Að vilja eldast en ekki verða gamall Helga María Guðmundsdóttir skrifar 8. apríl 2015 07:08 Það er oftast talið eftirsóknarvert að lifa lengi. Á árum áður var mikil virðing borin fyrir eldra fólki enda bjó það yfir kunnáttu sem talin var eftirsóknarverð. Leitað var til þeirra með ráðleggingar þar sem reynslan var talin dýrmæt, þekking þeirra var vel metin og var þessari visku miðlað yfir til næstu kynslóðar. Í dag er talað um það sem allir vilja verða en enginn vill vera. Jú, það er að vera gamall. Það er ekki dregin upp falleg mynd af eldra fólki í samfélaginu. Sem dæmi er gamalt fólk næstum aldrei notað í auglýsingum né í sjónvarpi almennt, þar sem það telst ekki góð söluvara. En við eigum að fagna því að þjóðin sé að eldast, það þýðir að við séum að gera eitthvað rétt. Það þarf að bera virðingu fyrir þeim sem ná þeim áfanga að eldast sem er þrotlaus vinna gegnum allt lífið. Meðalaldur þjóðarinnar fer hækkandi og til samanburðar má benda á að miðað við 1. janúar 2015 var hann 37,5 ár en ef við förum aftur til ársins 1955 var hann 29,6 ár (Hagstofan). En hvað á að gera við allt gamla fólkið? Koma tímar, koma ráð. Eða hvað. Þessi kynslóð byggði það samfélag sem við búum í og barðist fyrir þeim réttindum sem talin er vera sjálfsagður hlutur í dag, eins og að kjósa og að mennta sig. Þetta fólk er stolt og flestir vilja búa í heimahúsum eins lengi og það mögulega getur, en þegar sá tími kemur að þau þurfa aukna aðstoð heima eða þurfa jafnvel sólarhringsaðstoð á hjúkrunarheimilum, þurfum við að koma með úrræði. Eldri borgarar eiga ekki að sitja fastir inni á spítala svo vikum skiptir á meðan leitað er að stað fyrir þá í samfélaginu okkar. Eldri borgarar eiga meira skilið en við erum að bjóða upp á í dag. Allavega vona ég að sú þjónusta verði í boði sem ég þarf á að halda í framtíðinni, ef ég verð svo heppin að ná góðum aldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er oftast talið eftirsóknarvert að lifa lengi. Á árum áður var mikil virðing borin fyrir eldra fólki enda bjó það yfir kunnáttu sem talin var eftirsóknarverð. Leitað var til þeirra með ráðleggingar þar sem reynslan var talin dýrmæt, þekking þeirra var vel metin og var þessari visku miðlað yfir til næstu kynslóðar. Í dag er talað um það sem allir vilja verða en enginn vill vera. Jú, það er að vera gamall. Það er ekki dregin upp falleg mynd af eldra fólki í samfélaginu. Sem dæmi er gamalt fólk næstum aldrei notað í auglýsingum né í sjónvarpi almennt, þar sem það telst ekki góð söluvara. En við eigum að fagna því að þjóðin sé að eldast, það þýðir að við séum að gera eitthvað rétt. Það þarf að bera virðingu fyrir þeim sem ná þeim áfanga að eldast sem er þrotlaus vinna gegnum allt lífið. Meðalaldur þjóðarinnar fer hækkandi og til samanburðar má benda á að miðað við 1. janúar 2015 var hann 37,5 ár en ef við förum aftur til ársins 1955 var hann 29,6 ár (Hagstofan). En hvað á að gera við allt gamla fólkið? Koma tímar, koma ráð. Eða hvað. Þessi kynslóð byggði það samfélag sem við búum í og barðist fyrir þeim réttindum sem talin er vera sjálfsagður hlutur í dag, eins og að kjósa og að mennta sig. Þetta fólk er stolt og flestir vilja búa í heimahúsum eins lengi og það mögulega getur, en þegar sá tími kemur að þau þurfa aukna aðstoð heima eða þurfa jafnvel sólarhringsaðstoð á hjúkrunarheimilum, þurfum við að koma með úrræði. Eldri borgarar eiga ekki að sitja fastir inni á spítala svo vikum skiptir á meðan leitað er að stað fyrir þá í samfélaginu okkar. Eldri borgarar eiga meira skilið en við erum að bjóða upp á í dag. Allavega vona ég að sú þjónusta verði í boði sem ég þarf á að halda í framtíðinni, ef ég verð svo heppin að ná góðum aldri.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar