„Gat ekki gert mömmu og pabba þetta, svo ég bjó um sárið og þreif upp blóðið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. apríl 2015 11:30 Gunnhildur varð fyrir miklu einelti á Selfossi. Nú er von á bjartari tíma. „Á mínum yngri árum bjó ég í Þykkvabæ, þar sem allir þekktust, allir léku sér saman en líka þar sem hvergi var hægt að fela sig,“ segir Gunnhildur Þórðardóttir, 27 ára kona, sem varð fyrir miklu einelti í æsku. Hún segist hafa verið í þyngri kantinum og það hafi mótað líf hennar mikið. „Ég var líka með krullur og það var stundum verið að gera grín að þessum hlutum en það særði mig aldrei þegar ég var lítil, því ég vissi ekki hvað einelti var. Þrátt fyrir allt þetta elskaði ég að eiga heima í sveitinni. Þessi stríðni var bara grín og glens á milli vina og fjölskyldu.“ Gunnhildur flutti nokkrum árum seinna til Selfoss og upplifði bæinn sem mikla stórborg. „Ég var ótrúlega spennt að fá að sjá alla þá hluti sem ég var ekki vön að sjá daglega. Mikið af bílum, búðir, bókasafn, sundlaug og ég veit ekki hvað og hvað. Fyrsta skóladaginn minn var ég eins og kálfur útí haga, ég var svo spennt að ég brosti alla leið í skólann. Þegar krakkarnir komust að því að ég var úr Þykkvabænum þá byrjaði það. Ég var kölluð kartöfluálfur, sveitalubbi, sveitafýla og lamb til slátrunar.“Enginn sagði djók Hún sannfærði alltaf sjálfan sig að þetta væri allt saman bara grín en aldrei sagði neinn „grín“. Gunnhildur segir að kennarar hennar hafi aldrei tekið eftir neinu og því eldri sem hún varð, því meira varð eineltið. „Ég reyndi allt til að falla inn í hópinn, fór að klæða mig eins og stelpurnar í bekknum, hlustaði á sömu tónlist, reyndi að fá að vera með en allt kom fyrir ekki. Veturnir voru versti tíminn. Ég reyndi ávallt að ljúga mig út úr því að þurfa að fara út í frímínútur. Ég hafði týnt úlpunni minni eða ég væri svo kvefuð en manni var næstum því hent út í snjóboltana.“ Ef Gunnhildi var boðið í afmæli þá vissi hún að öllum bekknum boðið. „Það var ekki af því að afmælisbarnið vildi svo mikið fá mig. Ég man eftir einu atviki, þar sem öllum bekknum var boðið í afmæli. Mér fannst rosalega gaman og allt í einu fann ég fyrir viðurkenningu. Krakkarnir byrjuðu að tala við mig og hlæja með mér. Svo var stungið uppá því að fara í leik. Einn af strákunum átti að fara inn í herbergi og svo átti sú sem svaraði spurningu rétt að fara inn til hans og velja koss eða kúr. Ég varð fyrir valinu og ég varð ótrúlega spennt,“ segir Gunnhildur og bætir við að þetta hafi einmitt verið strákur sem hún var skotin í. Þegar hún var í þann mund að ganga inn í herbergið öskraði einn bekkjarbróðir hennar: „Ooojjj, hann þarf að kyssa Gunnsu frunsu“. „Krakkarnir fóru flest allir að hlægja og mér leið mjög illa. Ég reiddist mikið og sagði honum að þegja. Daginn eftir þegar ég er að labba inn í skólann stekkur hann fram út úr runna og kýlir mig í andlitið og hleypur síðan í burtu.“Sjá einnig: Íhugaði sjálfsmorð allt frá níu ára aldriByrjaði að þvinga upp mat Næstu ár var hún grýtt, hjóluð niður, hárreitt, kýld og spörkuð niður. „Eftir allar þessar niðurlægingar þá hætti ég að borða og byrjaði að þvinga mat uppúr mér. Mamma kom auga á ástandið og náði að stöðva mig. Hún sagði alltaf við mig að ég væri falleg eins og ég væri, en það fannst mér aldrei.“ Það kom tími þar sem Gunnhildi langaði einfaldlega ekki að vera til lengur. „Einn daginn gekk ég lengra en ég hafði áður gert. Það var eftir einstaklega erfiðan dag og þegar ég kom heim var enginn heima. Ég var að horfa á sjónvarpið og borða í mig hlýju þegar ég byrja að kroppa í sár sem ég hafði á löppinni. Allt í einu byrjar að blæða. Ég fór líklega í einhverja æð, því það fossblæddi. Ég hafði aldrei haft kjark í það að meiða sjálfa mig en þarna gerðist þetta bara. Ég var ánægð því ég vissi að þetta yrði núna búið, ég fengi frið.“ Gunnhildur segir að þegar hana fór að svima hafi síminn hringt. „Það var mamma að stinga upp á það við mig að við tvær myndum bara panta okkur pítsu um kvöldið og hafa stelpukvöld. Hún endaði síðan símtalið á því að segja við mig að hún elskaði mig og þá vissi ég að ég gat ekki gert mömmu og pabba þetta, svo ég bjó um sárið og þreif upp blóðið.“Fór að reykja og hlusta á dauðarokkÁstandið batnaði ekki á næstu misserum og Gunnhildur kynntist nýju fólki. „Ég fór að klæða mig í svört föt, fór að hlusta á Death Metal, hætti að þrífa mig og byrjaði að reykja. Þegar ég byrjaði í 9. bekk var ég farin að reykja eins og strompur útí frímínútum með öllu svala liðinu og mér leið vel með sjálfa mig því þarna var fólk farið að taka mig í sátt eins og ég var,“ segir Gunnhildur en hún heyrði samt alltaf hróp, köll og fúkyrði í hennar átt. „Einn daginn fékk ég nóg. Stærsti strákurinn í bekknum kom upp að mér og hló framan í mig og spurði mig; „hvað ertu byrjuð að reykja strumpur“. Ég veit ekki alveg hvað kom yfir mig, þessi strákur var miklu stærri en ég. Ég greip í hálsmálið á honum og bókstaflega lyfti honum upp á tær og sagði reið við hann að það kæmi honum ekki við.“ Gunnhildur segir að margir krakkar hafi orðið vitni að atvikinu. „Í fyrsta skipti í mörg ár leið mér vel, þarna fann ég röddina mína. Á undan þessu var ég ætíð með höfuðið niður og hvíslaði allt sem ég sagði. Ekki lengur. Fyrir þetta atvik vildi ég aldrei fara í skólann og laug ítrekað að foreldrum mínum að ég væri veik. Ég hætti því og var ég einu sinni kölluð til hjúkrunarfræðingsins í skólanum því ég hafði ekki komið til hennar í svo langan tíma. Hún hélt því að það væri eitthvað alvarlegt að hjá mér.“ Hún segir samt sem áður að grunnskólagangan hafi ekki haft góð áhrif á hana. Varð ósýnileg„Í framhaldsskóla hélt eineltið ekki beint áfram en samt hætti það ekki. Maður varð bara ósýnilegur nema gagnvart þeim sem vildu mann þekkja. Núna þegar ég hugsa til baka þá finn ég fyrir mikilli reiði, en ég hef alltaf haft það að leiðarljósi að það sem drepur mann ekki, styrkir mann.“ Gunnhildur er núna komin á góðan stað. „Núna er ég á stað í lífi mínu sem ég bjóst aldrei við á að komast á. Ég á yndislega fjölskyldu, yndislega vini og stórkostlegan unnusta sem ég elska meira en allt. Mér finnst gríðarlega mikilvægt að börnum sé kennt að orð geta sært mikið. Þó þau séu kannski fyndin, þá finnst fórnarlambinu það ekki.“ Hún segir að þeir sem hafa ekki lent í einelti geti í raun ekki skilið tilfinninguna. „Skilning er aðeins hægt að fá með reynslu en það þýðir ekki að fólk geti ekki sýnt stuðning og ást.“ Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
„Á mínum yngri árum bjó ég í Þykkvabæ, þar sem allir þekktust, allir léku sér saman en líka þar sem hvergi var hægt að fela sig,“ segir Gunnhildur Þórðardóttir, 27 ára kona, sem varð fyrir miklu einelti í æsku. Hún segist hafa verið í þyngri kantinum og það hafi mótað líf hennar mikið. „Ég var líka með krullur og það var stundum verið að gera grín að þessum hlutum en það særði mig aldrei þegar ég var lítil, því ég vissi ekki hvað einelti var. Þrátt fyrir allt þetta elskaði ég að eiga heima í sveitinni. Þessi stríðni var bara grín og glens á milli vina og fjölskyldu.“ Gunnhildur flutti nokkrum árum seinna til Selfoss og upplifði bæinn sem mikla stórborg. „Ég var ótrúlega spennt að fá að sjá alla þá hluti sem ég var ekki vön að sjá daglega. Mikið af bílum, búðir, bókasafn, sundlaug og ég veit ekki hvað og hvað. Fyrsta skóladaginn minn var ég eins og kálfur útí haga, ég var svo spennt að ég brosti alla leið í skólann. Þegar krakkarnir komust að því að ég var úr Þykkvabænum þá byrjaði það. Ég var kölluð kartöfluálfur, sveitalubbi, sveitafýla og lamb til slátrunar.“Enginn sagði djók Hún sannfærði alltaf sjálfan sig að þetta væri allt saman bara grín en aldrei sagði neinn „grín“. Gunnhildur segir að kennarar hennar hafi aldrei tekið eftir neinu og því eldri sem hún varð, því meira varð eineltið. „Ég reyndi allt til að falla inn í hópinn, fór að klæða mig eins og stelpurnar í bekknum, hlustaði á sömu tónlist, reyndi að fá að vera með en allt kom fyrir ekki. Veturnir voru versti tíminn. Ég reyndi ávallt að ljúga mig út úr því að þurfa að fara út í frímínútur. Ég hafði týnt úlpunni minni eða ég væri svo kvefuð en manni var næstum því hent út í snjóboltana.“ Ef Gunnhildi var boðið í afmæli þá vissi hún að öllum bekknum boðið. „Það var ekki af því að afmælisbarnið vildi svo mikið fá mig. Ég man eftir einu atviki, þar sem öllum bekknum var boðið í afmæli. Mér fannst rosalega gaman og allt í einu fann ég fyrir viðurkenningu. Krakkarnir byrjuðu að tala við mig og hlæja með mér. Svo var stungið uppá því að fara í leik. Einn af strákunum átti að fara inn í herbergi og svo átti sú sem svaraði spurningu rétt að fara inn til hans og velja koss eða kúr. Ég varð fyrir valinu og ég varð ótrúlega spennt,“ segir Gunnhildur og bætir við að þetta hafi einmitt verið strákur sem hún var skotin í. Þegar hún var í þann mund að ganga inn í herbergið öskraði einn bekkjarbróðir hennar: „Ooojjj, hann þarf að kyssa Gunnsu frunsu“. „Krakkarnir fóru flest allir að hlægja og mér leið mjög illa. Ég reiddist mikið og sagði honum að þegja. Daginn eftir þegar ég er að labba inn í skólann stekkur hann fram út úr runna og kýlir mig í andlitið og hleypur síðan í burtu.“Sjá einnig: Íhugaði sjálfsmorð allt frá níu ára aldriByrjaði að þvinga upp mat Næstu ár var hún grýtt, hjóluð niður, hárreitt, kýld og spörkuð niður. „Eftir allar þessar niðurlægingar þá hætti ég að borða og byrjaði að þvinga mat uppúr mér. Mamma kom auga á ástandið og náði að stöðva mig. Hún sagði alltaf við mig að ég væri falleg eins og ég væri, en það fannst mér aldrei.“ Það kom tími þar sem Gunnhildi langaði einfaldlega ekki að vera til lengur. „Einn daginn gekk ég lengra en ég hafði áður gert. Það var eftir einstaklega erfiðan dag og þegar ég kom heim var enginn heima. Ég var að horfa á sjónvarpið og borða í mig hlýju þegar ég byrja að kroppa í sár sem ég hafði á löppinni. Allt í einu byrjar að blæða. Ég fór líklega í einhverja æð, því það fossblæddi. Ég hafði aldrei haft kjark í það að meiða sjálfa mig en þarna gerðist þetta bara. Ég var ánægð því ég vissi að þetta yrði núna búið, ég fengi frið.“ Gunnhildur segir að þegar hana fór að svima hafi síminn hringt. „Það var mamma að stinga upp á það við mig að við tvær myndum bara panta okkur pítsu um kvöldið og hafa stelpukvöld. Hún endaði síðan símtalið á því að segja við mig að hún elskaði mig og þá vissi ég að ég gat ekki gert mömmu og pabba þetta, svo ég bjó um sárið og þreif upp blóðið.“Fór að reykja og hlusta á dauðarokkÁstandið batnaði ekki á næstu misserum og Gunnhildur kynntist nýju fólki. „Ég fór að klæða mig í svört föt, fór að hlusta á Death Metal, hætti að þrífa mig og byrjaði að reykja. Þegar ég byrjaði í 9. bekk var ég farin að reykja eins og strompur útí frímínútum með öllu svala liðinu og mér leið vel með sjálfa mig því þarna var fólk farið að taka mig í sátt eins og ég var,“ segir Gunnhildur en hún heyrði samt alltaf hróp, köll og fúkyrði í hennar átt. „Einn daginn fékk ég nóg. Stærsti strákurinn í bekknum kom upp að mér og hló framan í mig og spurði mig; „hvað ertu byrjuð að reykja strumpur“. Ég veit ekki alveg hvað kom yfir mig, þessi strákur var miklu stærri en ég. Ég greip í hálsmálið á honum og bókstaflega lyfti honum upp á tær og sagði reið við hann að það kæmi honum ekki við.“ Gunnhildur segir að margir krakkar hafi orðið vitni að atvikinu. „Í fyrsta skipti í mörg ár leið mér vel, þarna fann ég röddina mína. Á undan þessu var ég ætíð með höfuðið niður og hvíslaði allt sem ég sagði. Ekki lengur. Fyrir þetta atvik vildi ég aldrei fara í skólann og laug ítrekað að foreldrum mínum að ég væri veik. Ég hætti því og var ég einu sinni kölluð til hjúkrunarfræðingsins í skólanum því ég hafði ekki komið til hennar í svo langan tíma. Hún hélt því að það væri eitthvað alvarlegt að hjá mér.“ Hún segir samt sem áður að grunnskólagangan hafi ekki haft góð áhrif á hana. Varð ósýnileg„Í framhaldsskóla hélt eineltið ekki beint áfram en samt hætti það ekki. Maður varð bara ósýnilegur nema gagnvart þeim sem vildu mann þekkja. Núna þegar ég hugsa til baka þá finn ég fyrir mikilli reiði, en ég hef alltaf haft það að leiðarljósi að það sem drepur mann ekki, styrkir mann.“ Gunnhildur er núna komin á góðan stað. „Núna er ég á stað í lífi mínu sem ég bjóst aldrei við á að komast á. Ég á yndislega fjölskyldu, yndislega vini og stórkostlegan unnusta sem ég elska meira en allt. Mér finnst gríðarlega mikilvægt að börnum sé kennt að orð geta sært mikið. Þó þau séu kannski fyndin, þá finnst fórnarlambinu það ekki.“ Hún segir að þeir sem hafa ekki lent í einelti geti í raun ekki skilið tilfinninguna. „Skilning er aðeins hægt að fá með reynslu en það þýðir ekki að fólk geti ekki sýnt stuðning og ást.“
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira