þá fylgir það ákveðnum forsendum og ég er ekkert að segja það af því ég er hræddur við að segja eitthvað annað, ég er bara að segja um hvað myndin er.“ Myndin fer í almenna sýningu á morgun.
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira