Vinnsla fiskeldisins gæti horfið burt úr byggðinni Kristján Már Unnarsson skrifar 7. apríl 2015 20:45 Uppsagnir fiskeldisfyrirtækisins Fjarðalax á fjórtán starfsmönnum á Patreksfirði og hugmyndir um að flytja vinnslu afurðanna burt af svæðinu eru mikið reiðarslag, að mati Verkalýðsfélags Vestfjarða. Forystumenn Fjarðalax og bæjarstjórn Vesturbyggðar funda á morgun um málið. Fólkinu fjölgaði raunar um yfir sextíu manns samtals í fyrra á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal, - skýrt dæmi um þann viðsnúning sem orðið hefur með uppbyggingu fiskeldis á sunnanverðum Vestfjörðum. Tilkynning Fjarðalax fyrir páska um að fjórtán starfsmönnum hefði verið sagt upp í vinnslu félagsins á Patreksfirði var því áfall, segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar, í samtali við Stöð 2.Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar.Mynd/Egill Aðalsteinsson.Verkalýðsfélag Vestfjarða segir á heimasíðu sinni að mikil óvissa ríki um áframhald vinnslunnar á Patreksfirði og uppsagnirnar séu mikið reiðarslag, þvert ofan í þá miklu uppbyggingu í fiskeldi sem verið hafi á sunnanverðum Vestfjörðum. Ráðamenn Fjarðalax vildu ekki tjá sig í dag við fréttastofuna um hvaða áform þeir hefðu en í tilkynningu félagsins í lok marsmánaðar sagði að uppsagnirnar væru vegna tímabundinnar óvissu um staðsetningu nýs vinnsluhúss, sem nauðsynlegt væri að reisa vegna aukinna umsvifa í fiskeldinu. Það væri skoðun forsvarsmanna Fjarðalax að kostnaðarhagræði yrði best náð með því að aðilar sameinuðust um slátrun og vinnslu. Eftir því yrði leitað af hálfu Fjarðalax í tengslum við flutning á vinnslu félagsins, sagði í tilkynningu Fjarðalax.Úr fiskvinnslu Fjarðalax á Patreksfirði. Starfsmönnum hefur nú verið sagt upp störfum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Héraðsfréttamiðilinn Bæjarins besta á Ísafirði hefur nú upplýst að Fjarðalax og Dýrfiskur eigi í viðræðum um að sameiginleg vinnsla verði á Flateyri, og er það haft eftir Sigurði Péturssyni, framkvæmdastjóra Dýrfisks. Bæjarstjórn Vesturbyggðar hyggst hins vegar freista þess að vinnslan verði áfram þar og segir Ásthildur bæjarstjóri að fundað verði á Patreksfirði á morgun með forystumönnum Fjarðalax um málið. Tengdar fréttir Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Rannsóknir í fiskeldi verði stórefldar á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtæki og sveitarfélög á Vestfjörðum telja brýnt að ríkið efli rannsóknir á sviði fiskeldis og eru tilbúin að leggja sitt af mörkum. 4. október 2014 20:00 Fiskeldismenn kalla eftir vegabótum á Vestfjörðum Milljarðauppbygging fiskeldis á Vestfjörðum kallar á stórfelldar vegabætur strax, segir framkvæmdastjóri Arnarlax. Vegirnir á Vestfjörðum séu einfaldlega ónýtir. Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki er að flytja alla starfsemi sína frá Norður-Noregi til sunnaverðra Vestfjarða og hyggst byggja þar seiðaeldisstöð, laxasláturhús og fiskréttaverksmiðju í nafni Arnarlax. Náttúrulegar aðstæður í Arnarfirði þykja ákjósanlegar en annað gildir um innviði eins og vegi sem ráðamenn félagsins segja að verði að bæta. "Þetta er mjög einfalt mál. Vegirnir eru ónýtir. 16. mars 2013 21:23 Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21 Vantar íbúðir fyrir tugi nýrra starfsmanna á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax er að ráða 25 nýja starfsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum um þessar mundir. 2. október 2014 20:30 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Uppsagnir fiskeldisfyrirtækisins Fjarðalax á fjórtán starfsmönnum á Patreksfirði og hugmyndir um að flytja vinnslu afurðanna burt af svæðinu eru mikið reiðarslag, að mati Verkalýðsfélags Vestfjarða. Forystumenn Fjarðalax og bæjarstjórn Vesturbyggðar funda á morgun um málið. Fólkinu fjölgaði raunar um yfir sextíu manns samtals í fyrra á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal, - skýrt dæmi um þann viðsnúning sem orðið hefur með uppbyggingu fiskeldis á sunnanverðum Vestfjörðum. Tilkynning Fjarðalax fyrir páska um að fjórtán starfsmönnum hefði verið sagt upp í vinnslu félagsins á Patreksfirði var því áfall, segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar, í samtali við Stöð 2.Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar.Mynd/Egill Aðalsteinsson.Verkalýðsfélag Vestfjarða segir á heimasíðu sinni að mikil óvissa ríki um áframhald vinnslunnar á Patreksfirði og uppsagnirnar séu mikið reiðarslag, þvert ofan í þá miklu uppbyggingu í fiskeldi sem verið hafi á sunnanverðum Vestfjörðum. Ráðamenn Fjarðalax vildu ekki tjá sig í dag við fréttastofuna um hvaða áform þeir hefðu en í tilkynningu félagsins í lok marsmánaðar sagði að uppsagnirnar væru vegna tímabundinnar óvissu um staðsetningu nýs vinnsluhúss, sem nauðsynlegt væri að reisa vegna aukinna umsvifa í fiskeldinu. Það væri skoðun forsvarsmanna Fjarðalax að kostnaðarhagræði yrði best náð með því að aðilar sameinuðust um slátrun og vinnslu. Eftir því yrði leitað af hálfu Fjarðalax í tengslum við flutning á vinnslu félagsins, sagði í tilkynningu Fjarðalax.Úr fiskvinnslu Fjarðalax á Patreksfirði. Starfsmönnum hefur nú verið sagt upp störfum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Héraðsfréttamiðilinn Bæjarins besta á Ísafirði hefur nú upplýst að Fjarðalax og Dýrfiskur eigi í viðræðum um að sameiginleg vinnsla verði á Flateyri, og er það haft eftir Sigurði Péturssyni, framkvæmdastjóra Dýrfisks. Bæjarstjórn Vesturbyggðar hyggst hins vegar freista þess að vinnslan verði áfram þar og segir Ásthildur bæjarstjóri að fundað verði á Patreksfirði á morgun með forystumönnum Fjarðalax um málið.
Tengdar fréttir Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Rannsóknir í fiskeldi verði stórefldar á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtæki og sveitarfélög á Vestfjörðum telja brýnt að ríkið efli rannsóknir á sviði fiskeldis og eru tilbúin að leggja sitt af mörkum. 4. október 2014 20:00 Fiskeldismenn kalla eftir vegabótum á Vestfjörðum Milljarðauppbygging fiskeldis á Vestfjörðum kallar á stórfelldar vegabætur strax, segir framkvæmdastjóri Arnarlax. Vegirnir á Vestfjörðum séu einfaldlega ónýtir. Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki er að flytja alla starfsemi sína frá Norður-Noregi til sunnaverðra Vestfjarða og hyggst byggja þar seiðaeldisstöð, laxasláturhús og fiskréttaverksmiðju í nafni Arnarlax. Náttúrulegar aðstæður í Arnarfirði þykja ákjósanlegar en annað gildir um innviði eins og vegi sem ráðamenn félagsins segja að verði að bæta. "Þetta er mjög einfalt mál. Vegirnir eru ónýtir. 16. mars 2013 21:23 Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21 Vantar íbúðir fyrir tugi nýrra starfsmanna á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax er að ráða 25 nýja starfsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum um þessar mundir. 2. október 2014 20:30 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30
Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30
Rannsóknir í fiskeldi verði stórefldar á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtæki og sveitarfélög á Vestfjörðum telja brýnt að ríkið efli rannsóknir á sviði fiskeldis og eru tilbúin að leggja sitt af mörkum. 4. október 2014 20:00
Fiskeldismenn kalla eftir vegabótum á Vestfjörðum Milljarðauppbygging fiskeldis á Vestfjörðum kallar á stórfelldar vegabætur strax, segir framkvæmdastjóri Arnarlax. Vegirnir á Vestfjörðum séu einfaldlega ónýtir. Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki er að flytja alla starfsemi sína frá Norður-Noregi til sunnaverðra Vestfjarða og hyggst byggja þar seiðaeldisstöð, laxasláturhús og fiskréttaverksmiðju í nafni Arnarlax. Náttúrulegar aðstæður í Arnarfirði þykja ákjósanlegar en annað gildir um innviði eins og vegi sem ráðamenn félagsins segja að verði að bæta. "Þetta er mjög einfalt mál. Vegirnir eru ónýtir. 16. mars 2013 21:23
Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21
Vantar íbúðir fyrir tugi nýrra starfsmanna á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax er að ráða 25 nýja starfsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum um þessar mundir. 2. október 2014 20:30