Hummer Dennis Rodman er 3,2 tonn af vitleysu Finnur Thorlacius skrifar 16. apríl 2015 16:24 Skrautlegur í meira lagi. Hummer bíll Dennis Rodman körfuboltamanns er nú til sölu á Ebay. Hann er af árgerð 1996 og er af H1 gerð, stærstu gerðar Hummer, enda vegur hann lítil 3,2 tonn. Útlitið á bílnum er ári magnað og er hann sprautaður af airbrush-listamönnum í Kaliforníu og naktar konur virðast prýða hann á alla kanta. Þessi bíll er ekki mikið notaður, en honum hefur aðeins verið ekið 35.400 kílómetra og að mestu geymdur inní risastórum bílskúr Rodman, ásamt fleiri lúxusbílum. Blása má lofti í dekk bílsins með dælum innan úr bílnum, svo hann gæti verið heppilegur til jöklaferða hérlendis fyrir vikið. Bíllinn er útbúinn öflugu hljóðkerfi og stórir hátalarar eru í farangursrými jeppans. Ekki kemur fram hvert verð bílsins er, en fátt annað að gera en bjóða í. Það ætti að heyrast aðeins í þeim þessum. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent
Hummer bíll Dennis Rodman körfuboltamanns er nú til sölu á Ebay. Hann er af árgerð 1996 og er af H1 gerð, stærstu gerðar Hummer, enda vegur hann lítil 3,2 tonn. Útlitið á bílnum er ári magnað og er hann sprautaður af airbrush-listamönnum í Kaliforníu og naktar konur virðast prýða hann á alla kanta. Þessi bíll er ekki mikið notaður, en honum hefur aðeins verið ekið 35.400 kílómetra og að mestu geymdur inní risastórum bílskúr Rodman, ásamt fleiri lúxusbílum. Blása má lofti í dekk bílsins með dælum innan úr bílnum, svo hann gæti verið heppilegur til jöklaferða hérlendis fyrir vikið. Bíllinn er útbúinn öflugu hljóðkerfi og stórir hátalarar eru í farangursrými jeppans. Ekki kemur fram hvert verð bílsins er, en fátt annað að gera en bjóða í. Það ætti að heyrast aðeins í þeim þessum.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent