Stjórnvöld það er kominn tími til að vakna Dröfn Jónsdóttir skrifar 7. apríl 2015 14:10 Að vera ungur í dag og ætla sér að stofna heimili, er ekki einfalt. Leigumarkaðurinn er erfiður, framboð af þeim íbúðum sem eru í boði eru af skornum skammti og leiguverð er langt fyrir ofan það sem eðlilegt getur talist. Að kaupa sér íbúð getur verið mjög erfitt því fasteignaverð er sömuleiðis mjög hátt og þar sem lánastofnanir lána einungis hluta af kaupverði íbúða getur það reynst ungu fólki erfitt að fjármagna þann hlut sem til þarf fyrir fyrstu útborgun. Einnig er því þannig háttað, að á meðan verðtrygging húsnæðislána er staðreynd hér á landi, þá gerir það ungu fólki mjög erfitt fyri að festa kaupa á sinni fyrstu íbúð. Unga fólkið okkar er því komið í sjálfheldu, getur ekki flutt út frá foreldrum sínum og getur því átt erfitt með að hugsa sér framtíð í að búa hér á landi og að eignast fjölskyldu. Til þess að eiga möguleika á því að ungt fólk geti flutt út frá foreldrum sínum er því nauðsynlegt að þau geti safnað sér pening til að geta fjármagnað annars vegar leigu og hins vegar kaup á húsnæði. Þar sem að laun á almennum vinnumarkaði eru skammarlega lág er það enginn hægðarleikur að safna sér pening svo úr verði upphæðir sem til þarf. Því er það nauðsynlegt að ungt fólk verði sér út um menntun til að eiga möguleika á betri launum. Þá kemur upp annað vandamál sem er það að til að fjármagna nám sitt þurfa þau oft að taka námslán og þegar háskólanámi lýkur standa þau uppi með himinháar skuldir við Lánasjóð íslenskra námsmanna sem hamla greiðslugetu þeirra hjá lánastofnunum. Margt ungt fólk er því til neitt til að skuldsetja sig upp fyrir haus og á því í miklum erfiðleikum með að fjármagna hvort sem er leigu eða kaup á húsnæði að námi loknu. Ég þekki unga konu sem keypt hafði sér litla íbúð fyrir nokkrum árum, þegar fjölskyldan stækkaði var íbúðin orðin alltof lítil fyrir stækkandi fjölskyldu. Fjölskyldan fór í það að kanna hvaða möguleika hún hefði á að stækka við sig húsnæðið. Konan setti sig í samband við Íbúðalánasjóð, þar fékk hún mjög einföld svör þ.e. að þeir gætu ekkert fyrir hana gert en starfsmaðurinn sem varð fyrir svörum benti henni á að hún yrði bara að kaupa sér koju. Í ljósi þess velti ég því fyrir mér fyrir hvern þessi ákveðni starfsmaður Íbúðalánasjóðs er að vinna, er hann kannski að fá ákveðna prósentu á hverri seldri koju í Ikea? Eða kannski átti þetta að vera brandari til að breiða yfir vanmátt þessa starfsmanns sem trúlega lítur skipunum sinna yfirmanna og takmörk fyrir því hvað hann má gera. Ungu konunni var allavegana ekki skemmt með þessi svör og alveg ljóst að þetta leysti ekki hennar vanda. Það þarf ekki annað en keyra um götur Reykjavíkurborgar til að sjá að ógrynni íbúða standa auðar og fáum til gagns, þannig er því líka háttað víða á landsbyggðinni. Hvað veldur því? Ég er ekki með svörin við þeirri spurningu, en óneitanlega læðist að manni sá grunur að eitthvað sé ekki eins og það á að vera í þeim málum. Íbúðalánasjóður og stjórnvöld eru með allt niður um sig varðandi húsnæðismál og ljóst að þau þurfa að fara að hysja upp um sig buxurnar hvað þau mál varðar. Framtíð unga fólksins okkar veltur á því að eitthvað sé að gert í þessu máli, varla er það stefna stjórnvalda að við missum alla ungu kynslóðina okkar til annara landa þar sem húsnæðismálin eru í betri farvegi. Stjórnvöld hafa hingað til ekki verið lengi að setja lög ef t.d. sjómenn eða flugmenn fara í verkfall og ekki tók það langan tíma að setja gjaldeyrishöftin á, á sínum tíma. Það ætti því ekki að vera flókin aðgerð fyrir stjórnvöld að aðhafast eitthvað í þessum málum, hvernig sem þeir framkvæma það og ljóst er að vilji þarf að fylgja verki. Ég geri mér fyllilega grein fyrir að peningar skipta máli þegar kemur að afkomu þjóðarinnar og að aðgerða er þörf þegar sú staða kemur upp að þjóðartekjurnar eru í hættu en ég neita að trúa því að peningar skipti meira máli heldur en unga kynslóðin okkar. Hvað ætlar þjóðin að gera ef allt unga fólkið er farið úr landi, hver á þá að afla þjóðinni tekna. Stjórnvöld, er ekki kominn tími til að þið farið að kíkja út um gluggana á háu glerhýsunum ykkar til að sjá hver íslenskur veruleiki er í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Að vera ungur í dag og ætla sér að stofna heimili, er ekki einfalt. Leigumarkaðurinn er erfiður, framboð af þeim íbúðum sem eru í boði eru af skornum skammti og leiguverð er langt fyrir ofan það sem eðlilegt getur talist. Að kaupa sér íbúð getur verið mjög erfitt því fasteignaverð er sömuleiðis mjög hátt og þar sem lánastofnanir lána einungis hluta af kaupverði íbúða getur það reynst ungu fólki erfitt að fjármagna þann hlut sem til þarf fyrir fyrstu útborgun. Einnig er því þannig háttað, að á meðan verðtrygging húsnæðislána er staðreynd hér á landi, þá gerir það ungu fólki mjög erfitt fyri að festa kaupa á sinni fyrstu íbúð. Unga fólkið okkar er því komið í sjálfheldu, getur ekki flutt út frá foreldrum sínum og getur því átt erfitt með að hugsa sér framtíð í að búa hér á landi og að eignast fjölskyldu. Til þess að eiga möguleika á því að ungt fólk geti flutt út frá foreldrum sínum er því nauðsynlegt að þau geti safnað sér pening til að geta fjármagnað annars vegar leigu og hins vegar kaup á húsnæði. Þar sem að laun á almennum vinnumarkaði eru skammarlega lág er það enginn hægðarleikur að safna sér pening svo úr verði upphæðir sem til þarf. Því er það nauðsynlegt að ungt fólk verði sér út um menntun til að eiga möguleika á betri launum. Þá kemur upp annað vandamál sem er það að til að fjármagna nám sitt þurfa þau oft að taka námslán og þegar háskólanámi lýkur standa þau uppi með himinháar skuldir við Lánasjóð íslenskra námsmanna sem hamla greiðslugetu þeirra hjá lánastofnunum. Margt ungt fólk er því til neitt til að skuldsetja sig upp fyrir haus og á því í miklum erfiðleikum með að fjármagna hvort sem er leigu eða kaup á húsnæði að námi loknu. Ég þekki unga konu sem keypt hafði sér litla íbúð fyrir nokkrum árum, þegar fjölskyldan stækkaði var íbúðin orðin alltof lítil fyrir stækkandi fjölskyldu. Fjölskyldan fór í það að kanna hvaða möguleika hún hefði á að stækka við sig húsnæðið. Konan setti sig í samband við Íbúðalánasjóð, þar fékk hún mjög einföld svör þ.e. að þeir gætu ekkert fyrir hana gert en starfsmaðurinn sem varð fyrir svörum benti henni á að hún yrði bara að kaupa sér koju. Í ljósi þess velti ég því fyrir mér fyrir hvern þessi ákveðni starfsmaður Íbúðalánasjóðs er að vinna, er hann kannski að fá ákveðna prósentu á hverri seldri koju í Ikea? Eða kannski átti þetta að vera brandari til að breiða yfir vanmátt þessa starfsmanns sem trúlega lítur skipunum sinna yfirmanna og takmörk fyrir því hvað hann má gera. Ungu konunni var allavegana ekki skemmt með þessi svör og alveg ljóst að þetta leysti ekki hennar vanda. Það þarf ekki annað en keyra um götur Reykjavíkurborgar til að sjá að ógrynni íbúða standa auðar og fáum til gagns, þannig er því líka háttað víða á landsbyggðinni. Hvað veldur því? Ég er ekki með svörin við þeirri spurningu, en óneitanlega læðist að manni sá grunur að eitthvað sé ekki eins og það á að vera í þeim málum. Íbúðalánasjóður og stjórnvöld eru með allt niður um sig varðandi húsnæðismál og ljóst að þau þurfa að fara að hysja upp um sig buxurnar hvað þau mál varðar. Framtíð unga fólksins okkar veltur á því að eitthvað sé að gert í þessu máli, varla er það stefna stjórnvalda að við missum alla ungu kynslóðina okkar til annara landa þar sem húsnæðismálin eru í betri farvegi. Stjórnvöld hafa hingað til ekki verið lengi að setja lög ef t.d. sjómenn eða flugmenn fara í verkfall og ekki tók það langan tíma að setja gjaldeyrishöftin á, á sínum tíma. Það ætti því ekki að vera flókin aðgerð fyrir stjórnvöld að aðhafast eitthvað í þessum málum, hvernig sem þeir framkvæma það og ljóst er að vilji þarf að fylgja verki. Ég geri mér fyllilega grein fyrir að peningar skipta máli þegar kemur að afkomu þjóðarinnar og að aðgerða er þörf þegar sú staða kemur upp að þjóðartekjurnar eru í hættu en ég neita að trúa því að peningar skipti meira máli heldur en unga kynslóðin okkar. Hvað ætlar þjóðin að gera ef allt unga fólkið er farið úr landi, hver á þá að afla þjóðinni tekna. Stjórnvöld, er ekki kominn tími til að þið farið að kíkja út um gluggana á háu glerhýsunum ykkar til að sjá hver íslenskur veruleiki er í dag.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar