Kosið um framtíðina Hrefna Marín Gunnarsdóttir og Íris Baldursdóttir skrifar 7. apríl 2015 13:34 Framundan eru kosningar um nýjan rektor Háskóla Íslands til næstu fimm ára. Rúmlega fjórtán þúsund manns geta tekið þátt í vali þessa mikilvæga embættis. Atkvæðisbærir skiptast í um 1.500 starfsmenn og um 12.500 stúdenta. Atkvæði háskólakennara, sérfræðinga og starfsmanna skólans vega um tvo þriðju og stúdenta um einn þriðja. Kosningin er rafræn og fer fram á Uglu, innri vef Háskóla Íslands. Háskóli Íslands er í eðli sínu formföst og íhaldssöm stofnun, sem tekur fáar og sjaldnast krappar beygjur. Það er því ekki víst að þeir stúdentar sem kjósa í ár finni á námstíma sínum mikil áhrif breyttra áherslna sem fylgja nýjum rektor. Sá eða sú sem fyrir valinu verður mun móta stefnu skólans til framtíðar og hafa áhrif á náms- og rannsóknartækifæri næstu kynslóðar nemenda. Meðal umsækjenda um stöðu rektors er Dr. Jón Atli Benediktsson, prófessor við rafmagns- og tölvuverkfræðiskor og aðstoðarrektor Háskóla Íslands. Þeir sem hafa unnið með Jóni Atla hafa kynnst hæfileikum hans á mörgum sviðum. Jón Atli hefur verið virkur leiðbeinandi og vísindamaður til fjölda ára í góðu samstarfi við erlenda háskóla. Hann hefur tekið þátt í alþjóðlegu starfi á veigamikinn hátt og reynst glöggur á tækifæri fyrir framlag til vísindavinnu. Undanfarin ár hefur Jón Atli einnig gengt starfi aðstoðarrektors vísinda og kennslu og sem slíkur borið ábyrgð á gæðamálum í Háskóla Íslands. Besti mælikvarðinn á gæði náms er hvernig nemendur eru í stakk búnir að takast á við þær áskoranir sem mæta þeim síðar á lífsleiðinni. Jón Atli vill efla Háskóla Íslands og festa hann í sessi sem alhliða háskóla í fremstu röð meðal alþjóðlegra rannsóknarháskóla. Jón Atli hefur á ferli sínum sýnt í verki að fulltrúar lítilla þjóða hafa fullt erindi til að koma hugmyndum sínum og verkum á framfæri á alþjóðavettvangi. Hann hefur helgað lífi sínu framgangi vísinda- og tæknistarfs á Íslandi og er einn afkastamesti vísindamaður Háskóla Íslands. Það skiptir miklu máli að starfsmenn og stúdentar nýti atkvæðisréttinn sinn í kjöri nýs rektors með hagsmuni núverandi nemenda Háskóla Íslands í huga og komandi kynslóða. Við hvetjum starfsmenn og stúdenta við Háskóla Íslands til að greiða Jóni Atla Benediktssyni atkvæði sitt í rektorskosningunni þann 13. apríl nk. Dr. Hrefna Marín Gunnarsdóttir er rafmagns- og tölvuverkfræðingur hjá Marel hf. og Íris Baldursdóttir er rafmagnsverkfræðingur og deildarstjóri kerfisstjórnar og markaðar hjá Landsneti hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Framundan eru kosningar um nýjan rektor Háskóla Íslands til næstu fimm ára. Rúmlega fjórtán þúsund manns geta tekið þátt í vali þessa mikilvæga embættis. Atkvæðisbærir skiptast í um 1.500 starfsmenn og um 12.500 stúdenta. Atkvæði háskólakennara, sérfræðinga og starfsmanna skólans vega um tvo þriðju og stúdenta um einn þriðja. Kosningin er rafræn og fer fram á Uglu, innri vef Háskóla Íslands. Háskóli Íslands er í eðli sínu formföst og íhaldssöm stofnun, sem tekur fáar og sjaldnast krappar beygjur. Það er því ekki víst að þeir stúdentar sem kjósa í ár finni á námstíma sínum mikil áhrif breyttra áherslna sem fylgja nýjum rektor. Sá eða sú sem fyrir valinu verður mun móta stefnu skólans til framtíðar og hafa áhrif á náms- og rannsóknartækifæri næstu kynslóðar nemenda. Meðal umsækjenda um stöðu rektors er Dr. Jón Atli Benediktsson, prófessor við rafmagns- og tölvuverkfræðiskor og aðstoðarrektor Háskóla Íslands. Þeir sem hafa unnið með Jóni Atla hafa kynnst hæfileikum hans á mörgum sviðum. Jón Atli hefur verið virkur leiðbeinandi og vísindamaður til fjölda ára í góðu samstarfi við erlenda háskóla. Hann hefur tekið þátt í alþjóðlegu starfi á veigamikinn hátt og reynst glöggur á tækifæri fyrir framlag til vísindavinnu. Undanfarin ár hefur Jón Atli einnig gengt starfi aðstoðarrektors vísinda og kennslu og sem slíkur borið ábyrgð á gæðamálum í Háskóla Íslands. Besti mælikvarðinn á gæði náms er hvernig nemendur eru í stakk búnir að takast á við þær áskoranir sem mæta þeim síðar á lífsleiðinni. Jón Atli vill efla Háskóla Íslands og festa hann í sessi sem alhliða háskóla í fremstu röð meðal alþjóðlegra rannsóknarháskóla. Jón Atli hefur á ferli sínum sýnt í verki að fulltrúar lítilla þjóða hafa fullt erindi til að koma hugmyndum sínum og verkum á framfæri á alþjóðavettvangi. Hann hefur helgað lífi sínu framgangi vísinda- og tæknistarfs á Íslandi og er einn afkastamesti vísindamaður Háskóla Íslands. Það skiptir miklu máli að starfsmenn og stúdentar nýti atkvæðisréttinn sinn í kjöri nýs rektors með hagsmuni núverandi nemenda Háskóla Íslands í huga og komandi kynslóða. Við hvetjum starfsmenn og stúdenta við Háskóla Íslands til að greiða Jóni Atla Benediktssyni atkvæði sitt í rektorskosningunni þann 13. apríl nk. Dr. Hrefna Marín Gunnarsdóttir er rafmagns- og tölvuverkfræðingur hjá Marel hf. og Íris Baldursdóttir er rafmagnsverkfræðingur og deildarstjóri kerfisstjórnar og markaðar hjá Landsneti hf.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun