Ford stefnir að mikilli notkun koltrefja Finnur Thorlacius skrifar 17. apríl 2015 16:38 Ford GT er að mestu smíðaður úr koltrefjum, en það verður vonandi með fleiri bíla Ford á næstunni. Ford hefur skrifað undir samning við stóran framleiðanda koltrefja og hyggst nota það í miklu meira magni en bara í Ford GT ofursportbílinn, sem meira og minna er smíðaður úr koltrefjum. Koltrefjaframleiðandinn DowAksa, sem eru dótturfyrirtæki risafyrirtækisins Dow Chemical Co., mun útvega Ford koltrefjarnar og til stendur að verð þess sé fýsilegt til framleiðslu á bílapörtum, en það hefur hingað til komið í veg fyrir að þetta létta og sterka efni sé meira notað í bíla. Ford hefur sýnt það í verki að fyrirtækið leiti leiða til að létta bíla sína umtalsvert til að minnka eyðslu og mengun þeirra, aðallega með smíði þeirra vinsælasta bíls vestanhafs, Ford F-150 pallbílsins sem nú er meira og minna smíðaður úr áli. Því er þetta skref Ford það næsta í þessari viðleitni. Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent
Ford hefur skrifað undir samning við stóran framleiðanda koltrefja og hyggst nota það í miklu meira magni en bara í Ford GT ofursportbílinn, sem meira og minna er smíðaður úr koltrefjum. Koltrefjaframleiðandinn DowAksa, sem eru dótturfyrirtæki risafyrirtækisins Dow Chemical Co., mun útvega Ford koltrefjarnar og til stendur að verð þess sé fýsilegt til framleiðslu á bílapörtum, en það hefur hingað til komið í veg fyrir að þetta létta og sterka efni sé meira notað í bíla. Ford hefur sýnt það í verki að fyrirtækið leiti leiða til að létta bíla sína umtalsvert til að minnka eyðslu og mengun þeirra, aðallega með smíði þeirra vinsælasta bíls vestanhafs, Ford F-150 pallbílsins sem nú er meira og minna smíðaður úr áli. Því er þetta skref Ford það næsta í þessari viðleitni.
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent