Í tilefni ummæla Björns Þorvaldssonar vegna greinar minnar í Fréttablaðinu í dag Ingibjörg Kristjánsdóttir skrifar 7. apríl 2015 17:16 Ég leyfði mér að birta athugasemdir mínar við dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu í grein í Fréttablaðinu í dag. Þar gerði ég grein fyrir því að mér sýndist eiginmaður minn hafa verið ranglega sakfelldur í málinu og benti á nafnabrengl sem fram koma í dóminum. Ég sé að Björn Þorvaldsson saksóknari gerir lítið úr þessu í viðtali við mbl.is í dag og heldur því fram um leið að „fjölmörg atriði“ sýni þátttöku Ólafs í málinu. Fyrir mér er kokhreysti Björns Þorvaldssonar ekkert nýmæli. Hvað sem orðum hans líður er alveg dagljóst af lestri dómsins, að símtal tveggja manna þar sem „Óli“ kemur við sögu er lykilatriði fyrir sakfellingu eiginmanns míns í málinu. Það sem ég vildi vekja athygli á og fjölmörgum öðrum er kunnugt um er sú staðreynd að umræddur „Óli“ er bara allt annar maður en Ólafur Ólafsson. Mér finnst rétt, ekki síst vegna viðbragða saksóknarans, að tilfæra hér nokkur atriði orðrétt úr V. kafla dóms Hæstaréttar. Þar segir:Símtal, sem EH og BÓ áttu 17. september 2008, hefur áður verið rakið í nokkru máli, en af fyrirliggjandi gögnum verður séð að EH hafði rétt fyrir það sent BÓ tölvubréf, sem fyrrgreint skipurit fylgdi. Af upphafi samtalsins verður ekki annað ráðið en að þeir hafi á fyrri stigum átt orðaskipti um efnið, sem skipuritið varðaði, þótt gögn liggi ekki að öðru leyti fyrir um það í málinu. Ítrekað kom fram í þessu símtali að BÓ hafi rætt við „Óla“, sem hann kaus að nefna svo og bersýnilega var ákærði Ólafur, um ýmis atriði í tengslum við viðskipti með hlutabréfin. Án tillits til þess hvort BÓ hafi þar tjáð sig sem umboðsmaður ákærða Ólafs, sem ummæli hans benda þó eindregið til, eða aðeins sem viðmælandi ákærða Ólafs í þágu Kaupthing Bank Luxembourg S.A. getur engin skynsamleg ástæða verið til að efast um að orð BÓ í símtalinu hafi verið reist á samræðum hans við ákærða Ólaf.Í símtalinu kom margsinnis fram að álitaefni hafi verið uppi um hvort þátttaka ákærða Ólafs í fjármögnun Q Iceland Holding ehf. til kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi banka hf. gæti valdið því að flöggunarskylda eftir ákvæðum IX. kafla laga nr. 108/2007 myndi kvikna og kvaðst BÓ hafa rætt við ákærða Ólaf um það. ......... Ekki getur leikið vafi á því að orðaskipti EH og BÓ í símtalinu um tilhögun og kjör á láni frá sérstöku fjárfestingarfélagi í jafnri eigu ákærða Ólafs og MAT til Q Iceland Holding ehf. hafi tekið mið af því að „grundvallarspurningin er náttúrulega ... er flöggun þarna eða ekki“, svo sem BÓ tók til orða, og hafi viðfangsefni þeirra því snúist um að leita leiða til að gera ákærða Ólaf og MAT eins setta og hefðu þeir sjálfir veitt félagi í sameign sinni lán til kaupa á hlutabréfunum og notið þannig án milliliða hugsanlegs arðs af kaupunum. ........Er á þessum grunni hafið yfir skynsamlegan vafa að frá öndverðu hafi verið gengið út frá því að í viðskiptunum um hlutabréfin yrði mynduð leið til að láta ákærða Ólaf njóta til jafns við MAT hugsanlegs arðs af hlutunum, sem félag í einkaeign þess síðarnefnda myndi kaupa í Kaupþingi banka hf. með lánsfé sem að uppruna stafaði frá þeim báðum. Orðalagið „er á þessum grunni“ o.s.frv. sýnir að mínu áliti ljóslega að önnur gögn hafa ekki verið til staðar um sönnun fyrir þeim ályktunum sem þarna voru kynntar. Sá „Óli“ sem rætt var um í símtalinu er Ólafur Arinbjörn Sigurðsson lögmaður, sérfróður um verðbréfaviðskipti og starfaði þá og og starfar enn á sömu lögmannsstofu og Bjarnfreður Ólafsson sem tilgreindur er í hinum tilvitnaða texta. Virðingarfyllst Ingibjörg Kristjánsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Segir Hæstarétt hafa ruglað saman Ólum í Al Thani-dómi Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir að í fjögurra og hálfs árs fangelsisdómi Hæstaréttar sé Ólafi ruglað saman við lögfræðing að nafni Ólafur. Grundvallaratriði segir lögmaður Ólafs. Þeir íhugi nú að krefjast endurupptöku. 7. apríl 2015 07:00 Al Thani málið og niðurstaða Hæstaréttar Eiginmaður minn til 30 ára, Ólafur Ólafsson, afplánar nú fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm, fyrir hlutdeild í meintri markaðsmisnotkun í Al Thani-málinu. Það er erfitt að horfa upp á maka sinn dæmdan og sviptan frelsi, hvað þá þegar sannfæringin um sakleysi hans er svo yfirþyrmandi sterk, enda niðurstaða Hæstaréttar byggð á misskilningi. 7. apríl 2015 08:00 Saksóknari um grein Ingibjargar: „Þetta er einhver misskilningur hjá henni“ "Sá Ólafur sem er talað um í þessu símtali er örugglega Ólafur Ólafsson.“ 7. apríl 2015 10:38 Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég leyfði mér að birta athugasemdir mínar við dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu í grein í Fréttablaðinu í dag. Þar gerði ég grein fyrir því að mér sýndist eiginmaður minn hafa verið ranglega sakfelldur í málinu og benti á nafnabrengl sem fram koma í dóminum. Ég sé að Björn Þorvaldsson saksóknari gerir lítið úr þessu í viðtali við mbl.is í dag og heldur því fram um leið að „fjölmörg atriði“ sýni þátttöku Ólafs í málinu. Fyrir mér er kokhreysti Björns Þorvaldssonar ekkert nýmæli. Hvað sem orðum hans líður er alveg dagljóst af lestri dómsins, að símtal tveggja manna þar sem „Óli“ kemur við sögu er lykilatriði fyrir sakfellingu eiginmanns míns í málinu. Það sem ég vildi vekja athygli á og fjölmörgum öðrum er kunnugt um er sú staðreynd að umræddur „Óli“ er bara allt annar maður en Ólafur Ólafsson. Mér finnst rétt, ekki síst vegna viðbragða saksóknarans, að tilfæra hér nokkur atriði orðrétt úr V. kafla dóms Hæstaréttar. Þar segir:Símtal, sem EH og BÓ áttu 17. september 2008, hefur áður verið rakið í nokkru máli, en af fyrirliggjandi gögnum verður séð að EH hafði rétt fyrir það sent BÓ tölvubréf, sem fyrrgreint skipurit fylgdi. Af upphafi samtalsins verður ekki annað ráðið en að þeir hafi á fyrri stigum átt orðaskipti um efnið, sem skipuritið varðaði, þótt gögn liggi ekki að öðru leyti fyrir um það í málinu. Ítrekað kom fram í þessu símtali að BÓ hafi rætt við „Óla“, sem hann kaus að nefna svo og bersýnilega var ákærði Ólafur, um ýmis atriði í tengslum við viðskipti með hlutabréfin. Án tillits til þess hvort BÓ hafi þar tjáð sig sem umboðsmaður ákærða Ólafs, sem ummæli hans benda þó eindregið til, eða aðeins sem viðmælandi ákærða Ólafs í þágu Kaupthing Bank Luxembourg S.A. getur engin skynsamleg ástæða verið til að efast um að orð BÓ í símtalinu hafi verið reist á samræðum hans við ákærða Ólaf.Í símtalinu kom margsinnis fram að álitaefni hafi verið uppi um hvort þátttaka ákærða Ólafs í fjármögnun Q Iceland Holding ehf. til kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi banka hf. gæti valdið því að flöggunarskylda eftir ákvæðum IX. kafla laga nr. 108/2007 myndi kvikna og kvaðst BÓ hafa rætt við ákærða Ólaf um það. ......... Ekki getur leikið vafi á því að orðaskipti EH og BÓ í símtalinu um tilhögun og kjör á láni frá sérstöku fjárfestingarfélagi í jafnri eigu ákærða Ólafs og MAT til Q Iceland Holding ehf. hafi tekið mið af því að „grundvallarspurningin er náttúrulega ... er flöggun þarna eða ekki“, svo sem BÓ tók til orða, og hafi viðfangsefni þeirra því snúist um að leita leiða til að gera ákærða Ólaf og MAT eins setta og hefðu þeir sjálfir veitt félagi í sameign sinni lán til kaupa á hlutabréfunum og notið þannig án milliliða hugsanlegs arðs af kaupunum. ........Er á þessum grunni hafið yfir skynsamlegan vafa að frá öndverðu hafi verið gengið út frá því að í viðskiptunum um hlutabréfin yrði mynduð leið til að láta ákærða Ólaf njóta til jafns við MAT hugsanlegs arðs af hlutunum, sem félag í einkaeign þess síðarnefnda myndi kaupa í Kaupþingi banka hf. með lánsfé sem að uppruna stafaði frá þeim báðum. Orðalagið „er á þessum grunni“ o.s.frv. sýnir að mínu áliti ljóslega að önnur gögn hafa ekki verið til staðar um sönnun fyrir þeim ályktunum sem þarna voru kynntar. Sá „Óli“ sem rætt var um í símtalinu er Ólafur Arinbjörn Sigurðsson lögmaður, sérfróður um verðbréfaviðskipti og starfaði þá og og starfar enn á sömu lögmannsstofu og Bjarnfreður Ólafsson sem tilgreindur er í hinum tilvitnaða texta. Virðingarfyllst Ingibjörg Kristjánsdóttir
Segir Hæstarétt hafa ruglað saman Ólum í Al Thani-dómi Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir að í fjögurra og hálfs árs fangelsisdómi Hæstaréttar sé Ólafi ruglað saman við lögfræðing að nafni Ólafur. Grundvallaratriði segir lögmaður Ólafs. Þeir íhugi nú að krefjast endurupptöku. 7. apríl 2015 07:00
Al Thani málið og niðurstaða Hæstaréttar Eiginmaður minn til 30 ára, Ólafur Ólafsson, afplánar nú fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm, fyrir hlutdeild í meintri markaðsmisnotkun í Al Thani-málinu. Það er erfitt að horfa upp á maka sinn dæmdan og sviptan frelsi, hvað þá þegar sannfæringin um sakleysi hans er svo yfirþyrmandi sterk, enda niðurstaða Hæstaréttar byggð á misskilningi. 7. apríl 2015 08:00
Saksóknari um grein Ingibjargar: „Þetta er einhver misskilningur hjá henni“ "Sá Ólafur sem er talað um í þessu símtali er örugglega Ólafur Ólafsson.“ 7. apríl 2015 10:38
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun